Fréttablaðið - 23.11.2013, Síða 45

Fréttablaðið - 23.11.2013, Síða 45
Mér hefur lengi fundist vanta fallega hönnunarvöru á skaplegu verði í íslenskar gjafavöruversl- anir,“ segir Örn Svavarsson, kaupmaður í Minju á Skólavörðustíg. Örn er víðförull og hefur ferðast og búið víða um heim. „Við setjum gjarn- an samasemmerki á milli hönnunarvöru og himinhás verðs, en á ferðum mínum í Evrópu og Bandaríkjunum hef ég oft og iðulega rekist á fallega hönnunarvöru sem einnig hefur mikið notagildi og er á skaplegu verði.“ Minja er heillandi heimur íslenskrar og erlendrar hönnunar og á verði við allra hæfi. „Okkur hefur tekist að finna gott úrval af fallegum nytjahlutum héðan og þaðan úr heiminum og stundum hafa tilviljanir og kunningsskapur leitt okkur í sambönd við framleiðendur sem við höfum mikið dálæti á, eins og í tilfelli nútímalistasafns New York-borgar, MoMA, en tengdason- ur frænda besta vinar míns í New York stjórnar þar heildsölunni,“ segir Örn. Minja stendur á frábærum stað við Skólavörðustíg og sjón er sögu ríkari þegar inn er komið. „Fyrir hátíðarnar er andrúmsloftið jóla- legt á Skólavörðustíg og notalegt að koma inn úr kuldanum í Minju og finna jafn- vel jólagjafir handa öllum á einum stað,“ segir Örn, innan um úrval af skemmtilegri hönnun fyrir alla aldurshópa. „Til dæmis um vinsælar jólagjafir má nefna kirsuberjakjarnapúða sem hitaðir eru í örbylgju og settir á aumar axlir eða önnur eymsl og losa um vöðvabólgu. Þetta er gjöf sem sýnir umhyggju. Úrvalið er mikið af litlum smámunum sem gleðja og kæta, enda sér maður gesti Minju brosa þegar þeir koma í búðina,“ segir Örn. Hvert sem litið er má sjá eigulega muni sem eiga sameiginlegt að vera skemmti- legir og einstakir. „Areaware hefur marga hönnuði á sínum snærum, eins og Ross Menuez sem gerir dýrapúðana vinsælu og hannaði meðal annars kjól á söngkonuna Björk. Þá tókum við nýlega inn klukkur og aðra tæknilega hluti frá frönsku fyrirtæki sem sérhæfir sig í gamaldags stíl og hefur unnið til margra verðlauna fyrir gripi sem meðal annars Pompidou-safnið í París notar sem viðmið um hönnun frá ákveðn- um tímabilum,“ útskýrir Örn. Íslensk hönnun er líka áberandi í Minju með fallegum vörum frá Siggu Heimis, Hlín Reykdal, Heklu, Hári úr hala og fleirum á einstaklega góðu verði. GJAFIR SEM GLEÐJA MINJA KYNNIR Viltu gefa kirsuberjapúða sem sýnir umhyggju í jólagjöf eða snuddu með hækka og lækka-takka? Hönnun með notagildi fæst í Minju. MINJA Það er ævintýri að skoða fallega muni í gluggum Minju á Skóla- vörðustíg. MYND/GVA FRIÐUÐ OG FALLEG HÚS Sigríður Björk Jónsdóttir byggingalistfræðingur annast leiðsögu í göngu um miðbæ Hafnarfjarðar á sunnudaginn klukkan 15. Í göngunni, sem hefst við Hafnarborg, verða friðuð hús skoðuð. MINJA Skólavörðustíg 12. Skoðið vefverslun Minju á www.minja.is hollur kostur á 5 mín. Plokkfiskur Ármúla 18 Húsi Máls og menningar s. 511 3388 s. 511 3399
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.