Fréttablaðið - 23.11.2013, Page 70

Fréttablaðið - 23.11.2013, Page 70
KYNNING − AUGLÝSINGJólabakstur LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 20136 Breska konungsfjölskyldan er fastheldin á hefðirn-ar þegar kemur að jólahaldi. Ár hvert hóar Elísa-bet drottning allri fjölskyldunni saman á Sand- ringham-sveitabýlinu þar sem gestirnir dvelja frá að- fangadegi og fram á annan í jólum. Gestirnir geta verið á þriðja tug og því er mikið um að vera hjá starfsfólki húss- ins við skipulagningu og matargerð. Gestirnir þurfa enda að fylgja afar ströngum reglum við komuna á aðfanga- dag. Hver gestur fær úthlutað sérstökum komutíma og þeir mæta í röð eftir aldri og heiðri. Þeir yngstu mæta þannig fyrst en þeir heldri síðast. Undanfarin ár hafa þeir bræður Vilhjálmur og Harry mætt nógu snemma til að spila fótbolta við starfsfólk Sandringham-hússins. Allir þurfa síðan að vera mættir í hús aftur klukk- an fjögur síðdegis þegar fjölskyldan safnast saman í hvítu viðhafnarstofunni til að drekka síðdegiste. Yngstu barnabörn drottningarinnar fá þá að klára að skreyta jólatréð með góðum leiðbeiningum frá ömmu sinni. Hús- stjórnandinn lætur hvern gest hafa dagskrá helgarinn- ar og að því loknu eru jólagjafir opnaðar. Gefa ekki dýrar gjafir Sá siður að opna gjafir á aðfangadagskvöldi, í stað jóla- dagsmorguns, er kominn frá Alberti prins, þýskum eig- inmanni Viktoríu drottningar. Gjöfunum er raðað á borð í rauða viðhafnarherberginu, aftur í sérstakri forgangsröð. Ekki er til siðs að gefa dýrar gjafir heldur er meira lagt upp úr glensi. Karl Bretaprins notar til að mynda enn í dag hvíta klósettsetu sem Anna prinsessa gaf honum fyrir nokkrum árum. Harry prins gaf eitt sinn Elísabetu ömmu sinni baðhettu sem á stóð „Ain‘t life a bitch?“ eða „er ekki lífið tík?“ Eftir að gjafirnar hafa verið opnaðar skiptir fjöl- skyldan um föt og borðar formlegan kvöldverð. Eftir matinn tekur við gömul yfir stéttarhefð þar sem kon- urnar fá kaffi og karlarnir líkjör. Til kirkju á jóladag Jóladagur konungsfjölskyldunnar hefst með hefðbundn- um enskum morgunverði. Að honum loknum hefst eina opinbera skylda fjölskyldunnar um jólin sem er messu- ferð í kirkju Maríu Magda lenu. Flestir ganga til kirkju en konungshjónin hafa hin síðari ár ferðast í bíl. Eftir kirkjuferðina er haldið til Sandringham á ný til að snæða kalkún. Matnum þarf að ljúka fyrir klukkan þrjú þannig að allir geti sest niður og hlustað á ávarp drottningarinnar í sjónvarpinu en ávarpið var tekið upp kvöldið áður. Drottningin hlust- ar aldrei á sjálfa sig með fjölskyldunni og fer því afsíð- is meðan á ávarpinu stendur. Nú tekur við laus tími sem fólk nýtir til að fara í göngutúra með hundana, spila eða horfa á sjónvarp. Fasanaveiði Á annan í jólum er hefð fyrir því að öll fjölskyldan ásamt fleiri gestum taki þátt í fasanaveiðum sem Filippus prins stýrir. Camilla, eiginkona Karls, fer yfirleitt fyrst frá Sandringham en hún fer þá í sitt eigið hús í Wiltshire til að hitta son sinn, Tom, dóttur sína, Lauru, og barna- börnin sín fimm. Restin af gestunum yfirgefur samkvæmið að lokinni veiðinni en drottningin dvelur yfirleitt í Sandringham þar til í byrjun febrúar. Hún hefur þann sið að láta jóla- skrautið hanga uppi þar til hún fer. - sg Konungleg jól Jólahald bresku konungsfjölskyldunnar er fast í skorðum ár hvert. Fjölskyldan kemur saman á aðfangadag og dvelur saman fram á annan í jólum. Elísabet Bretlandsdrottning safnar sínum nánustu í kringum sig á Sandringham-sveita- setrið um jólin. Sjálf dvelur hún þar fram í febrúar og jólaskrautið fær að hanga alveg þangað til hún fer. NORDICPHOTOS/GETTY 350 g ósaltað smjör 350 g púðursykur 450 g hveiti 6 egg salt á hnífsoddi ½ tsk. kanill ½ tsk. múskat ½ tsk. negull 300 g sykraðir blandaðir ávextir 450 g