Fréttablaðið - 28.11.2013, Side 28

Fréttablaðið - 28.11.2013, Side 28
28. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 28 Samkvæmt Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnuninni er ofbeldi alvarlegt heilbrigðisvandamál. Allar þjóðir heims eru hvattar til að styrkja og auka forvarnir gegn ofbeldi og koma því mark- visst inn í mennta-, félagsmála-, laga- og heilbrigðiskerfið og mikilvægt er að hefja forvarnir snemma. Einstaklingur sem beittur er ofbeldi getur orðið fyrir sál- rænu áfalli og upplifað lang- varandi streitu, afleiðingar þess geta verið mjög alvarlegar eins og áfallastreituröskun, ýmis geð- ræn vandamál s.s. þunglyndi, kvíði, persónuleikaröskun o.fl.; hegðunar- eða félagsleg vanda- mál s.s. lágt sjálfsmat, erfið- leikar með tengslamyndun, náin sambönd og kynlíf, sjálfsvígs- hugsanir og áfengis- og vímu- efnavandamál. Flókin sálvef- ræn einkenni geta einnig komið fram s.s. verkir, vefjagigt, svefn- vandamál, síþreyta og fleira. Langvarandi streita bælir ónæmiskerfið og hefur þar af leiðandi áhrif á þróun ýmissa sjúkdóma og heilsufarsvanda- mála, þess vegna getur ofbeldi haft áhrif á þróun sjúkdóma og heilsufarsvandamála. Ofbeldi hefur því ekki aðeins áhrif á ein- staklinginn sem fyrir því verð- ur, einnig fjölskyldu og vini og litar allt samfélagið. Afleiðing- arnar geta einnig verið gífurlega kostnaðarsamar fyrir þjóðfélag- ið vegna örorku, lyfja, rannsókna, aðgerða, afbrota og ýmissa með- ferða. Efla þarf fræðslu Því er mikilvægt að reyna að koma í veg fyrir ofbeldi og byrja v ið upphaf hvers lífs, í móðurkviði, í mæðravernd. Auka fræðslu til heilbrigð- isstarfsfólks sem starfar með foreldrum sem eiga von á barni og þeirra sem koma til með að sjá um eftirlit í fram- haldinu. Efla fræðslu t i l kennara, skóla- starfsfólks og skólahjúkrunar- fræðinga. Stórum hluta dagsins eyða börnin okkar í skólanum, þar gefst kennurum og skóla- starfsfólki kjörið tækifæri til að aðstoða þau börn sem búa við eða hafa orðið fyrir ofbeldi. Á endalaust að auka ábyrgð kennara? Er þetta ekki ábyrgð foreldra? Vissulega er þetta ábyrgð foreldra en þær aðstæð- ur geta skapast hjá börnum að ofbeldið á sér stað á heimilinu, barnið finnur ekki öruggt skjól og fær ekki stuðning, barnið getur ekki stundað félagsstörf, er lagt í einelti, á enga vini. Hvert á barnið að leita? Kennarinn eða heilbrigð- isstarfsmaðurinn gæti verið eina manneskjan í lífi barnsins sem það treystir og getur leitað til. Fagfólk sem velur að vinna með börnum og fjölskyldum þeirra, ber samfélagslega og siðferði- lega ábyrgð á að vera til staðar fyrir barnið og fjölskylduna. Það á að vera hluti menntunar kenn- ara, heilbrigðis- og félagsmála- starfsfólks, presta, lögreglu o.fl. að þekkja einkenni, áhættu og afleiðingar alls kyns ofbeldis, vita hvernig skal bregðast við og hvert skal leita. Við fullorðna fólkið berum ábyrgð á börnum okkar, í lífi allra geta þó skapast aðstæð- ur þar sem einstaklingur miss- ir tökin, er ekki til staðar fyrir barnið sitt eða sína nánustu, þá er það ábyrgð samfélagsins að bregðast við. Gætum að því hvernig við tölum, ef við gefum í skyn að við séum komin með nóg af öllu tali um ofbeldi og getum ekki hugs- að okkur að hlusta á þá umræðu, er mjög ólíklegt að börn okkar eða vinir í vanda leiti til okkar, því þau leggja ekki meira á okkur. Hugsum áður en við tölum og munum að aðgát skal höfð í nær- veru sálar. JÁ, þér kemur það við Greinarhöfundur verður með fyr- irlestur í Háskólanum á Akureyri í dag (fimmtudaginn 28. nóvem- ber) kl. 12.10, um afleiðingar kyn- ferðislegs ofbeldis í æsku fyrir heilsufar og líðan: er munur á stelpum og strákum? í tilefni af 16 daga átakinu gegn kynbundnu ofbeldi. