Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.11.2013, Qupperneq 110

Fréttablaðið - 23.11.2013, Qupperneq 110
23. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 78 ÍSLAND HEIÐURSGESTUR Ísland er heiðursgestur á menn- ingarhátíðinni Festival les Boréales í Caen. Þar verður meðal annars haldin sólarhrings krimmahátíð, með við- tölum við krimmahöfunda, áritunum og sýningum bíómynda. Óttar M. Norðfjörð, sem gaf nýverið út bókina Blóð hraustra manna, verður þarna ásamt Yrsu Sigurðardóttur og Viktori Arnari Ingólfssyni. Sænski glæpasagnahöf- undurinn Henning Mankell verður þarna líka en þau munu öll árita saman í bókabúð. HEIMSKLASSAÁST Ástin blómstrar hjá knattspyrnu- manninum Rúrik Gíslasyni og lög- fræðinemanum Birgittu Líf Björns- dóttur. Rúrik er mjög knár á vellinum og hefur gert það gott með F.C. Copenhagen í Danmörku og íslenska landsliðinu. Birgitta Líf er dóttir Björns Leifssonar og Hafdísar Jónsdóttur, sem oftast eru kennd við líkams- ræktarstöðina World Class, og hefur meðal annars kennt dans í World Class og verið flugfreyja hjá Icelandair. 1 matsk. safieða 1 hylki. F æ s t í a p ó t e k u m , h e i l s u b ú ð u m , F j a r ð a r k a u p o g K r ó n u n n i . Jafnvægi og vellíðan lifestream™ nature’s richest superfoods Möngu- sagan öll Sagan um Möngu með svartan vanga, Ásdísi skáldkonu frá Rugludal, systurnar í Baslhaga og aðrar hvunndagshetjur fyrri alda eftir Ómar Ragnarsson. Aukin og endur-bætt „Þetta er fimmtíu ára sýningar- afmæli hinnar frægu þáttaseríu Dr. Who,“ segir Gunnella Þor- geirsdóttir þjóðfræðingur, einn af mörgum aðdáendum þáttanna á Íslandi, en Bíó Paradís held- ur sýningarafmælið hátíðlegt í kvöld klukkan 22.30. Sýningin er jafnframt fyrsta þrívíddarsýn- ing kvikmyndahússins. Milljónir aðdáenda Doctor Who munu njóta 50 ára afmælisþáttar Doctor Who víða um heiminn meðal annars í Þýskalandi, Noregi, Rússlandi, Ástralíu, Kazakhstan, Bandaríkj- unum, Kanada, Svíþjóð, á Spáni, Bretlandi og Írlandi, en þátturinn er sýndur sama kvöld á yfir 1.000 stöðum í heiminum. Uppselt var á sýninguna á Íslandi á einungis tveimur tímum. „Við köllum okkur Whovians og er um afar fjölmennan hóp að ræða. Meðal frægra Whovians eru Bob Dylan og Douglas Adams,“ segir Gunnella jafn- framt. „Þáttaröðin hefur lifað síðan 1963 og í rauninni merkilegt hvað hún hefur ílengst. Hún hefur þó tekið einhverjar pásur en var end- urglædd 2006 og flestir af nýja skólanum eru að aðhyllast nýju seríurnar frekar en gömlu. Ég hef heyrt að stór hluti af æskuminn- ingum Breta sé að fela sig bak- við sófann þegar þættirnir voru í gangi,“ segir hún. Þættirnir hafa notið stöðugt vaxandi fylgis síðan 2006. „Áhangendum sem kalla sig Whovians hefur farið fjölgandi um allan heim og þeir eru á öllum aldri, þar að auki á Íslandi – sem er sérstakt að því leytinu til að þættirnar hafa aldrei verið sýndir hér á landi – fólk hefur séð þetta í útlöndum eða á netinu og fund- ið samkennd með doktornum,“ útskýrir Gunnella. „Planið er að sanka saman Whovians á Íslandi, fá sem flesta í búningum, og horfa á þáttinn saman,“ útskýrir Gunnella. „Það er búið að sýna glefsur úr þætt- inum nú þegar