ljósar rúsínur 450 g kúrennur 125 g rúsínur 125 g möndluflögur 30 ml síróp 1 bolli koníak 1 krukka hreint apríkósumauk 450 g möndlumarsípan Gott er að láta rúsínur og kú- rennur liggja yfir nótt í koní- aki. Takið springform, 23 cm í þvermál, setjið þrjú lög af smjörpappír á botninn og í hliðar formsins og smyrjið með smjöri svo kakan brenni ekki. Blandið saman í skál kúrennum, rúsínum, ávöxtum, möndluflögum og kryddi. Þeytið í annarri skál smjör og púðursykur uns létt og ljóst og bætið svo einu og einu eggi í. Sigtið hveit- ið og blandið í eggjahræruna. Blandið henni svo saman við ávextina. Að lokum er afgangi af koníaki bætt saman við og sírópinu. Deigið er sett í form. Sumir geyma kökuna í ísskáp fram á næsta dag en einnig má baka hana strax. Úðið vatni yfir kökuna og hyljið svo með tveimur lögum af smjörpappír sem hefur verið smurður með smjöri og klippið á loftgat. Kakan er bökuð við 140 gráðu hita í 6 klukkustundir. Þegar kakan er bökuð þarf að pakka henni í tvöfalt lag af smjörpappír og pappírinn er festur vel með gúmmí- teygjum. Svo er álpappír pakkað utan um hana og hún sett í loftþétt kökubox. Þar fær kakan að standa óhreyfð í nokkra daga. Vikulega er kakan tekin fram, gerð- ar litlar holur í botn og topp með grillprjóni og tveimur, þremur matskeiðum af koníaki hellt yfir. Hálfum mánuði fyrir jól er kakan pensluð með hreinu apríkósu- marmelaði sem er hitað fyrst. Það er gert svo marsípanið festist betur við kök- una. Marsípanið má kaupa tilbúið í stórmörkuðum eða hjá bakara. Viku fyrir jól er kakan skreytt með flórsykursbráð. Flórsykursbráð 675 g flórsykur 4 eggjahvítur 1 msk. sítrónusafi 2 tsk. glýserín (ekki nauðsynlegt) Flórsykurinn sigtaður, eggjahvítur þeyttar vel. Bætið við einni msk. af flórsykri í einu ofurhægt og þeytið vel á milli. Sítrónusafa og glýseríni bætt út í og þeytt uns bland- an er orðin eins og marengs. Skálin er hulin með rökum klút og geymd í einn til tvo tíma. Flórsykursbráðin er fyrst borin á topp kökunnar en þegar hún hefur þornað er bráðin sett á hliðar hennar. Klassísk ensk jólakaka Anna Lóa hefur um árabil skrifað pistla um hamingjuna og segir að það sé nærandi fyrir sálina að láta gott af sér leiða. „Mér finnst sörur alveg rosa- lega góðar, en það er dálítið mál að búa þær til svo ég var eiginlega hætt við að baka sörur vegna þess að ég er ótrúlega óþolinmóð í eld- húsinu og „baka, bíða, dýfa, kæla“ er ekki alveg ég. En þegar ég skráði mig á jolapeysan.is (http://jolapeys- an.is) ákvað ég að gera þetta svona og leggja góðu málefni lið með því að skora eiginlega á sjálfa mig í leið- inni.“ Barnaheill vinna um þessar mundir að verkefni sem snýr að fá- tækt barna á Íslandi, en hér á landi búa tæplega níu þúsund börn við fá- tækt samkvæmt samantekt samtak- anna. Verkefnið snýst um að styðja við börn í þessari stöðu og gera þeim kleift að njóta réttinda og tækifæra til jafns við önnur börn. „Mér finnst afar mikilvægt að leggja mitt af mörkum til þessa málaflokks og ef sörurnar mínar geta veitt margfalda gleði, þá er þetta ekki spurning.“ Anna Lóa hvetur því alla til að heita á sig; „Það eru 50 sörur í boði og það þarf auðvitað ekki að taka það fram að þær eru fullar af ham- ingju fyrir utan að vera ótrúlega góðar. Stóra spurningin er bara hver verður svo heppinn að hreppa ham- ingjusörurnar mínar í ár?” Gefur sörurnar fyrir mestu áheitin Anna Lóa Ólafsdóttir, námsráðgjafi og stofnandi Hamingjuhornsins, er þátttakandi númer 4.140 á jolapeysan.is. Hún hefur ákveðið að sá eða sú sem heiti mestu á hana í áheitasöfnuninni hljóti sörurnar sem hún bakar fyrir þessi jól. Það eru 50 Sörur í boði og það þarf auðvitað ekki að taka það fram að þær eru fullar af hamingju fyrir utan að vera ótrúlega góðar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.