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis. Kemur þér það við? – Að segja frá … og vera trúað … gefur von M e ð h l i ð sj ó n a f umræðunni um breytt- an lífsstíl, sérstaklega breytt mataræði, er vert að halda á lofti hvað áunnist hefur í barátt- unni gegn kransæða- sjúkdómum á Íslandi síð- astliðinn aldarfjórðung, að mestu leyti vegna jákvæðari l ífsstí ls. Kransæðasjúkdómur var algengasta dánarorsök miðaldra fólks á Íslandi seinni hluta síðustu aldar og vissulega eru hjarta- og æðasjúkdómar enn ein aðaldánarorsök Íslendinga, en í mun minni mæli en áður og koma nú að jafnaði fram síðar á ævinni. Um þetta höfum við upplýsing- ar frá dánarmeinaskrá Hagstofu Íslands og kransæðaskráningu fyrir allt Ísland sem Hjarta- vernd hefur annast síðan árið 1980. Þessar skýrslur sýna að dauðsföllum af völdum kransæða- sjúkdóms hefur fækkað um 80% meðal 75 ára og yngri á tíma- bilinu 1981-2006. Þannig deyja 300 færri Íslendingar árlega í þessum aldurshópi af þessum sökum en fyrir aldarfjórðungi. Kransæðaskráning Hjartavernd- ar sýnir að um það bil 500 færri einstaklingar fá kransæðastíflu árlega en fyrir aldarfjórðungi ef tíðnin hefði haldist óbreytt. Þetta vekur upp spurninguna; Hve stór- an hluta af þessum lækkunum má rekja til þróunar á eftirtöldum sviðum síðastliðinn aldarfjórð- ung? ● Áhættuþátta kransæðasjúk- dóms meðal þjóðarinnar ● Betri lyfjameðferðar ● Meðferðar kransæðastíflu á sjúkrahúsunum. Vísindafólk Hjartaverndar hefur reynt að svara þessari spurningu út frá víðtækum upplýsingum, sem safnað hefur verið með áratuga mælingum á áhættuþáttum krans- æðasjúkdóma í Hóprann- sókn Hjartaverndar, en einnig upplýsingum frá hjartadeildum spítal- anna- og erlendum lyfja- rannsóknum. Um þetta má lesa nánar í netút- gáfu Plos One nóvember 2010. Í samantekt sýnir þetta uppgjör að þrír fjórðu hlutar þessarar lækk- unar á tíðni kransæðasjúkdóms og dauðsfalla af hans völdum megi rekja til breytinga á áhættu- þáttum kransæðasjúkdóms sem orðið hafa meðal Íslendinga á þessu tímabili. Þannig minnkuðu reykingar um helming, sem skýr- ir um það bil fimmtung fækkunar kransæðatilfella, blóðþrýstingur lækkaði um 5 mmHg sem einnig skýrir um fimmtung lækkunar- innar, líkamshreyfing í frístund- um jókst verulega, sem einnig hafði jákvæð áhrif (5%), en vax- andi líkamsþyngd og samfara henni tvöföldun á tíðni tegundar II af sykursýki hafði hins vegar neikvæð áhrif sem nam 10%. Lækkun á kólesteróli Það sem hafði hins vegar mestu áhrifin var lækkun á heildargildi kólesteróls í blóði Íslendinga á þessu tímabili, sem nam tæpu 1 mmol/L eða um það bil 15% hjá báðum kynjum. Þessi lækkun á þéttni kólesteróls skýrði rúmlega 30% af heildarfækkun krans- æðastíflutilfella og dauðsfalla af hennar völdum á þessu tímabili eða meira en þau 25% sem skýrð- ust af inngripi lyfja og meðferðar á sjúkrahúsunum. Þessa lækkun á kólesteróli meðal Íslendinga, í öllum aldurs- hópum fullorðinna samkvæmt rannsóknum Hjartaverndar, má skýra með minni neyslu á smjöri og hörðu smjörlíki, feitu kjöti, heilmjólk og feitum mjólkuraf- urðum en aukinni notkun jurta- olíu við matargerð. Þetta hefur