Fréttablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 48
28. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 36 Á laugardaginn verður opnuð sýn- ing á verkum Tuma Magnússon- ar og Michaels Mørk í listasafni ASÍ. Sýningin nefnist Á staðnum, en báðir listamennirnir ganga oft út frá eigindum staðarins í verk- um sínum. Þannig er það að hluta til að þessu sinni. Michael Mørk sýnir verk sem liggja á milli þess að vera annars vegar málverk og húsgögn og hins vegar málverk og ljósmynd. Verkin eru geómetrískt uppbyggð og leitast við að endur- spegla rýmið og gera það að virk- um hluta verkanna. Tumi Magn- ússon sýnir ljósmyndaverk sem fást við afar hversdagsleg fyrir- bæri. Þau eru unnin og sett upp á rökréttan en óhefðbundinn hátt. Hann sýnir einnig vídeóverk sem tengjast ljósmyndunum en nálg- ast viðfangsefnið frá öðru sjón- arhorni. Sýningin verður opnuð klukkan 15. - sb Endurspegla rýmið Listaverk á mörkum þess að vera húsgögn. „Við stofnuðum Bókabeituna árið 2011,“ segir Marta Hlín Magna- dóttir sem ásamt Birgittu Elínu Hassell er eigandi, höfundur og starfsmaður á plani hjá útgáf- unni. „Málið var að eftir að við skrifuðum fyrstu tvær Rökkur- hæðabækurnar ákváðum við að gefa þær út sjálfar til að fá að ráða öllu um það hvernig þær litu út. Í fyrra gáfum svo út tvær í viðbót og þá bættist Kamilla vindmylla við auk þess sem við þýddum eina bók og gáfum út.“ Á þessu ári var ætlunin að tvö- falda útgáfuna og gefa út átta titla en það vatt upp á sig og eru útgefnir titlar tólf á þessari ver- tíð. „Við fórum upphaflega út í þetta vegna þess að okkur fannst vanta meiri breidd í barna- og unglingabókaútgáfuna,“ segir Marta. „Svo bara vatt þetta upp á sig og nú erum við búnar að skipta Bókabeitunni í tvennt, eða eiginlega þrennt: Bókaútgáfan Björt gefur út bækur fyrir ung- menni frá 14 ára og upp úr, svo- kallaðar „Young Adult“-bækur. Töfraland er með bækur sem höfða til yngsta aldurshópsins, 0-6 ára, og Bókabeitan er svo skrifuð fyrir þeim bókum sem falla þarna á milli.“ Útgáfan er alfarið helguð barna- og unglingabókum og Marta segir það meðal annars helgast af því að þær Birgitta séu báðar kennara- menntaðar og hafi einlægan áhuga á því að auka lestur barna og ung- linga. Liður í því er að nú fylgir ókeypis rafbók með öllum bókum eftir íslenska höfunda sem Bóka- beitan gefur út. „Inni í hverri bók er miði með leiðbeiningum um hvernig farið er inn á bokabeitan. is og síðan fylgir kóði sem sleg- inn er inn til að sækja rafbókina frítt. Það er lítið um rafbækur fyrir þennan aldurshóp og okkur langar til að kynna þetta form fyrir krökkunum, aðallega ung- lingunum sem eru alltaf með sím- ana í höndunum. Þeir geta þá lesið í strætó og hvar sem er án þess að þurfa að taka prentuðu bókina með sér hvert sem þeir fara.“ Hvernig hefur þessi nýbreytni mælst fyrir? „Bara mjög vel. Fólk er byrjað að hala bækurn- ar niður á síðunni hjá okkur og þetta spyrst vel út. Flestir lesa mest af því sem þeir lesa á raf- rænu formi, það er bara veru- leikinn í dag og maður verður að laga sig að því. Okkar markmið er fyrst og fremst að fá krakkana til að lesa með því að gefa út spenn- andi og skemmtilegar bækur, við erum ekkert að reyna að kenna þeim neitt.“ fridrikab@frettabladid.is Fannst vanta meiri breidd í barnabækur Bókabeitan er vaxandi útgáfufyrirtæki sem helgar sig alfarið barna- og ung- lingabókum. Umfangið hefur vaxið ár frá ári, í ár eru útgefnir titlar tólf og sú nýbreytni hefur verið tekin upp að ókeypis rafb ók fylgir hverri prentaðri bók. BÓKABEITAN Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir eru báðar miklir lestrarhestar og hafa brennandi ástríðu fyrir lesefni barna og unglinga. