Fréttablaðið - 28.11.2013, Page 52

Fréttablaðið - 28.11.2013, Page 52
28. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 40 FIMMTUDAGURHVAÐ? HVENÆR? HVAR? Tónleikar 21.00 Kiva Simova heldur tónleika í Nor- ræna húsinu. Hún spilar tilraunatónlist, blöndu af djassi og poppi. Hún hefur skemmt víða um heim, t.d. með Crash Test Dummies. Tónleikarnir hefjast kl. 21, aðgangseyrir er 1.000 kr. 21.00 Emmsjé Gauti heldur útgáfu- tónleika á Harlem klukkan 21.00 í kvöld. Úlfur Úlfur og Steinar sjá um upphitun. Aðgangseyrir er 1.000, en 2.000 krónur fyrir aðgangsmiða og nýjasta disk Gauta. 22.00 Ingi Gunnar heldur útgáfutónleika á Café Rosenberg 28. nóv. kl. 22. Fundir 10.00 Morgunfundur Seðlabanka Íslands verður haldinn í Norðurljósasal Hörpu næstkomandi fimmtudag, 28. nóvember, og hefst stundvíslega klukkan 10.00. Fundarefnið er: Fjármálakreppa á Írlandi og Íslandi: Hverjir eru lærdómarnir fimm árum seinna? Félagsvist 20.00 Rangæingar í Reykjavík athugið! Félagsvist í samvinnu við Skaftfellinga í Skaftfellingabúð í Reykjavík í kvöld. Sýningar 17.00 Sibba ( Sigurbjörg Einisdóttir) opnar málverkasýninguna Mitt líf, mínir litir, á Portinu í Kringlunni fimmtudag- inn 28. nóv. kl. 17.00. Allir velkomnir. 17.00 Ljósmyndasýning Jóhanns Ágústs Hansen lýkur fimmtudaginn 28. nóvem- ber á Mokka kaffi. Á sýningunni gefur að líta seríu af myndum sem teknar voru á tónleikum Sykurmolanna á Hótel Íslandi í mars 1988. Fyrirlestrar 20.00 Þráinn Hauksson landslagsarki- tekt flytur erindi í Hafnarborg fimmtu- daginn 28. nóvember kl. 20 þar sem hann segir frá ýmsum þeirra verkefna sem hann hefur komið að og tengjast umhverfisskipulagi í Hafnarfirði. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is ÚTGÁFU- TÓNLEIKAR Emmsjé Gauti treður upp á Harlem í kvöld. „Yfir þúsund manns hafa skráð sig á námskeið hjá okkur á þessari önn og þetta er metár hjá okkur,“ segir Sigvaldi Fannar Jónsson. Hann er einn af stjórnendum Nóbel námsbúðanna ásamt Davíð Inga Magnússyni og Atla Bjarnasyni sem stofnaði Nóbel námsbúðirnar haustið 2010. „Það skrá sig sífellt fleiri á námskeið hjá okkur og við höfum aukið starfsemina mikið.“ Fyrir- tækið býður nú upp á námskeið fyrir bæði framhaldsskóla- og háskólanema í hinum ýmsu grein- um. Upprifjunarnámskeið eru nú haldin fyrir áfanga sem kennd- ir eru í Verzlunarskóla Íslands, Kvennaskólanum, Menntaskólan- um í Reykjavík, Menntaskólanum við Sund, Menntaskólanum á Akur- eyri, Háskóla Íslands og í Háskól- anum í Reykjavík. Í upphafi voru einungis kennd upprifjunarnám- skeið í stærðfræði og bókhaldi fyrir viðskiptafræðinemendur Háskóla Íslands. „Þetta eru yfirleitt tíu tíma nám- skeið sem kennd eru um helgar, þau geta þó verið lengri. Þau eru prófmiðuð þannig að einstakling- arnir þurfa að vita eitthvað um efnið,“ útskýrir Sigvaldi Fannar. Gjaldið fyrir tíu tíma námskeið er um 12.500 krónur. Aðstandendur Nóbel námsbúðanna hvetja fólk til þess að stunda sitt nám samvisku- samlega. „Við hvetjum fólk til þess að sinna sínu námi. Það gengur ekki að mæta á upprifjunarnám- skeið og vita nákvæmlega ekki neitt um námsefnið.