Fréttablaðið - 23.11.2013, Síða 94

Fréttablaðið - 23.11.2013, Síða 94
23. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 62 TÓNLIST ★★★★★ Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu Einleikari: Li Chuan-Yun Stjórnandi: Lan Shui FIMMTUDAGINN 21. NÓVEMBER Eitt vinsælasta sjónvarpsefnið þegar ég var lítill var þáttaröðin um Onedin skipafélagið. Þættirn- ir byrjuðu alltaf á fögrum kafla úr balletinum Spartakusi eftir armenska tónskáldið Aram Katsj- atúrían. Tónlist hans er ekki oft leikin hér á landi í seinni tíð. Því virtist það vera kærkomin tilbreyt- ing að fiðlukonsertinn hans skyldi vera fluttur á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar Íslands á fimmtudags- kvöldið. Einleikari var hinn kínverski Li Chuan-Yun. Í tónleikaskránni mátti lesa hina venjulegu lofræðu um einleikarann, að hann hafi unnið til verðlauna hér og þar, lært hjá hinum og þessum, o.s.frv. Ég veit ekki afhverju það skiptir svona miklu máli að fá upplýsingar um það hjá hverjum einleikarinn sótti tíma. Væntanlega til að selja fleiri miða. Kennarinn er samt enginn gæðastimpill. Aðalatriðið er auð- vitað hvort nemandinn hafi eitt- hvað að segja með list sinni NÚNA. Ekki varð ég var við það á tón- leikunum. Tónlist Katsjatúríans er þó í sjálfu sér ekkert leiðinleg. Hún skartar „austrænum“ laglín- um sem eru munúðarfullar og safa- ríkar. Tónmálið í heildina er frem- ur klassískt. Allt er býsna augljóst. Fátt sem er fyrst og fremst gefið í skyn og áheyrandanum látið eftir að fylla í eyðurnar. Túlkun einleikarans verður því að vera hófstillt. Hún má ekki vera þannig að skáldskapnum sé troðið ofan í tónleikagesti. Það er best að leyfa tónlistinni bara að njóta sín, láta hana flæða áreynslulaust. Þá leið fór fiðlusnillingurinn David Oistrakh, sem frumflutti konsert- inn á sínum tíma. Það er himinn og haf á milli hans og þess sem gat að heyra á tónleikunum á fimmtu- dagskvöldið. Chuan-Yun spilaði eins og hann þyldi ekki tónlistina. Líkt og hann væri að gera grín að henni. Jú, vissulega var tæknin afburðagóð, allt skýrt og feilnótulaust, flott- heitin á hverju strái. En laglín- urnar voru mótaðar af furðulegu smekkleysi. Chuan-Yun renndi sér of mikið á milli tónanna. Hann var greinilega að reyna að búa til eitt- hvað ógurlega framandi úr þeim. Eins og þess þyrfti! Þetta virkaði ekki. Þvert á móti varð tónlistin að óskapnaði sem manni varð ómótt af. Sem betur fer var annað á tón- leikunum mun skemmtilegra. Frón eftir Áskel Másson kom prýðilega út. Þetta er tíu ára gamalt verk sem hér hljómaði í nýrri útgáfu. Dulúðin ræður oft ríkjum í tóna- heimi Áskels og Frón var engin undantekning. Þar mátti heyra nokkur gömul íslensk stef sem voru skreytt með heillandi lit- brigðum. Útkoman var ákaflega falleg. Hún var full af einhverju sem ekki er hægt að koma orðum að. Tónsmíðarnar eftir hlé voru líka magnaðar. The Rhyme of Taigu eftir Zhou Long var einstaklega kröftug hugleiðing um trommu- leikinn í japanskri Sjintó trú. Þar voru slagverksleikararnir Steef van Oosterhout, Pétur Grétarsson, Frank Aarnink og Eggert Pálsson í stóru hlutverki og fóru beinlínis á kostum. Svíta úr ballettinum Harmleik Salóme eftir Florent Schmitt var jafnframt glæsileg. Stjórnandinn Lan Shui stýrði hljómsveitinni af festu en einnig miklu ímyndun- arafli. Tónlistin varð ljóslifandi, spennandi og eftir því grípandi. Það var áhrifarík upplifun. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Leiðinlegur einleikari en frábær hljómsveitarstjóri. Smekklaus fiðluleikur „Við erum að styrkja geðgjör- gæslusvið Landspítalans og ég lofa að þetta verða yndislegir tón- leikar. Bara eins og ferð til himna- ríkis,“ segir Sigríður Ingvarsdótt- ir, formaður Caritasar Ísland – sem heldur árlega tónleika á morgun, sunnudag. Umgjörðin er hátíðleg, sjálf kaþólska kirkjan á Landakots- túni og á efnisskrá verða meðal ann- ars verk eftir Bach, Elgar, Handel, Mozart, Atla Heimi Sveinsson, Sig- valda Kaldalóns og Þorkel Sigur- björnsson. Einsöngvarar á tónleikunum eru þau Kristján Jóhannsson og Elsa Waage sem bæði hafa fagrar raddir og yndislega framkomu og syngja sitt í hvoru lagi og saman að sögn Sigríðar. Ekki spillir Hamrahlíðar- kórinn stemningunni, hann kemur fram undir stjórn Þorgerðar Ing- ólfsdóttur. Svava Bernharðsdótt- ir víóluleikari og Antonia Hevesi, sem leikur á orgel, leggja líka sitt af mörkum að ógleymdri Guð- nýju Guðmundsdóttur sem hefur um árabil verið einn fremsti fiðlu- leikari þjóðarinnar og kemur fram með sveit af afburðanemendum. „Þetta unga fólk á örugglega eftir að vinna í alþjóðlegum keppnum og gegna mikilvægum stöðum, bæði hér heima og erlendis í framtíðinni,“ spáir Sigríður sem tekur fram að allir listamennirnir gefi vinnu sína til aðstoðar þeim veikustu á geð- deild Landspítalans. Sigríður segir margt fólk mæta reglulega á Caritasar tónleika, bæði til að njóta fagurra lista og leggja góðu málefni lið. „Fyrir marga marka tónleikarnir upphafið að aðventunni,“ segir hún. Hátíðleik- inn verður í fyrirrúmi þar sem flutt verður tónlist allt frá endurreisnar- tímanum til dagsins í dag. gun@frettabladid.is Yndislegir eins og ferð til himnaríkis Kristján Jóhannsson, Elsa Waage og úrvals hljóðfæraleikarar fl ytja skærar perlur tónbókmenntanna í Kristskirkju á morgun á styrktartónleikum Caritasar. Rúnar Kristinn Rúnarsson flytur söngleikjatónlist á tónleikum í Kaldalóni í Hörpu á morgun klukkan 16. Tónleikarnir eru aðrir í tónleikaröðinni „Eflum ungar raddir“ sem eru einu sinni í mánuði. Rúnar Kristinn er við nám í söngleikjadeild í hinum virta listaskóla Guildford School of Acting í Bretlandi og einn af fáum Íslendingum sem nú eru að sérhæfa sig í söngleikjatónlist. Hann mun á tónleikunum flytja ýmsa þekkta smelli úr söng- leikjum. Rúnar er frá Vestmannaeyjum og nam þar klass- ískan söng við Tónlistarskólann. Hann hefur einnig notið leiðsagnar Kristjönu Stefánsdóttur söngkonu þar til hann fór utan í inntökupróf við Guildford, þar sem hann er nú á öðru ári. Eflum ungar raddir í Hörpunni: Söngleikjatónlist í Kaldalóni EINLEIKARINN Li Chuan-Yun. FORMAÐUR CARITAS-SAMTAKANNA „Ég hvet sem flesta til að koma inn í þennan töfraheim,“ segir Sigríður Ingvarsdóttir um tónleikana á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN www.tjarnarbio.isMiðasalan er opin frá kl. 15:00-18:00 þri-fösmidasala@tjarnarbio.is / 527-2100 / midi.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.