Fréttablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 54
28. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 42
Það eru afskaplega fáir í þessum heimi sem geta gert mig reiða. Vissulega
verð ég oft pirruð en ofsareiði, hatur og fyrirlitning eru tilfinningar sem ég
finn örsjaldan fyrir. Hins vegar finn ég þessar tilfinningar fylla allar æðar
mínar er ég sé tiltekna poppstjörnu– sjálfa Miley Cyrus.
Mér finnst leiðinlegt að hata
fólk þannig að ég gaf henni
séns. Reyndi að sjá í gegnum allt
„twerkið“, magabolina og skríls-
lætin. Þarna væri bara lítil stúlka
sem væri að öskra á athygli. Ég
skildi líka ekki almennilega hvaðan
þetta hatur mitt kom. Fyrr en ég
horfði á heimildarmyndina Miley:
The Movement, þar sem söngkonan
hleypti kvikmyndagerðarmönnum
inn í líf sitt og dró ekkert undan.
Þar birtist mér allt önnur Miley.
Mikilmennskubrjálæðis-Miley. Pía
sem varla er byrjuð á blæðingum
en heldur samt að hún stjórni
heiminum. Pía sem mætir fárveik
á hljómsveitaræfingu í magabol.
Hóstar úr sér lungunum en tekur
ekki í mál að splæsa í rúllukraga.
Guð hjálpi okkur frá því hylja
líkama okkar! Pía sem kastar sér
í gólfið eins og lítill krakki ef hún
fær ekki það sem hún vill.
Samt fattaði ég ekki þetta stjórn-
lausa hatur mitt alveg strax. Fannst
hún vissulega vera fáviti en hver er það ekki á vondum degi?
Svo kom að því. Ég sá ljósið. Í myndinni tók Miley lagið Jolene, sem
Dolly Parton gerði frægt, órafmagnað í bakgarðinum heima hjá sér. Þvílík
rödd! Þá rann upp fyrir mér að ég hafði aldrei hlustað almennilega á Miley.
Öll dólgslætin og sleggjusleikingarnar byrgðu mér sýn. Þess vegna er ég
reið út í hana. Ég þoli ekki að hún geti ekki bara treyst á hæfileika sína því
hún er í raun undrabarn. Ég fyllist reiði þegar ég sé hana í enn eitt skiptið
troða upp í níðþröngum undirfötum. Ég hata að hún þurfi að reka út úr
sér tunguna í hvert einasta sinn sem hún sér myndavélarflass.
Þannig að, kæra Miley, nennirðu að fara að haga þér eins og mann-
eskja? Annars verðurðu mikilmennskubrjálæðinu að bráð og heimurinn
fær ekki að njóta þess sem þú átt inni– því það er nefnilega helvítis hell-
ingur!
Kæra Miley
HÆTTU NÚ ALVEG Ég er engin tepra en
þessi tunga drepur mig!
TÓNNINN
GEFINN
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista
Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is.
Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, K100,5, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/
Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, tonlist.is.
LAGALISTINN TÓNLISTINN
14.11.2013 ➜ 20.11.2013
1 Steinar Up
2 Baggalútur og Jóhanna Guðrún Mamma þarf að djamma
3 Jón Jónsson Feel For You
4 One Republic Counting Stars
5 Avicii Hey Brother
6 Miley Cyrus Wrecking Ball
7 Drangar Bál
8 Of Monsters And Men Silhouettes
9 Kaleo Automobile
10 Katy Perry Roar
Í spilaranum
1 Baggalútur Mamma þarf að djamma
2 Kaleo Kaleo
3 Helgi Björnsson Helgi syngur Hauk
4 Sigríður Thorlacius Jólakveðja
5 Páll Óskar Rauða boxið
6 Pálmi Gunnarsson Þorparinn
7 Björgvin Halldórsson Duet III
8 Páll Óskar Bláa boxið
9 Drangar Drangar
10 Bubbi Æsku minnar jól
„Það kom alltaf eitthvað upp á þegar
platan átti að koma út og líka við
vinnslu plötunnar. Nú er hún loks-
ins komin út og ég er mjög stoltur
og sáttur,“ segir tónlistarmaðurinn
Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Hann
hefur nú gefið út sína fyrstu sóló-
plötu ásamt hljómsveitinni sinni,
Atómskáldunum. „Við vinnslu plöt-
unnar varð til virkilega góður og
þéttur hópur sem varð að Atóm-
skáldunum,“ útskýrir Eyþór Ingi.
Grunnarnir á
plötunni eru teknir
upp „live“ og fóru
tökur fram í upp-
tökuverinu Geim-
steini í Keflavík en
um upptökustjórn
sá Stefán Örn Gunn-
laugsson sem er einn
sá vinsælasti í tónlist-
arheiminum hér á landi
í dag.
