Fréttablaðið - 28.11.2013, Page 2

Fréttablaðið - 28.11.2013, Page 2
28. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Gauti, skilar netið flestum aðdáendum? „Já, út með netið, þeir fiska sem róa.“ Rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, þakkar internetinu velgengni sína en lög hans hafa notið mikilla vinsælda á Youtube. REYKJAVÍK Fylgi Samfylkingar- innar í Reykjavík eykst um sex prósentustig og er 21 prósent samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Töluverðar breytingar hafa orðið á fylgi í Reykjavík frá síðustu könnun. Fylgi Bjartrar framtíðar mælist 34 prósent sem er þremur prósentustigum minna en fylgi Besta flokksins var í kosningunum árið 2010. Sjálfstæðisflokkurinn er með 29 prósent fylgi sem er lækkun um tvö prósentustig. Vinstri grænir eru með 9 prósenta fylgi og Framsóknarflokkurinn mælist með rúm 3 prósent. Rúmlega fjögur prósent svarenda myndu kjósa aðra flokka. - skó Björt framtíð fær mest fylgi: Heldur fylgi Besta flokksins ÍTALÍA Ítalska þingið rak í gær Sil- vio Berlusconi, fyrrverandi for- sætisráðherra landsins, af þingi og svipti hann þar með þinghelgi. Það þýðir að hann þarf að afplána dóm vegna skattsvika og kyn- ferðislegs samneytis við ólögráða stúlkur. Hann sagði daginn vera sorg- legan fyrir lýðræði en flokkur hans yrði áfram hluti af stjórn- málum á Ítalíu. Fyrir nokkrum vikum óhlýðnuðust þingmenn og ráðherra flokksins skipunum frá honum um að láta af stuðningi við samsteypustjórn landsins. Þá var ljóst að áhrif hans á stjórnmál í Ítalíu væru orðin lítil. - skó Berlusconi rekinn af þingi: Sorgardagur, segir Berlusconi ATVINNA Atvinnuleysi í október var fimm prósent samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Að jafnaði voru 183.000 manns á vinnumarkaði og þar af 177.000 starfandi og 9.300 án atvinnu. Samanborið við október á síðasta ári hefur atvinnuleysi aukist um 0,6 prósentustig. Atvinnuþátttaka hefur aukist á milli ára um 2,6 prósentustig og er nú 81,5 prósent. Hlutfall starf- andi jókst um 2,1 prósentustig á milli ára og var 77,5 prósent. - skó Atvinnuleysi eykst milli ára: Fimm prósent í októbermánuði SPURNING DAGSINS NÁTTÚRA Þess verður freistað að hrekja síldartorfuna út úr Kol- grafafirði með djúpsprengjum. Sprengjusveit Landhelgisgæsl- unnar mun annast aðgerðina, en aðferðin er þekkt frá síldveiðum fyrri tíma. Almannavarnadeild ríkislög- reglustjóra tók í gær yfir sam- hæfingu aðgerða vegna síldar- innar í Kolgrafafirði. Eftir fund ráðuneyta og lykilstofnana í sam- hæfingarstöð almannavarna var ákveðið að ráðast í fælingarað- gerðir með djúpsprengjum í firð- inum. Aðgerðirnar voru jafnframt kynntar á fundi með heimamönn- um í Kolgrafafirði síðdegis í gær. Nokkrar vonir eru bundnar við að aðgerðin geti gert gæfumuninn, en smölun á síld með djúpsprengj- um var notuð með góðum árangri við síldveiðar fyrr á árum þó þessi aðferð sé víðast hvar bönnuð í dag. Hafa ber þó hugfast að aðgerð sem þessi, að reka tugi þúsunda tonna af síld út úr firði, hefur aldrei verið reynd áður. Bjarni Sigurbjörnsson, bóndi á Eiði í Kolgrafafirði, segir það hafa komið flatt upp á heimilis- fólk þegar fjöldi manns frá Land- helgisgæslu og lögreglu renndi í hlað í gær. Hugmyndin um smöl- un síldarinnar með sprengingum hafi ekki verið nefnd fyrr. „Við vorum fullvissuð um að við yrðum lítið vör við aðgerð- ina, en ég hafði áhyggjur af því að þeir rækju síldina hérna upp í vatnið við bæinn eða upp í fjöru. Þeir munu koma fyrir sprengju til að koma í veg fyrir það,“ segir Bjarni. Hann segist vongóður um árangur en óttast mjög að það verði skammgóður vermir; síldin muni koma strax aftur inn í fjörð- inn enda virðist hún hafa fundið kjöraðstæður til vetrardvalar í firðinum. „Ég er enn þeirrar skoðunar að það verði að loka firðinum, og það sé það eina sem virkar til lengd- ar. En þetta er vel tilraunarinnar virði,“ segir Bjarni. Fylgst verður grannt með árangri aðgerðanna, magni síldar og súrefnisstöðu fjarðarins í því skyni að geta gripið til aðgerða á ný með skömmum fyrirvara þegar og ef þurfa þykir. Hafrannsókna- stofnun verður við mælingar; bæði á magni síldar og hvort spreng- ingarnar beri tilætlaðan árang- ur. Ekki hefur verð hætt við fyrri áætlun um að reyna að reka síld- ina burt með hljóðum frá háhyrn- ingum, heldur bíður hún sem hluti af vopnabúrinu í Kolgrafafirði ef þörf krefur. svavar@frettabladid.is Síldartorfan sprengd út úr Kolgrafafirði Gömul aðferð við síldarsmölun með sprengiefni verður reynd í Kolgrafafirði. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar annast aðgerðina. Bjarni Sigurbjörns- son, bóndi á Eiði, telur ennþá einu lausnina til lengdar að loka firðinum. SPRENGJUSVEIT VIÐ STÖRF Sérfræðingar Landhelgisgæslunnar munu annast sprengjulögnina í Kolgrafafirði og nýta báta af varðskipinu Þór við þá vinnu. MYND/LANDHELGISGÆSLAN Varðskipið Þór lagði af stað áleiðis til Kolgrafafjarðar í gær vegna aðgerð- anna og munu bátar á vegum Landhelgisgæslunnar koma smásprengj- unum fyrir í firðinum á morgun. Vegna aðgerðanna verður Kolgrafafjörður lokaður á morgun fyrir bátaumferð og veiði og vegurinn innan fjarðar verður sömuleiðis lokaður almennri umferð. Eftir sem áður verður opið fyrir umferð um brúna sjálfa, en ekki verður heimilt að stöðva ökutæki á brúnni. Varðskipið Þór stjórnstöð í Kolgrafafirði HEILBRIGÐISMÁL Forstjóri Land- spítalans segir að ekki muni ganga að innheimta legugjöld miðað við þær áætlanir sem koma fram í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014, þar sem flestir sjúklingar spítal- ans falla utan gjaldtökunnar. Þá hafi vanskil einstaklinga vegna þjónustugjalda spítalans aukist. Óinnheimtar viðskiptakröfur Landspítalans vegna einstaklinga hafa hækkað umtalsvert síðastlið- in ár. Í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Árna Þórs Sig- urðssonar um innheimtu gjalda fyrir þjónustu heilbrigðisstofn- ana, kemur fram að óinnheimtar viðskiptakröfur Landspítalans á einstaklinga fyrir árið 2011 voru samtals 47,2 milljónir króna, en í júní 2013 voru þær 102 milljónir króna. Heilbrigðisráðherra hefur gefið það út að aldraðir, öryrkj- ar og börn muni ekki greiða fullt legugjald. Páll Matthíasson, for- stjóri Landspítalans, segir að ef miðað sé við að legugjöldin verði tólf hundruð krónur fyrir hverja nótt gangi dæmið ekki upp, þar sem aldraðir eru um helmingur sjúklinga spítalans og hátt hlut- fall eru öryrkjar og börn. „Þá eru fáir eftir sem geta greitt gjöldin,“ bendir Páll á. - eb Vanskil vegna þjónustugjalda aukast og flestir sjúklingar falla utan gjaldtöku: Legugjöldin ganga ekki upp LEGUGJÖLD Aðeins lítill hluti sjúklinga sem leggjast þurfa inn á Landspítalann mun greiða fullt legugjald, segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans. SLYSSTAÐUR SKOÐAÐUR Starfsmaður skoðar sig um eftir að slys varð á Itaquerao- leikvanginum í Sao Paulo. MYND/EPA BRASILÍA Tveir menn létust þegar byggingarkrani féll á þak Itaquerao- leikvangsins í Brasilíu í gær. Verið er að byggja leikvanginn fyrir heimsmeistarakeppnina í fót- bolta sem haldin verður í Brasilíu í sumar og verður upphafsleikur keppninnar spilaður á vellinum. Þetta er þriðja banaslysið sem verður við uppbyggingu leikvanga fyrir HM. - skó Banaslys við byggingu fótboltaleikvangs fyrir HM í Brasilíu: Byggingarkrani féll á leikvang ALÞINGI Þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur lagt fram frum- varp þess efnis að mannanafna- nefnd verði lögð niður og að heim- ilt verði að taka upp ættarnöfn. Í greinargerð frumvarps- ins segir að nöfn varði fyrst og fremst einkahagi fólks og per- sónurétt þess, en síður hagsmuni alls almennings. Þá hafi núgild- andi lög um mannanöfn sætt gagnrýni, sér í lagi úrskurðir mannanafnanefndar. Ekki er langt síðan borgarstjóri Reykjavíkinga, Jón Gnarr, kvart- aði undan mannanafnanefnd á fésbókarsíðu sinni. Þar útskýrði hann að sam- kvæmt opinberri skráningu væri nafn hans Jón Gunnar Kristins- son, því hann mætti ekki taka upp ættarnafnið Gnarr. Hann benti jafnframt á að mannanafnanefnd hefði á tíunda áratugnum neyðst til að breyta reglum um nöfn inn- flytjenda, þar sem þær reyndust vera mannréttindabrot. - eb Þingflokkur Bjartrar framtíðar leggur til breytingar á lögum um mannanöfn: Mannanafnanefnd verði aflögð MANNANÖFN Jón Gnarr og Óttarr Proppé leggjast gegn tilvist manna- nafnanefndar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL milljónir króna voru óinn- heimtar viðskiptakröfur Landspítalans á einstaklinga í júní 2013. 102

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.