Fréttablaðið - 23.11.2013, Side 48

Fréttablaðið - 23.11.2013, Side 48
FÓLK|HELGIN ■ Í HÚSDÝRAGARÐINUM Klaufir nautgripa verða snyrtar og sauðfé rúið í Hús- dýragarðinum á sunnudaginn. Guðmundur Hallgrímsson sér um þessi þörfu verk en með honum verður föruneyti Ullar- selskvenna frá Hvanneyri sem vinna munu band úr ullinni jafnóðum og Guðmundur rýr. Guðmundur fræðir gesti garðsins um leið og hann vinnur og svarar spurningum. Þá mun hann hafa meðferðis sérstakan klaufsnyrtingarbás svo verkið gangi örugglega fyrir sig. Rannsóknir hafa sýnt að kúm, sem eru klaufsnyrtar reglulega, líði almennt betur, nyt þeirra er meiri sem og frjósemi. Byrjað verður að snyrta klukkan 12 og verður klauf- snyrtingunni lokið klukkan 13. Rúningur hefst strax að lokinni klaufsnyrtingu og bú- ast má við að allar ær og eini hrútur garðsins verði komin með jólaklippinguna klukkan 16. JÓLAKLIPPING OG RÚNING Margrét Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans í Reykjavík, mun miðla af visku sinni í Viðeyjarstofu á sunnudaginn og kenna gestum hvernig skera eigi út laufabrauð. „Ég sker oft út laufabrauð fyrir jólin með fjölskyldunni og bý þá til deigið sjálf,“ segir Margrét en í Viðey verður til sölu tilbúið laufabrauð sem fólk getur skorið út. Margrét segir alla geta skorið út í laufabrauð með réttum leiðbeiningum en nokkur list felist í að gera það fallegt. „Við munum sýna fólki hvernig á að skera og festa niður munstrin, hvernig á að pikka og steikja þannig að kökurnar verði ekki of brúnar. „Svo verður líka að passa að slétta úr þeim þegar þær koma upp úr pottinum svo þær verði fallegar,“ segir Margrét en Friðgeir Ingi hjá Gallery Restaurant/Viðeyjarstofu mun standa vaktina við steikarpottinn og sjá til þess að gestir fari heim með gómsæt listaverk í öskjum. Margrét mælist til þess að gestir taki með sér laufabrauðsjárn og hnífa til útskurðar en einnig verða einhver áhöld á staðnum. Þátttakendur geta skráð sig til leiks með því að bóka far með ferjunni. Bókanir berist í síma 533-5055 eða með tölvupósti á videyjarstofa@ videyjarstofa.is. Ferjan siglir frá Skarfabakka klukkan 13.15, 14.15, 15.15 og síðasta ferja aftur til baka fer klukkan 16.30. GERIST HÚSFREYJA Í VIÐEYJARSTOFU LAUFABRAUÐ Gestir geta fengið tilsögn í laufabrauðsút- skurði í Viðey á sunnudaginn. SKÓLASTÝRA Margrét gerist hús- freyja í Viðeyjarstofu á sunnudaginn og leiðbeinir gestum við útskurðinn. 799kr.stk. Garnier augnhreinsir, 150 ml 799kr.stk. Garnier hreinsimjólk og tóner, 200 ml hreinsiklútar, 25 stk. í pk. 1499kr.stk. Garnier BB litað dagkrem, 50 ml í pk. 25 Garnier Nordic Essentials hentar vel fyrir venjulega eða blandaða húð. Húðin verður frískari. Garnier Youthful Radience • Nauðsynlegur raki og næring • Inniheldur Omega 3 og 6 • Vinnur á fínum línum og eykur frumuuppbyggingu húðarinnar Garnier BB Miracle • Nauðsynlegur raki andoxunarefni • C vítamín og steinefni • Jafnar húðlitinn, lýtalaus og einstaklega falleg áferð • SPF 15 Garnier Nordic Essentials hentar vel viðkvæmum augum 699kr.stk. Garnier dag- og næturkrem, 50 ml Hjá okkur fá gestirnir jólahlað- borðið beint á borðið til sín. Fólk getur því setið í rólegheitum en þarf ekki að standa í biðröð eftir matnum. Hjá okkur getur það notið kvöldsins og tekið inn jólin,“ segir Einar Gústafsson, matreiðslumeistari á veitingahúsinu Einari Ben. Einar Ben er rótgróinn staður í veit- ingahúsaflóru Reykjavíkur. Húsið var byggt árið 1907 og þar var athafna- maðurinn og skáldið, Einar Ben með lögmannsskrifstofu. Andi Einars svífur yfir vötnum í salarkynnum hússins og veggina prýða meðal annars myndir af Einari Ben. Á annarri hæð eru þrír veitingasalir, Rauða herbergið, Bláa herbergið og Brúna herbergið. Rauði barinn er svo á þriðju hæðinni en hann rúmar yfir hundrað gesti. Á þriðju hæðinni er einnig Einarsstofa, notalegt herbergi sem rúmar tíu manns. Þaðan er útsýni yfir Ingólfstorg og er Einarsstofa afar vinsæl fyrir smærri hópa sem vilja vera í næði. Andrúmsloftið á Einari Ben er heimil- islegt og þar er haldið í íslenskar hefðir. „Við stílum inn á íslenskt eldhús og notum íslenskt hráefni. Við eldum íslenskan mat og á à la carte seðl- inum okkar er að finna rétti eins og fiskisúpu, lambafillet og lambaskanka, steiktan lax, rauðsprettu og saltfisk. Á jólahlaðborðinu er að finna íslenskt hangikjöt, sinnepssíld, reyktan lax og grafinn og villibráðapaté. Aðalréttir eru hangikjöt, purusteik, lambasteik og kalkúnabringur, svo eitthvað sé nefnt. Jólahlaðborðið hefst í dag og verður fimmtudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Ef hópar vilja jólahlaðborð í miðri viku er sjálfsagt að verða við því. Verðið er 7.900 krónur á mann. Við erum einnig með tveggja rétta tilboð á mánudögum, þriðjudögum og miðviku- dögum, ótengt jólahlaðborðinu, á 3.500 krónur á manninn. Opið er öll kvöld frá klukkan átján og er eldhúsið opið til klukkan tíu. En ef fólk er seinna á ferðinni segjum við ekki nei, það þekkist ekki hjá okkur. Gjafabréfin okkar eru einnig góð gjöf við öll tækifæri en allir sem koma og borða hjá okkur fram til áramóta, fá tuttugu prósenta afslátt á kaupum á gjafabréfi.“ Einar Ben er við Ingólfstorg en allar nánari upplýsingar má fá í síma 511 5090 eða á www.einarben.is. og á facebook. JÓLAHLAÐBORÐIÐ Á BORÐIÐ TIL ÞÍN VEITINGAHÚSIÐ EINAR BEN KYNNIR Einar Ben er rótgróinn staður í veitingahúsaflóru borgarinnar þar sem haldið er í íslenskar hefðir. Andi Einars Ben svífur yfir vötnum og stemmingin er heimilisleg. RÓTGRÓINN STAÐUR Á veitingastaðnum Ein- ari Ben geta hópar setið í næði í Einarsstofu. ÍSLENSKT ELDHÚS Einar Gústafsson, mat- reiðslumeistari á Einari Ben, heldur í íslenskar hefðir. MYND/DANÍEL
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.