Fréttablaðið - 23.11.2013, Page 92

Fréttablaðið - 23.11.2013, Page 92
23. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 60 BÆKUR ★★★★★ Tímakistan Andri Snær Magnason MÁL OG MENNING Ný bók eftir Andra Snæ Magna- son er alltaf stórtíðindi og aðdá- endur hans hafa þurft að bíða alltof lengi eftir bók frá honum. Það er þó huggun harmi gegn að Tímakistan reynist fyllilega biðarinnar virði, bráðskemmti- legt ævintýri sem ólgar af hugmynda- auðgi og hrífur les- andann með sér inn í óþekktan heim sem er í senn heillandi og ógnvekjandi. R a m m i sög- unnar er í náinni framtíð þegar fólk hefur gef- ist upp á kreppu, rigningu, febrú- ar og mánudög- um og keypt sér svarta kassa sem eru þeirri náttúru gædd- ir að á meðan fólk er ofan í þeim stendur tíminn í stað. Á meðan fólk húkir í sínum kössum og bíður af sér leiðindin hrörnar heimurinn auðvitað og allt er komið í óefni þegar nokkur börn sleppa úr prís- undinni, hitta sögukonuna Svölu og takast á hendur undir hennar leið- sögn að koma heiminum á réttan kjöl. Meginhluti sögunnar er hins vegar ævintýri sem Svala segir börnunum af löngu liðnum heimi þar sem hofmóðugur konungur tók sér fyrir hendur að sigrast á tímanum og eignaðist fyrstu tíma- kistuna sem er fyrirmynd svörtu kassanna. Í kistunni geymdi hann dóttur sína, hina fögru Hrafn- tinnu, því hann getur ekki hugsað sér að tíminn vinni á fegurð henn- ar, eða að hún þurfi að upplifa leið- inlega daga. Það reynist auðvitað ekki góð hugmynd að kippa stúlk- unni út úr tímanum, ekkert frek- ar en það er góð hugmynd hjá fólkinu í sa mt í ma sögunnar að hanga í köss- unum svörtu og bíða eftir að einhver annar bjargi málunum. Andri Snær er óhemjuskemmti- legur sögumað- ur og ævintýrið iðar af eftirminni- legum myndum, nýstárlegum og gamalkunnum þemum, sterkum persónum og spennandi atburða- rás. Helsti gallinn er sá hvað sam- tíminn/framtíðin virðist dauf- leg og óspennandi í samanburði við ævintýraheim fortíðarinnar, en það er hluti af boðskap sög- unnar að það er einmitt undir okkur komið að gera samtímann skemmtilegan og heiminn byggi- legri. Að við þurfum að finna ævintýrið í lífinu og lifa í því í stað þess að gleyma okkur í von- leysi og fyrirhyggjuleysi. Þrátt fyrir hin skýru skila- boð um að aðgerða sé þörf ekki seinna en núna er óralangt frá því að nokkur predikunartónn fyrirfinnist í Tímakistunni, til þess er Andri Snær alltof góður rithöfundur. Hér ræður lögmál ævintýrisins lögum og lofum og lesendur á öllum aldri geta auð- veldlega gleymt stað og stund við lesturinn. Friðrika Benónýsdóttir NIÐURSTAÐA: Leiftrandi skemmti- legt ævintýri á tveimur tímaplönum með skýrum skilaboðum sem þó verða aldrei að predikun. Ekki gera ekki neitt „Við erum búin að æfa grimmt,“ segir Jóhanna V. Þórhallsdóttir sem ásamt þeim Björk Jónsdóttur og Signýju Sæmundsdóttur skipa sönghópinn 3Klassískar. Þær ætla að skemmta tónleikagestum í Iðnó síðdegis í dag ásamt 3Prúð- búnum, þeim Bjarna Jónatanssyni píanóleikara, Gunnari Hrafns- syni bassaleikara og Einari Vali Scheving trommuleikara. Megas verður samt sá prúðbúnasti að sögn Jóhönnu, sérlegur gestur kvöldsins og skrautfjöður. „Það er gaman að vera með Megasi að syngja lögin hans. Við höfum verið að safna að okkur útsetn- ingum á þeim fyrir þrjár raddir. Bjarni Jónatansson hefur útsett fyrir okkur og líka Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Svo syngjum við líka hvert í sínu lagi,“ lýsir Jóhanna. Hún lofar líka lögum eftir snillinginn Gunnar Þórðar- son, lögum sem allir þekkja eins og Þitt fyrsta bros, Reykjavíkur- tjörn og Ég elska alla. Þetta eru tónleikar án hlés Jóhann segir 3Klassískar hafa flutt hluta af þessu prógrammi á Kaffi Flóru og í bragganum á Hólmavík. En nú hafi verið bætt inn í og breytt. - gun Syngja Megasarlög með honum sjálfum Lög eft ir Megas og Gunna Þórðar verða fl utt í Iðnó í dag af sönghópnum 3Klassískar við undirleik 3Prúðbúinna. Megas tekur svo lagið líka. 3KLASSÍSKAR OG HEIÐURSGESTURINN Signý, Megas, Björk og Jóhanna. Í STUÐI Andri Snær er í feikna formi í Tímakistunni og hrífur lesandann með sér inn í ævintýraheim. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MENNING Gjafabréf Heimsferða er tilvalin gjöf fyrir alla þá sem langar að ferðast! Gjafabréf á góða ferð! Gefðu hlýju og upplifun um jólin Skógarhlíð 1 8 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is Athugið að einungis er hægt að nota eitt gjafabréf á mann í bókun og að gjafabréfið gildir einungis á nýjar bókanir. Kauptu fyrir 5.000 kr. en fáðu 7.000 kr. gjafabréf. Kauptu fyrir 10.000 kr. en fáðu 15.000 kr. gjafabréf. E N N E M M / S IA • N M 6 0 2 79 ÁLANDSEYJADAGSKRÁ Í NORRÆNA HÚSINU Félagarnir Matti Kallio og Egilll Ólafsson koma saman til að flytja lög úr eigin smiðju og finnsk og íslensk þjóðlög. Tónlistin fangar stemningu vetrarkyrrðar þegar náttúran sefur og mennirnir skrafa lágt í myrkrinu um mikilvægi vináttunnar og ljóssins. HAF, JÖRÐ OG HIMINN MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER Kl. 12:00-13:30 „The Aland Islands, a Demilitarized Zone in a New Era of Security Policy“ Fyrirlestur Camillu Gunell, landstjóra Álandseyja. Alyson JK Bailes, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, tekur einnig til máls. Irma Ertman, sendiherra Finnlands á Íslandi, kynnir og flytur aðfararorð. Í samstarfi við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands. Kl. 20:00 Opnun sýningar Mari Anniina Mathlin: „Innsetning, ljósverk og ferðabækur“, í anddyri Norræna hússins en þar má sjá afrakstur dvalar hennar á listamannasetrinu á Skagaströnd. Irma Ertman sendiherra Finnlands á Íslandi opnar sýninguna. Léttar veitingar og bragðprufur frá Álandseyjum verða í boði. Kl. 20:30 „Haf, jörð og himinn“ – valin ljóð frá Álandseyjum í þýðingu Þórs Stefánssonar í flutningi Sögu Sigurðardóttur og Sveins Gunnarssonar. Tónlist frá Finnlandi, Álandseyjum og öðrum Norðurlöndum leikin af Agli Ólafssyni og Matti Kallio. Sýningin „The Aland Islands Solution: a precedent for successful international disputes settlement“ í fyrirlestrarsal Norræna hússins 25. – 29.nóvember.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.