leitt til minni fituneyslu í heild sinni, en það sem skiptir þó meira máli, minni neyslu á mettaðri (dýra)fitu, frá því að vera meira en 20% af heildarorkunni í minna en 15% auk þess sem neysla trans- fitu minnkaði á þessu tímabili úr 2,0% í 1,4%. Þessi æskilegi árangur hefur náðst meðal annars vegna ráð- legginga heilbrigðisyfirvalda og breyttrar áherslu matvælaiðnaðar- ins til að mæta kröfum neytenda. Mér þykir vert að minna á þetta í umræðunni um breytingar á lífsstíl þessa dagana. Allir eru vissulega sammála um óæskileg áhrif viðbætts sykurs í matvæli og gosdrykkja í baráttunni gegn vaxandi offitu og sykursýki, sem áður var minnst á. En áður en ávextir og grænmeti eru skorin við trog og í staðinn ráðlagt feitt kjöt og beikon sem lífsstíll er vert að hafa í huga hvað reynslan hefur kennt okkur hér á Íslandi síðastliðinn aldarfjórðung. Hverju hefur jákvæður lífsstíll Íslendinga áorkað? Innan fáeinna vikna mun ríkisstjórnin ákveða að afhenda fámennum en valdamiklum hópi þjóð- areign sem talin hefur verið að verðmæti allt að 45 milljarðar króna. Fyrir þetta munu hinir fáeinu handvöldu ein- staklingar, sem ríkis- stjórnin telur að betur séu að þessu komnir en aðrir, greiða mála- myndagjald sem er aðeins hluti af því verðmæti sem afhent verður. Ríkisstjórnin deilir ekki um að hér er um ótvíræða eign þjóðarinnar að ræða en hyggst samt sem áður afhenda þessa þjóðareign velvildar- mönnum sínum á silfurfati. Ef eign þessi væri boðin til sölu á almenn- um markaði myndu fjármunirnir sem fyrir hana fást fara langt með að fjármagna endurreisn Landspít- alans. Eign sú sem hér um ræðir er makrílstofninn við Ísland. Ákvörð- unin um að afhenda þessa eign fáeinum útvöldum mun verða borin á borð fyrir okkur sem afar flókið úrlausnaratriði sem aðeins sé hægt að leysa með því að afhenda hana útvöldum. Það er aftur á móti ekki svo. Hér er um sáraeinfalda aðgerð að ræða, fiski- stofn sem er nýr í lögsögunni og aðeins spurningin um hvort þjóð- in eigi að fá sanngjarnt verð fyrir eign sína eða ekki. Tveir vísindamenn, Þorkell Helgason og Jón Steinsson, hafa sett fram heildstæða tillögu um hvernig bjóða má upp veiðirétt á makríl þannig að þjóðin og útgerð- armenn geti vel við unað. Eigend- ur makrílsins, þjóðin, fá hæsta mögulega verð fyrir eign sína og útgerðarmennirnir fá afnotarétt af makrílstofn- inum til nægjanlega langs tíma til að byggja fjárfestingar sínar á. … þingmaður og svarið er? Hér mun hefjast gamalkunnur söngur um fyrirtækin sem munu verða gjaldþrota, skatt á lands- byggðina o.fl. Svörin við því eru að aðeins þau fyrirtæki sem bjóða of hátt í veiðiréttinn eiga á hættu að verða gjaldþrota og væntanlega eru útgerðarmenn ekki svo heill- um horfnir að þeir bjóði umfram getu. Ekki verður um skatt að ræða heldur aðeins innheimt fjár- hæð, sem viðkomandi útgerð sér sér fært að bjóða, í frjálsu útboði. Veiðirétturinn greiðist af fyrir- tækjunum sjálfum enda greiða landshlutar ekki skatta. Gera má ráð fyrir að flest fyrirtækin sem muni bjóða í makrílveiðina séu staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Næst þegar þið hittið þingmann- inn ykkar, spyrjið hann: „Hvort viltu frekar gefa fáeinum útvöld- um eign þjóðarinnar eða bjóða eignina til leigu á almennum markaði og nota andvirðið til að endurreisa Landspítalann?