Fréttablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 34
FÓLK|| FÓ K | TÍSKA4 Philip Treacy hefur hannað hatta fyrir Alexander McQueen, Karl Lagerfeld og Chanel, Valentino, Ralph Lauren og Donnu Karan svo ein- hverjir séu nefndir. Hann hefur hlotið meðal annars bresku hönnunarverð- launin og verið heiðraður af Karli Breta- prins og Kamillu konu hans. Vinsældir Treacy eru þó ekki síst hjá fræga fólkinu. Hann hefur hannað hatta jafnt fyrir kóngafólk, kvikmynda- stjörnur og listamenn. Treacy hannaði hatta fyrir 36 konur sem voru gestir í konunglegu brúðkaupi Vilhjálms prins og Katrínar, hertogaynju af Cambridge. Þar á meðal stóðu blaðamenn á öndinni vegna höfuðfats sem hann hannaði fyrir prinsessu Beatrice og birtust myndir af henni um allan heim. Treacy hefur hannað fyrir flestar konur í bresku kon- ungsfjölskyldunni. Þá hefur hann gert hatta fyrir frægar bíómyndir, þar á meðal Harry Potter. Einnig gerði hann frægan hatt sem Sarah Jessica Parker var með við frum- sýningu bíómyndarinnar Sex and the City. Þá hefur hann gert höfuðföt fyrir Lady Gaga. Philip Treacy fæddist á Írlandi í maí 1967. Hann flutti til Dyflinnar árið 1985 til að læra fatahönnun og hattagerð. KONUNGUR HATTA VINSÆLL Philip Treacy er einn vinsælasti hattahönnuður veraldar. Konur sem bera hatta hans komast oftar en ekki á síður dagblaða og tímarita. BEÐMÁL Sarah Jessica Parker kemur á frum- sýningu kvikmyndarinn- ar Sex and the City með hatt frá Philip Treacy. Í LONDON Paris Hilton heimsækir vöruhúsið Selfridges í Oxford Street með hatt frá Treacy. FÍNAR Systurnar Santa Palmer- Tomkinson rithöfundur og Tara Palmer-Tomkinson sjónvarps- kynnir mættu með hatta frá Treacy í hið konunglega brúðkaup. KONUNGLEG Katrín, hertoga- ynja af Cambridge, kemur hér til Windsor-kastala með hatt sem Treacy hannaði. VEKUR ATHYGLI Beatrice prinsessa er mikill aðdáandi Treacys og ber oft hatta frá honum. Þessi sandliti hattur, sem hún bar við konung- legt brúðkaup Vilhjálms frænda síns og Katrínar hertogaynju, vakti mikla athygli. Með henni er systir hennar, Eugenie. SNJALL HÖNNUÐUR Írski hattahönnuðurinn Philip Treacy ásamt fyrirsætunni Klaudiu Molenda. Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir vöruhönnuður hef- ur hannað púða til styrktar stúlkum í Moyamba-at- hvarfinu í Síerra Leóne fyrir Rauða krossinn. Púð- arnir eru úr efnum sem stúlkur í athvarfinu hafa handlitað og rennur allur ágóði af sölu púðanna óskiptur til kaupa á saumavélum sem stúlkurnar fá að gjöf. Í Moyamba-skólanum fer fram endurhæfing fyrir ungmenni sem upplifðu miklar hörmungar í borgarastyrjöldinni þar í landi annaðhvort sem hermenn eða sem kynlífsþrælar. Í skólanum læra þau að lesa og skrifa og fá þjálfun í iðngreinum svo sem smíði og saumum. Að námi lokni fá þau í gjöf verkfæri eða saumavél sem hjálpar þeim að koma undir sig fótunum í lífinu. Ragnheiður Ösp notar vöfflusaum í útfærslu púðanna og var saumavinnan unnin í sjálfboða- vinnu af sjálfboðaliðum Rauða krossins í Kópa- vogi. Aðeins voru unnir 18 púðar og stendur Kópavogsdeild Rauða krossins fyrir sölu á púð- unum fram að jólum. Útsölustaðir eru Hrím, Epal og Mýrin. UMEMI STYÐUR STÚLKUR Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir og Rauði krossinn hafa tekið höndum saman til styrktar stúlkum í Síerra Leóne. ÍSLENSK HÖNNUN TIL GÓÐGERÐA Ragnheiður Ösp vöru- hönnuður hannaði púða fyrir Rauða krossinn til styrktar stúlkum í Síerra Leóne. Á FACEBOOK-SÍÐU RAUÐA KROSSINS Í KÓPAVOGI STENDUR NÚ YFIR UPPBOÐ Á ÞREMUR PÚÐUM. Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 Landsins mesta úrval af sófum og sófasettum Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum Mosel GJAFIR FYRI R ALLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.