„Við byrjuðum að
vinna að plötunni árið 2008,
þegar ég og Gunni trommari tókum
upp flest lögin og markmiðið var að
gera plötuna sjálfir en þá hrundi
flakkarinn í gólfið og allt efnið eyði-
lagðist,“ útskýrir Eyþór Ingi. Fleiri
áföll dundu yfir eftir þetta því reynt
var að kýla á að klára upptökurnar
árið 2012. „Þegar ég byrjaði í Vesa-
lingunum ætlaði ég líka að klára
plötuna og var þá Þórður Gunnar
Þorvaldsson upptökustjóri kom-
inn inn í myndina. Hins vegar var
ég mjög upptekinn í leikhúsinu þá
og þegar það hægðist um hjá mér
flutti Þórður Gunnar utan og verk-
efnið var aftur sett á ís.“
Árið 2013 var hins vegar ákveðið
kýla á plötuna.
„Við lentum þó í áföllum þegar
hún átti að fara í hljóðblöndun því
Aron Þór Arnarson sem hljóðbland-
ar plötuna fór á tónleikaferðalag
með John Grant og var hún því að
hluta til mixuð í lestum og á hótel-
herberginu,“ útskýrir Eyþór Ingi.
Hins vegar varð Aron
Þór veikur á lokasprett-
inum og því varð enn
ein töfin. „Þegar plat-
an fór svo í masteringu
hélt ég að hún væri í
höfn en þá kom annað
áfall.“ Þegar platan
fór í masteringu hjá
einum reyndasta upp-
tökumanni landsins,
Bjarna Braga Kjart-
anssyni, ákvað tölv-
an hans að gefa upp öndina. „Þá
leið mér eins og platan ætti hrein-
lega bara ekki að koma út,“ segir
Eyþór léttur í lundu. Þá kom ný
tölva til sögunnar og Bjarni Bragi
náði að klára verkið með miklum
sóma.
Tónlistin á plötunni er fjölbreytt
og hafa áhrifavaldar Eyórs Inga líkt
og Jeff Buckley, Radiohead, David
Bowie, The Smiths og Queens of the
Stone Age sett sinn brag á tónlist-
ina. Þetta eru í raun tónlistarstefnur
frá indí/popptónlist til prog/rokks
en þó er einnig að finna rólegar ball-
öður á plötunni.
Flest lögin eru samin af Eyþóri
Inga og Baldri Hjörleifssyni en þeir
eru einnig æskuvinir. „Við unnum
svo allir efnið í sameiningu þegar
við æfðum fyrir upptökurnar,“
bætir Eyþór Ingi við. Þá eru einn-
ig flestir textarnir ortir af Eyþóri
Inga en fleiri eiga þó texta á plöt-
unni. Allir eru þeir á íslensku nema
einn, sem er á ensku.
Atómskáldin skipa Eyþór Ingi
Gunnlaugsson, Baldur Hjörleifsson
gítarleikari, Helgi Reynir Jónsson
gítar- og píanóleikari, Baldur Krist-
jánsson bassaleikari og Gunnar Leó
Pálsson trommuleikari.
liljakatrin@frettabladid.is
Platan sem ætlaði
aldrei að koma út
Fyrsta sólóplata Eyþórs Inga er komin út en vinnsla plötunnar var ekki eingöngu
dans á rósum. Hljómsveitin Atómskáldin varð einnig til við vinnslu plötunnar.
ÁNÆGÐUR MEÐ ÚTGÁFUNA Eyþór
Ingi Gunnlaugsson er sáttur við
sólóplötuna. MYND/
Leikur Berger í Hárinu í
uppfærslu Silfurtungls-
ins árið 2011
2000
2002
2004
2006
2008
2010
2012
2014
Byrjar með
Ladda-
eftirhermur
og leikur
á harmon-
íkur fyrir
hópa með
óvissuferðir
árið 1998
Leikur í
unglinga-
leikritinu
Kverkatak á
Dalvík árið
2002
Leikur
í Oliver
Twist
fyrir
Leikfélag
Akureyr-
ar árið
2005
Leikur í
Óvitum
fyrir
Leikfélag
Akureyrar
árið 2006
Leikur
Jesú í
uppfærslu
VMA og
MA á Jesus
Christ
Superstar
árið 2007
Sigrar í
söngva-
keppni
framhalds-
skólanna
árið 2007
Gerist
með-
limur í
Todmo-
bile árið
2010
Leikur
Maríus í
Vesaling-
unum í
Þjóðleik-
húsinu árið
2012
Fer fyrir
hönd
Íslands
með lagið
Ég á líf í
Eurovision
árið 2013
➜ Ferill Eyþórs í hnotskurn
Leikur Riff
Raff í Rocky
Horror í
uppfærslu
Leikfélags
Akureyrar
árið 2010
Rúnar Þórisson– Sérhver Vá
Hera Björk – Ilmur af jólum
Björgvin Halldórsson – Duet 3
Vinnur Bandið hans
Bubba árið 2008
Platan Eyþór Ingi og
Atómskáldin kemur út í
nóvember árið 2013