“ Látið svarið sem þingmaðurinn gefur ykkur ráða því hvort þið kjósið hann aftur. Gjöf til útgerðar- manna eða endur- reisn Landspítalans Ég undirritaður, Joseph George Adessa, skrifa til þess er málið varðar hjá Tryggingastofnun ríkis- ins vegna gjörnings sem ég varð vitni að. Þannig er mál með vexti að ég fór á örorku í október 2010 og fékk örorkubætur sem eru langt undir þurftar- mörkum. Hvað um það. Tæpum tveimur árum seinna athuga ég hvort ég eigi rétt á einhverju frá lífeyrissjóðnum mínum. Búinn að borga í lífeyris- sjóð frá því ég var fimmtán ára. Eftir nokkurn tíma fæ ég bréf frá lífeyrissjóðnum um að ég eigi u.þ.b. eina milljón hjá þeim, aftur- reiknað frá október 2010. Eftir skatt eru þetta um 600 þúsund krónur. Ég voða kátur með það. En stuttu seinna fæ ég bréf frá Tryggingastofnun ríkisins um að ég skuldi stofnuninni 450 þúsund. Hvað er þetta? Lífeyrissjóður- inn segir að ég eigi eina milljón hjá þeim, 400 þúsund í skatt og 450 þúsund til Tryggingastofnun- ar ríkisins? 150 þúsund kall eftir. Allt farið til ríkisins! Ég bara spyr, hvaða system er þetta eiginlega? Og hvaða snilling- ar búa til svona kerfi? Eða snúast öll kerfi hjá hinu opinbera um það að arðræna öreigana því litla sem þeir eiga? Skortur á mannkærleika Fólk sem er lasið á líkama eða sál, nema hvort tveggja sé, á ekki fyrir fæði, klæðum eða húsnæði, er með bætur og lífeyri langt undir þurftarmörkum. Það er allt- af verið að nuddast í þessu fólki og segja því að það sé með þúsund kalli of mikið hér og þúsund kalli og mikið þar. Hvað er þetta eigin- lega? Maður þorir ekki að segja að þetta sé mannvonska. En þetta er allavega skortur á mannkærleika. Snúum okkur að mér. Hefði ekki verið best fyrir Trygginga- stofnun ríkisins að hirða bara líf- eyrinn minn sem ég átti hjá lífeyr- issjóðnum strax, heldur en að ég fengi hann fyrst og eyddi honum og koma síðan og rukka mig um hann? Ég bara spyr: Hvaða fífla- skapur er þetta? Sem sagt, ef ég þigg pening- inn frá lífeyrissjóðnum á ég að láta Tryggingastofnun ríkisins fá hann. Ef ég þigg hann ekki, þá fær enginn neitt, nema náttúrlega líf- eyrissjóðurinn. Og aftur spyr ég: Hvaða snillingar eru þetta? Ps. Þið voruð að spyrja mig um skuldastöðu mína og greiðslu- getu. Ég var búinn að segja við starfsfólkið hjá ykkur að ég hefði notað peninginn frá lífeyrissjóðn- um til að borga upp skuldir mínar. En þetta mál snýst ekki um það. Þetta snýst um ef lífeyrissjóður- inn segir að ég eigi peninga hjá honum. Á ég hann eða á ég hann ekki? Opið bréf til Trygg- ingastofnunar KYNBUNDIÐ OFBELDI Sigrún Sigurðardóttir lektor við Heil- brigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri ➜ Það á að vera hluti menntunar kennara, heil- brigðis- og félagsmálastarfs- fólks, presta, lögreglu o.fl . að þekkja einkenni, áhættu og afl eiðingar alls kyns ofbeld- is, vita hvernig skal bregðast við og hvert skal leita. ➜ Þessi æskilegi árangur hefur náðst meðal annars vegna ráðlegginga heil- brigðisyfi rvalda og breyttrar áherslu áherslu matvæla- iðnaðarins til að mæta kröfum neytenda. HEILBRIGÐISMÁL Gunnar Sigurðsson læknir SJÁVAR- ÚTVEGUR Bolli Héðinsson hagfræðingur ➜ Látið svarið sem þingmaðurinn gefur ykkur ráða því hvort þið kjósið hann aftur. SAMFÉLAG Joseph G. Adessa öryrki og fv. framreiðslumaður ➜ Sem sagt, ef ég þigg peninginn frá lífeyris- sjóðnum á ég að láta Tryggingastofnun ríkisins fá hann. Ef ég þigg hann ekki, þá fær enginn neitt, nema náttúrlega lífeyris- sjóðurinn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.