Fréttablaðið - 28.11.2013, Side 36
FÓLK|| FÓ K | TÍSKA6
BESTU OG VERSTU
TÍSKA Bandaríska tónlistarverðlaunahátíðin var haldin í L.A. nýverið. Stjörn-
urnar voru fagurlega klæddar þótt sumum virtist takast betur til en öðrum að
mati tískuspekúlanta. Hér eru þær best og verst klæddu samkvæmt Eonline.
ILLA VALIÐ Emma
Roberts þótti hafa
valið illa í þessum kjól
frá Lanvin sem minnti
helst á ruslapoka.
NORDICPHOTOS/GETTY
RUGLANDI MYNSTUR
Söngkonan Ciara klæddist kjól
með afar truflandi mynstri
sem þótti ekki heillandi.
VERST KLÆDDUBEST KLÆDDU
GLÆSILEG Í
HVÍTU
Nicole Richie þótti
heillandi í hvítum
kjól frá Emilio
Pucci.
„Það verður klárlega sú að vera
með rakað í hliðunum og með hár
ofan á kollinum til að greiða,“ segir
Eyjólfur Páll Víðisson, hárgreiðslu-
maður hjá Rakarastofunni Basic í
Laugum, þegar hann er spurður út
í jólaklippinguna fyrir herra í ár.
„Þessi klipping er vinsælust
núna hjá alveg frá 14 ára strákum
og upp í 35 ára. Eftir það eru herr-
arnir meira komnir í rakað í hliðum
og með mjög stutt hár ofan á og þá
ekki endilega til að greiða til hliðar
eða slíkt. Svo heldur sér alltaf þessi
klassíska, klippt stutt í hliðum og
hnakka og aðeins hár ofan á sem er
þá greitt til hliðar eða liggur niður.“
Ungi viðskiptavinurinn í stólnum
var einmitt að fá klassíska herra-
klippingu hjá Eyjólfi en hann sagði
yngstu strákana líka alveg eins vilja
fá rakað í hliðunum.
Til þes að greiða lubbann mælir Eyjólfur með að
nota góðar hárvörur og vera óhræddur við að nota
hárblásarann.
„Ég mæli ekki með því að setja vörurnar í blautt
hárið og þá má alveg blása það aðeins til að þurrka
það. Hárið á þó ekki að vera alveg þurrt þegar efnið
fer í, til að geta mótað það sem best.“
En láta herrarnir lita á sér hárið?
„Herrarnir er mikið til hættir að lita á sér hárið,
það hefur minnkað mikið frá því bara fyrir tveimur
árum. En það er auðvitað alltaf einn og einn sem
kemur í lit og jafnvel strípur,“ segir Eyjólfur sem
opnaði nýlega Rakarastofuna í Laugum ásamt Guð-
björgu Lindu Vilhjálmsdóttur.
„Við erum nýbyrjuð með stofuna hér og bara
spennandi að sjá hvernig þetta gengur. Það þarf
ekki að panta tíma heldur kíkir fólk bara við og
skellir sér í stólinn. Við erum líka með afar hagstætt
verð,“ segir Eyjólfur.
JÓLAKLIPPING HERRA
Eyjólfur Páll Víðisson, hárgreiðslumaður hjá Rakarastofunni Basic í Laug-
umm segir rakað í hliðum vera jólaklippingu herranna í ár.
VINSÆLT Eyjólfur Páll Víðisson hjá Basic var spurður út í jólaklippingu herra.
MYND/DANÍEL
● TÍSKA Ekki eru allir sáttir við hina risastóru tösku sem tískuhúsið
Louis Vuitton hefur látið reisa á Rauða torginu í Moskvu. Þar verður
opnuð sýningin L‘Âme du Voyage 2. desember og mun hún standa
til 19. janúar. Á sýningunni verða sýndar myndir af 25 frægum per-
sónum á ferðalagi með töskur frá Louis Vuitton.
Kommúnistaflokkurinn hefur gagnrýnt hinn risastóra kassa
og telur ekki heppilegt að hafa hann svo nálægt Kreml og
forsetabústaðnum.
SÝNING Í TÖSKU
Franska tískuhúsið Louis Vuitton hefur reist risatösku
á Rauða torginu í Moskvu fyrir sýningu sína.
Opið Mánudag-Föstudag
Frá klukkan 10:00 - 18:00
og laugardaga: 10 - 14
Hugsaðu vel um fæturna.
Hágæða skófatnaður í hálfa öld.
´
KARDASHIAN-
SYSTIR
Kendall Jenner, yngri
systir Kardashian-
systra, þótti glæsileg.
Hún er fyrirsæta og
landaði nýlega stórum
samningi.
VERÐLAUNAHAFI
Taylor Swift vakti verð-
skuldaða athygli í þessum
gyllta kjól frá Julien
MacDonald. Hún hreppti
sjálf fjölda verðlauna á
hátíðinni.
Í TÆTARANUM Fyrirsætan
Heidi Klum þykir taka sig vel
út í flestu en í þetta sinn var
tískulöggan ekki sátt við valið.
KOM Á ÓVART
Miley Cyrus hefur
undanfarið hneyksl-
að fólk með fram-
komu og klæðaburði.
Að þessu sinni var
hún afar glæsileg í
hvítri dragt frá Versace.