Fréttablaðið - 23.11.2013, Page 35

Fréttablaðið - 23.11.2013, Page 35
LAUGARDAGUR 23. nóvember 2013 | HELGIN | 35 Kennedy var dýrkaður og dáður um víða veröld, meðal annars hér á landi, og helgina eftir morðið skrifuðu rúmlega 2.500 Íslendingar í minningarbók um forsetann í bandaríska sendiráðinu við Laufásveg. „Samúðaróskir þessar eru okkur til mikillar huggunar í sárum harmi,“ sagði James K. Penfield, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þá var haldin minningarathöfn um Kennedy í Dómkirkjunni hinn 26. nóvember, þar sem handhafar forsetavalds, ríkisstjórn Íslands, þingmenn og aðrir embættismenn voru viðstaddir. Mikill mannfjöldi fylgdist með athöfninni utan við Dómkirkjuna en hátölurum hafði verið komið fyrir á veggjum hennar. Þá var henni einnig útvarpað í Ríkisútvarpinu. „Hann barðist fyrir jafnrétti og sáttum milli þjóða. Þetta er hræðileg fregn,“ sagði Ásgeir Ásgeirsson, forseti Íslands, í samtali við Morgunblað- ið. „Ég hef engin skilyrði til að dæma hvað valdið hefur þessum ósköpum, en segja mætti mér að Kennedy hafi goldið síns umburðarlyndis við litaða menn í Bandaríkjunum,“ sagði Emil Jónsson utanríkisráðherra. „Ég hef alltaf dáð Kennedy Bandaríkjaforseta því hann hefur ávallt verið tals- maður mannréttinda og mannasættir á alþjóðlegum vettvangi.“ KENNEDYS MINNST Á ÍSLANDI Kári Jónasson blaðamaður starfaði á Tímanum þegar fregnir bárust af skotárásinni. „Þetta var ’63, fréttaárið mikla. Fyrst Surtsey og svo Kennedy,“ segir Kári í samtali við Fréttablaðið. „Ég var úti að sinna einhverju, nýbyrj- aður sem fastur blaðamaður, og kom svo inn á ritstjórn og þá var allt í uppnámi. Menn hentu öllum verkefnum frá sér.“ Kári var sendur upp á loft þar sem hann þýddi fréttaskeyti frá Noregi. „Mitt hlutverk var að skrifa viðbrögð forsætisráðherra Norðurlandanna við morðinu. Það sem er eftirminni- legast er að Indriði G. Þorsteinsson, sem var ritstjóri þá, hringdi og fékk samband við Salinger, blaðafulltrúa Hvíta hússins.“ Kennedy var myrtur á föstudegi og blaðið kom út á laugardegi. Kári rifjar upp leturstærðina í fyrir- sögninni, en hún var stigin í botn. „Það var 72 punkta letur, stærsta letrið sem Tíminn var með, enda var þetta alveg svakalegt mál.“ Í blaðinu var sagt frá viðbrögðum embættis- fólks um allan heim og skrifaðar voru nýjar forystugreinar. Rándýrar símamyndir voru síðan fengnar að utan og segir Kári að Tíminn hafi náð að gera málinu góð skil. Kári telur að Íslendingum hafi þótt dauði Kennedys sér- staklega hörmulegur vegna þess að Lyndon B. Johnson varaforseti hafði heimsótt Ísland nokkrum mánuðum áður. „Það var mikið um að vera og hann vakti mikla athygli niðri við Stjórnarráð þar sem hann hélt ræðu. Þarna stóð hann með stóra kúrekahattinn sinn og nefið, og fólk gat komið að honum og fengið undirskriftir. Þess vegna held ég að þetta hafi snert Íslendinga meira. Svo má ekki gleyma því að Jackie vakti kannski eins mikla athygli og Kennedy sjálfur. Allir höfðu samúð með ekkjunni og öllum börnunum.“ MORGUNVERÐARFUNDUR SVÞ – SAMTAKA VERSLUNAR OG ÞJÓNUSTU Fimmtudaginn 28. nóvember kl. 8.30-10.00 á Grand Hóteli Reykjavík HIÐ OPINBERA EÐA EINKAAÐILAR? 08.00 Húsið opnað, skráning og morgunverður 08.30 Fundur settur Litið um öxl. Sólmundur Hólm, útvarpsmaður og eftirherma Fjölbreytni í heilbrigðisþjónustu eykur gæði og hagkvæmni. Ásdís Halla Bragadóttir, stjórnarformaður Sinnum og EVU Valið og valdið. Áslaug Hulda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar Hvar geta þjónustufyrirtæki leyst hið opinbera af hólmi? Margrét Sanders, framkvæmdastjóri hjá Deloitte „Ríkið, það er ég“ – útvistun hins opinbera á verkefnum. Lárus M. K. Ólafsson, lögfræðingur SVÞ Fundarstjóri: Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já Á Íslandi var einu sinni öll bifreiðaskoðun, ljósvaka- fjölmiðlun, póst- og síma þjónusta, háskólamenntun og heilbrigðisþjónusta á hendi hins opinbera. Hvernig er staðan nú og hvar liggja tækifærin? Skráning á svth@svth.is eða í síma 511 3000. Dagskrá Sólmundur Hólm Áslaug Hulda Jónsdóttir Lárus M. K. Ólafsson Ásdís Halla Bragadóttir Margrét Sanders Sigríður Margrét Oddsdóttir STÆRSTA LETRIÐ – fyrirsögnin var í 72 punkta letri, því stærsta sem Tíminn notaði MENN HENTU ÖLLUM VERKEFNUM FRÁ SÉR „Nei, nei, nei. Guð minn góður. Þeir ætla að drepa okkur öll,“ John Connolly ríkisstjóri Texas
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.