“ Námskeiðin eru ekki háð fjölda. „Ef við auglýsum námskeið þá eru þau kennd, við erum ekki með neinn kvóta sem þarf að fylla,“ segir Sigvaldi Fannar en dæmi eru um að yfir hundrað manns sæki námskeið á borð við almenna sálfræði og lögfræði, en einungis þrír til fjórir stærðfræðiáfanga á lokastigi í framhaldsskóla. Meðal- fjöldi nemenda á hverju námskeiði hjá Nóbel undanfarin ár er fimm- tán til tuttugu. „Kennslan hjá okkur bygg- ist mest á umræðum, við erum ekki upp við töflu að gjamma. Nemendur í dag kalla eftir meiri umræðum, þá þurfa einstakling- arnir líka að vera virkir.“ Kennararnir á námskeiðunum eru allir vel kunnugir áföngun- um. „Þetta er eins konar jafningja- fræðsla, þeir sem kenna þurfa að hafa verið í viðkomandi fagi, þeim þarf að hafa gengið vel og svo þurfa þeir að vera góðir í mann- legum samskiptum, það er lykilat- riði,“ segir Sigvaldi Fannar spurð- ur um kennarakröfurnar en fjöldi kennara fer eftir fjölda nemenda. gunnarleo@frettabladid.is Yfi r 1.000 nemendur þurfa hjálp fyrir próf Nóbel námsbúðirnar hafa stækkað mikið undanfarin ár, yfi r eitt þúsund skráningar hafa borist á þessari önn og yfi r sextíu manns starfa hjá fyrirtækinu. Gerðar eru kennslukannanir þar sem frammistaða kennslustjórans er metin og hafa þær ávallt gengið vel. Ef nemandi nær ekki að klára efni sitt á námskeiðinu getur hann sent fyrirspurnir í gegnum Facebook eða tölvupóst. „Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð frá kennurum og skólastjórum og margir spyrja: Af hverju var þetta ekki gert fyrr? Einkakennarar geta rukkað allt að fimm til sex þúsund krónur á tímann á meðan við bjóðum okkar þjónustu á hóflegu verði. Fólk getur greitt eftir að það fær námslán og einnig er gefinn afsláttur ef nemandinn tekur fleiri námskeið, þetta er gert í krafti fjöldans,“ segir Sigvaldi Fannar. VIÐBRÖGÐ VIÐ NÓBEL NÁMSBÚÐUNUM PRÓFMIÐUÐ NÁMSKEIÐ Sigvaldi Fannar Jónsson og Davíð Ingi Magnússon hjá Nóbel námsbúðum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL BÆJARLIND 16 - KÓPAVOGUR - SÍMI 553 7100 - WWW.LINAN.IS OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 12 - 18 LAUGARDAGA 11 - 16 Svefnbreidd 140x200 / Tilboðsverð 149.900 Svefnbreidd 140x200 / Tilboðsverð 129.900 Svefnbreidd 140x200 / kr. 179.900 Svefnbreidd 130x200 / kr. 135.800 Svefnbreidd 120x200 / kr. 119.900 Recast Supreme Deluxe Unfurl Debonair Upend Ragnheiður Braga Geirsdóttir 24 ára Lærir félagsráðgjöf í Háskóla Íslands „Hefði ég ekki farið á þetta námskeið þá hefði ég líklega ekki náð prófinu. Ég skildi ekki um hvað námsefnið snerist fyrr en eftir námskeiðið hjá Nóbel. Þetta var prófið sem ég var mest stressuð fyrir en mér gekk langbest í því, þökk sé Nóbel námskeiðinu og þessu frábæra fólki sem vinnur hjá námsbúðunum. Nóbel er algjör snilld og ég mun hiklaust mæla með þessum námskeiðum við alla.“ Daníel Þór Irvine 25 ára Á þriðja ári í viðskiptafræði í Háskóla Íslands „Ég fór í prófbúðir hjá Nóbel fyrstu önnina mína í við- skiptafræði í HÍ. Námskeiðið sem ég skráði mig á var Inngangur að fjárhagsbókhaldi en fjárhagsbókhaldið hafði verið minn Akkilesarhæll þessa fyrstu önn. Ég hafði lítinn áhuga og hafði ekki gefið mér neinn tíma til að sinna þessu samviskulega. Tveimur vikum fyrir prófatörnina sá ég auglýsingu frá Nóbel þar sem hægt var að fara í prófbúðir. Laugardag og sunnudag lærði ég meira en ég hafði gert alla önnina. Ég fékk allt í einu áhuga á fjárhagsbókhaldinu og skildi hversu mikilvægur hluti það var af viðskiptafræðinni. Ég fór síðan í prófið og skellti í 8 og var mjög sáttur við allt saman.“ ➜ Tveir nemendur deila reynslu sinni

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.