Fréttablaðið - 23.11.2013, Side 80

Fréttablaðið - 23.11.2013, Side 80
23. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 48 Bragi Halldórsson 71 Getur þú hjálpað Konráði og Róberti að leysa þessa sudoku gátu? „Jæja, Róbert minn,“ sagði Kata ákveðin. „Þú heldur því alltaf fram að þú sért svo góður í að leysa sudoku gátur, núna skalt þú leysa þessa.“ Róbert klóraði sér í hausnum og horfði skelfdur á gátuna. „Eh, ég hef kannski ekki verið að segja alveg satt, ég er ekkert voða góður í að leysa þær,“ sagði hann skömmustulegur. „Núna er ég búin að æfa mig og æfa og er orðin bara nokkuð lunkinn í að leysa sudoku svo ég vil leyfa ykkur að reyna við þessa,“ sagði Kata. Konráð horfði á gátuna. „Allt í lagi,“ sagði hann. „Ég mun að minnsta kosti reyna.“ En Róbert sagði ekkert. Stjáni blái var um árabil í dag- blöðum ein vinsælasta teikni- myndahetja heims. Hann átti vinkonu sem hét Stína stöng og bjó hann yfir ofurkröftum því hann borðaði svo mikið spínat. Stjáni blái á líka stóra pípu sem þjónar margvíslegum tilgangi, stundum er hún kíkir eða flauta og stundum sýgur hann spínatið í gegnum hana eins og rör. Höfundur Stjána bláa hét Elzie Segar og hófu mynda- sögurnar göngu sína árið 1930 í Bandaríkjunum. Árið 1958 tók Bud Sagendorf við keflinu og hélt áfram að glæða Stjána bláa lífi í dagblöðum. Hann var einu sinni spurður að því af hverju Stjáni blái æti allt þetta spínat. Hann sagði það hafa verið gert til að afsaka yfirnátt- úrulega krafta hans. En getur maður í alvörunni orðið sterk- ari af því að borða spínat eins og Stjáni blái? Jú, í sumar sönn- uðu vísindamenn í Svíþjóð, að efnið nítrat, sem finnst í miklum mæli í spínati, hjálpi til við að byggja upp vöðva. Það er því ekkert að því að bæta smá spínati á diskinn sinn– ef maður vill verða stór og sterkur eins og Stjáni blái. Fær ofurkrafta úr spínati Hvert er þitt hlutverk í Vasa- ljósi? Ég er með innslag sem heitir „Á kollinn hjá Kristínu Ísafold“. Ég tek viðtöl við þekkt fólk sem ég hitti á Laugaveg- inum. Hvernig undirbýrðu þig fyrir þáttinn? Ég æfi spurningarn- ar mjög vel þannig að ég þurfi ekki að lesa þær af blaði og sé ekki alltaf að hika. Svo hef ég æft mig á pabba. Hvern hlakkaðir þú mest til að tala við? Ég hlakkaði mest til að tala við Stúf og Pál Óskar. Ef þú mættir velja hvern sem er til að taka viðtal við, hver yrði fyrir valinu? Ég sjálf. Í hvaða skóla og í hvaða bekk ertu? Ég er í 3. bekk í Barna- skóla Hjallastefnunnar í Reykja- vík. Hvað er skemmtilegast og leiðinlegast að læra í skólan- um? Mér finnst skemmtilegast að læra stærðfræði. Mér finnst ekkert leiðinlegt því þetta er svo skemmtilegur skóli. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Sushi. Hvaða bók finnst þér skemmti- legust? Ég hef ekki lesið svo margar bækur, en ætli „Ljónið, nornin og skápurinn“ verði ekki fyrir valinu. Langar þig að verða sjónvarps- kona þegar þú verður stór? Ég skipti svo oft um skoðun og þarf að gera svo margt þegar ég verð stór. Mig langar til dæmis að verða leik- og söngkona, læknir, dýralæknir og hjúkka, ballerína, fimleikastjarna og sjónvarps- kona og fullt annað. Æfi r viðtölin á pabba Kristín Ísafold Traustadóttir, átta ára, er einn af sjö umsjónarmönnum sjónvarp- sþáttarins Vasaljóss sem hefur göngu sína á RÚV í dag. Hún var spenntust fyrir að tala við Stúf og Pál Óskar og uppáhaldsmaturinn hennar er sushi. ÞÁTTASTJÓRNANDI Kristín Ísafold myndi taka viðtal við sjálfa sig ef hún fengi að velja hvaða viðmælanda sem er. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hvað sagði draugurinn við hinn drauginn? Þú ert alveg ofboðslega gegnsær! Pabbi! kallar Anna. Já, elskan mín. Verða kálfarnir á mér að nautum þegar ég verð stór? Einu sinni var kona sem setti nærfötin sín í kínverskt þvotta- hús. Þegar hún fékk fötin til baka voru ennþá blettir í nærbuxun- um. Þá sendi hún miða með fötunum: Nota meiri sápu í fötin. Þá fékk hún miða til baka: Nota meiri pappír! Brandarar GULLFALLEG OG BRÁÐSKEMMTILEG SAGA! Geisladiskur með upplest ri á sögunni fylg ir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.