en það hvílir mikil leynd yfir efni hans og hvernig það kemur til að fleiri en einn verði á sama stað á sömu stundu. Doktorinn er þeirri gáfu gæddur að hann endurholdgast reglulega – og nýr leikari fenginn til þess að leika doktorinn. Í nýjasta þætt- inum verða allavega þrír doktorar sem birtast,“ útskýrir hún. Sökum eftirspurnar verða aukasýningar á þættinum dag- lega fram til mánaðamóta. Einn- ig hefur sérstakt kassmerki verið búið til fyrir sýninguna sem er #SaveTheDay. olof@frettabladid.is Whovians keyptu upp miða á tveimur tímum Fimmtíu ára sýningarafmæli Dr. Who er í Bíó Paradís í kvöld. Aðdáendur eru hvattir til að mæta í búningum á fyrstu þrívíddarsýningu kvikmyndahússins. MIKIL LEYND YFIR ÞÆTTINUM Gunnella Þorgeirsdóttir þjóðfræðingur er mikill aðdáandi Dr. Who-þáttanna og hyggst mæta í búningi í Bíó Paradís í kvöld. Hún segir mikla leynd hvíla yfir efni þáttarins. AÐSEND MYND/ELENA ÞORBJÖRG BJARNADÓTTIR „Hún segir kannski að hún laðist ekki að mér en hún hringir á hverri nóttu, dauða- drukkin klukkan þrjú.“ GRÍNAST STÓRLEIK- ARINN GEORGE CLOONEY UM VINSKAP SINN OG LEIKKONUNNAR SÖNDRU BULLOCK. LOGI Í FYRSTA ÞÆTTI FRIÐRIKS Nú styttist í að nýr þáttur Friðriks Dórs fari í loftið. Fyrstu tveir þætt- irnir voru teknir upp síðastliðið fimmtudagskvöld á skemmtistaðnum Rúbín í Öskjuhlíð. Þar sem Friðrik er að stíga sín fyrstu skref í sjónvarpi þótti honum við hæfi að fá Loga Bergmann sem einn af sínum fyrstu gestum. Logi ætti að geta ausið úr visku- brunni sínum til hins unga Friðriks enda fagnaði hann því sjálfur í gær að hafa stýrt 100 þáttum af Loga í beinni. „Ég ætla að vinda ofan af goðsögninni Kjarval,“ segir Ólafur Gíslason list- fræðingur, en hann og Klara Steph- ensen hjá Arion banka ræða við gesti um verk Kjarvals í tengslum við sýn- inguna Mynd af heild II: Kjarval bank- anna í dag kl. 15 á Kjarvalsstöðum. „Ég ætla að bregða nýju ljósi á Kjar- val. Ég tel það til að mynda vera mis- skilning að Kjarval hafi verið boðberi þjóðlegra gilda,“ útskýrir Ólafur og segir Kjarval hafa verið fullkomlega í tengslum við nútímalega strauma í myndlist í hans samtíma sem allir voru gegn þjóðlegum gildum. „Eftir marxisma hugsaði enginn um þjóð- leg gildi sem einhver gildi í myndlist. Þessu er búið að klína upp á Kjarval og eyðileggja þannig fyrir hans verki. Það hefur hreinlega valdið misskiln- ingi um framlag hans til íslenskr- ar myndlistar og menningar,“ bætir Ólafur við. Á sýningunni gefst í fyrsta sinn tækifæri til að sjá öll verk Kjarvals í eigu íslensku bankanna á einum stað. Ásamt Ólafi kemur Klara Steph- ensen til með að svara spurning- um gesta. „Ég verð þarna að tala um verkin, ef fólk hefur spurning- ar í sambandi við safneignina eða um bankana,“ segir Klara. „Þetta er heljarinnar safn. Arion banki á til að mynda 17 verk eftir Kjarval sem eru á sýningunni,“ segir Klara jafnframt. - ósk Vinda ofan af goðsögninni Kjarval Ólafur Gíslason listfræðingur segir búið að klína upp á Kjarval þjóðlegum gildum. Á MISSKILNINGI BYGGT Ólafur segir framlag Kjarvals til íslenskrar myndlistar og menningar misskilið. MYND/ÚR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.