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Inni í hverri bók er miði með leiðbeiningum um hvernig farið er inn á bokabeitan.is og síðan fylgir kóði sem sleginn er inn til að sækja raf- bókina frítt. VERK EFTIR MICHAEL MØRK Á mörkum þess að vera málverk og húsgögn. Karamella: 175 g Ljóma 2 dl sykur 3 dl rjómi 0,5 dl síróp Botn: 125 g mjúkt Ljóma 4 dl hveiti 0,5 dl sykur Yfir: 200 g rjómasúkkulaði Hnoðið hráefnunum í botninn á formi sem er ca. 20 x 30 cm. Bakið við 175°C í 20 mínútur. Setjið öll hráefnin í karamelluna í pott og látið suðuna koma upp. Sjóðið við vægan hita í 45–50 mínútur. Til að sjá hvort karamellan er tilbúin er gott að setja smá af henni í glas með ísköldu vatni. Ef það gengur að hnoða karamelluna í kúlu er hún tilbúin. Karamellan á að vera mjúk en hægt að rúlla henni saman. Hellið karamellunni yfir botninn og setjið í ísskáp í ca. 15 mínútur. Bræðið súkkulaðið og hellið því yfir karamelluna. Látið kólna í ísskáp og skerið síðan í bita. Skuggasund eftir Arnald Indriðason heldur fyrsta sætinu á metsölulista Eymundsson fyrir síðustu viku en á í harðri baráttu við Lygi eftir Yrsu Sigurðardóttur sem kemur ný inn og fer beint í annað sætið. Yrsa og Arnaldur hafa oft átt í harðri baráttu um toppsætið á metsölulista Eymundsson og virðist árið í ár ekki vera nein undantekn- ing. Ljóðabókin Árleysi alda eftir Bjarka Karlsson er á listanum yfir tíu mest seldu bækurnar sjöundu vikuna í röð og sérstaka athygli vekur að á list- anum eru þrjár barnabækur; Rang- stæður í Reykjavík, Vísindabók Villa og Tímakistan. Þessi listi er byggður á sölu í 17 verslunum Pennans og Eymundsson dagana 20. til 26. nóvember. Hefðbundið stríð á metsölulista Eymundsson: Yrsa sækir að Arnaldi Í Elska – einleikur dregur Jenný Lára Arnórs- dóttir sannar ástarsögur okkar tíma fram í dags- ljósið. Hún rekur hugmyndina að verkinu til nám- skeiðs í sagnalist hjá Benna Erlings og Charlottu Böving sem báðu hana að finna sögur af forfeðr- um og -mæðrum. „Ég fór til ömmu fyrir norðan og hún sagði mér hvernig langamma og langafi kynntust,“ rifjar hún upp. Hún kveðst líka oft hafa heyrt ömmu sína tala um afa. „Þá var allt svo rosalega rómantískt. Ég fór að pæla í hvort fólk í gamla daga hefði ekki gengið í gegnum einhverja erfiðleika í samböndum til að komast á þann stað að muna bara það góða og hvort viðhorf okkar til ástar hefði eitthvað breyst í gegnum tíðina.“ Hver skyldi niðurstaðan vera? „Hugmyndir okkar um ástina hafa breyst, þar koma bíómynd- ir og samfélagsbreytingar til en það virðist alltaf vera sama formúlan sem virkar,“ lýsir Jenný og til að halda spennunni vill hún ekki gefa þá formúlu upp í þessu litla viðtali. „Það sem ég vil miðla með sýningunni er að fólk velti fyrir sér hugmyndum sínum um ástina,“ segir hún. „Og hvernig það sjálft tekst á við hana.“ Sex sýningar eru fyrirhugaðar í Þingeyjarsýslu á tímabilinu frá 6. til 14. desember, sú fyrsta í Safnahúsinu á Húsavík. - gun Þá var allt svo rosalega rómantískt Hefur skilgreining okkar á ást breyst síðustu áratugi? Um það fj allar Elska– ein- leikur sem Jenný Lára Arnórsdóttir sýnir norðan heiða á næstunni. HÖFUNDUR OG LEIKARI „Það sem ég vil miðla með sýningunni er að fólk velti fyrir sér hugmyndum sínum um ástina,“ segir Jenný Lára. MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.