Fréttablaðið - 28.11.2013, Síða 50

Fréttablaðið - 28.11.2013, Síða 50
28. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 38 Bókaverslunin Iða efnir til bókmennta- og upp- lestrarveislu í versluninni Iðu Zimsen á Vestur- götu á laugardagskvöldið klukkan 18. Tilefnið er að meðal útgáfuefnis á þessu ári eru óvenjumargar bækur sem fjalla um líf og reynslu samkynhneigðs fólks, bæði frumsamið íslenskt efni, skáldskapur, minningar og fræðirit svo og þýðingar merkra bóka. Á hinsegin bókavöku Iðu les Jónína Leósdóttir upp úr minningum sínum, Við Jóhanna, og Sjón les upp úr nýrri skáldsögu sinni, Mánasteinn – dreng- urinn sem aldrei var til. Einnig les Ásdís Óladóttir upp úr ljóðabók sinni, Innri rödd úr annars höfði, sem kemur út á næstunni. Af öðru efni íslensku sem lesið er upp úr er fræðirit Gunnars Karlssonar sagnfræðings, Ástarsaga Íslendinga að fornu, þar sem hann fjallar meðal annars um forna íslenska vitnisburði um fólk sem elskaði sitt eigið kyn. Tvær þýðingar sem flokka má sem hinsegin bækur eru í hópi útgáfubóka ársins: Austurríska minningasagan Mennirnir með bleika þríhyrning- inn, sem lýsir reynslu homma í fangabúðum nas- ista í heimsstyrjöldinni síðari, og annar hluti þrí- leiksins Þerraðu aldrei tár án hanska eftir sænska rithöfundinn Jonas Gardell, Sjúkdómurinn. Stjórnandi bókavökunnar og kynnir í Iðu Zim- sen er Þorvaldur Kristinsson. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Hinsegin bókavaka í Iðu Bækur sem fj alla um líf og reynslu hinsegin fólks kynntar á upplestrarkvöldi. HINSEGIN BÆKUR Meðal þeirra sem lesa úr verkum sínum í Iðu Zimsen á laugar- dagskvöldið er Sjón sem les úr skáldsögu sinni Mánasteini. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Kvikmyndin Fifth Estate, eða Fimmta valdið, sem fjallar um Wikileaks er að mati viðskipta- tímaritsins Forbes stærsti skell- ur ársins. Þrátt fyrir ágætis leik Benedicts Cumberbatch sem Julian Assange, hápólitískt við- fangsefni og hinn verðlaunaða leikstjóra Bill Condon við stjórn- völinn gekk myndin ekki upp. Kvikmyndin, þar sem reynt er að segja sögu Wikileaks frá stofn- un samtakanna til dagsins í dag, hefur hlotið skelfilega gagnrýni og dræmar viðtökur áhorfenda auk þess sem Julian Assange hefur fordæmt myndina og sagt hana áróður. Hún hefur aðeins skilað 6 milljónum Bandaríkja- dala í tekjur en kostaði 28 millj- ónir í framleiðslu. Forbes útnefnir tíu stærstu skelli ársins og í öðru sæti er kvikmyndin Bullet to the Head með Sylvester Stallone sem skil- aði aðeins 9 milljónum Banda- ríkjadala í tekjur og í því þriðja Paranoia með Harrison Ford og Gary Oldman. - sb Wikileaks brotlendir Kvikmyndin um Wikileaks hefur hlotið slæma gagnrýni og lélega aðsókn. Hún er í fyrsta sæti yfi r þær myndir sem verst hefur gengið í kvikmyndahúsum í ár. TEKIN UPP Á ÍSLANDI Hluti myndarinnar gerist hér á landi, til dæmis í Bláa lóninu. 1. The Fifth Estate– tekjur 21% af kostnaði 2. Bullet to the Head– tekjur 36% af kostnaði 3. Paranoia– tekjur 39% af kostnaði 4. Parker– tekjur 49% af kostnaði 5. Broken City– tekjur 54% af kostnaði 6. Battle of the Year– tekjur 55% af kostnaði 7. Getaway– tekjur 58% af kostnaði 8. Peeples– tekjur 60% af kostnaði 9. RIPD– tekjur 60% af kostnaði 10. The Big Wedding– tekjur 63% af kostnaði Heimild: Forbes-viðskiptatímaritið. STÆRSTU SKELLIR ÁRSINS Korpúlfsstaðir verða opnir frá klukkan 17 til 21 í kvöld. Vinnustofur listamanna verða opnar og sömuleiðis samsýningin Brotabrot í stóra salnum. Kaffihúsið Litli bóndabærinn verður með veit- ingar auk þess sem Lísa Rún flytur þar eigin ljóð og Guðný Hallgrímsdóttir les upp úr bók sinni Sögunni af Guðrúnu Ketilsdóttur. Tónlistin mun óma um salarkynni Korpúlfs- staða; Tríóið Dimma syngur nokkra negrasálma og jólalög, Atli Steinn Hrafnkelsson flytur frum- samin lög, Hjónin Íris Ólöf Sigurjónsdóttir og Hjörleifur Hjartarson koma með tóninn að norð- an og Íris Edda Jónsdóttir syngur jólalög við undirleik Ragnars Ólasonar. Korpúlfarnir verða einnig með opið hjá sér og bjóða upp á fagran söng og harmónikkuleik. Myrkurkvöld á Korpúlfsstöðum Gestum býðst að heimsækja opnar vinnustofur listamanna, hlýða á upplestur, hljómlistarfl utning og fl eira á opnu húsi á Korpúlfsstöðum í kvöld. KORPÚLFSSTAÐIR Mikið verður um að vera á Korpúlfsstöðum í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.