Fréttablaðið - 28.11.2013, Síða 56
28. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING BÍÓ | 44
Sæði og svindl
Northwest, spennumynd
Hér er á ferð dönsk mynd sem fjallar
um átján ára strákinn Casper sem
býr með móður sinni og tveimur
systkinum í Nordvest-hverfinu í
Kaupmannahöfn en það þykir ekki
fínt hverfi. Til að hafa í sig og á og
hjálpa móður sinni hefur Casper
leiðst út í innbrot þar sem hann
sérhæfir sig í að komast yfir alls kyns
eftirsótt rafmagnstæki sem hann
selur smáglæpakónginum Jamal.
Jamal er svindlari og þegar Casper
kynnist öðrum glæpakóngi sem
borgar betur fyrir vörurnar ákveður
hann að hætta að vinna fyrir Jamal.
Þá fýkur í Jamal og hann ákveður að
hefna sín.
Delivery Man, gamanmynd
David, sem leikinn er af Vince
Vaughn, starfar sem sendill hjá kjöt-
verslun föður síns. Faðir hans vildi
óska þess að David færi nú að koma
sér eitthvað áfram í lífinu í stað þess
að hjakka stöðugt í sama farinu.
Dag einn breytist allt þegar lög-
fræðingur sæðisbanka kemur til
Davids og segir honum að sæði sem
hann seldi bankanum fyrir tuttugu
árum hafi fyrir mistök verið notað
til að geta 533 börn og að 142 þeirra
hafi nú ákveðið að höfða mál fyrir
dómstólum þar sem þau krefjast
þess að fá að vita hver faðir þeirra er.
- lkg
FRUMSÝNINGAR
Nóg að gerast í bíó
Á morgun verður kvikmyndin
Prince Avalanche frumsýnd í
Smárabíói og á VOD-leigum lands-
ins. Kvikmyndin er endurgerð af
íslensku kvikmyndinni Á annan veg
sem kom út árið 2011, eftir Hafstein
Gunnar Sigurðsson. Það er enginn
annar en David Gordon Green, sem
er best þekktur fyrir kvikmyndina
Pineapple Express, sem leikstýrir
endurgerðinni.
Gagnrýnendur hafa borið lof á
myndina og margir segja að hún
sé ein besta mynd leikstjórans um
árabil. Hún hefur keppt á nokkrum
virtustu kvikmyndahátíðum heims
og hlaut leikstjórinn Silfurbjörn-
inn á Berlínarhátíðinni fyrir leik-
stjórn í ár. Fréttablaðið náði tali af
David Gordon Green, sem segist
hafa heillast af sögunni af þessum
tveimur aðalsöguhetjum, sem lifa í
mikilli einangrun.
„Ég elska Paul og Emile, við
höfum verið vinir í langan tíma og
það var frábært að að vinna loksins
með þeim,“ segir Green um aðal-
leikara myndarinnar, þá Paul Rudd
og Emile Hirsch. Hann segir það
hafa verið lítið mál að fá Paul Rudd
til þess að leika í myndinni.
„Ég sýndi honum íslensku
myndina og hann var strax til í
þetta,“ segir Green. Einungis tók
sextán daga að taka myndina.
Aðspurðir um muninn á
íslensku og bandarísku útgáfunni,
segist Green hafa reynt að halda í
upprunalega útgáfuna. „Auðvitað er
þetta allt önnur mynd og ég bland-
aði nokkrum atriðum úr mínu lífi og
reynslu í myndina.“
Leikstjórinn hreppti Silfurbjarn-
arverðlaunin í Berlín sem besti leik-
stjórinn fyrir myndina. „Maður veit
aldrei hvað dómnefndum á svona
kvikmyndahátíðum þykir um verk
manns. Það er alltaf ánægjulegt
þegar verkum manns er vel tekið.“
Aðspurður um vitneskju sína
um Ísland segist hann lítið vita um
Ísland en segist þó stórhrifinn af
íslenska hestinum smávaxna. „Ég
fékk þó mun meiri áhuga á Íslandi
eftir að ég vann myndina, mig lang-
ar gjarnan að koma til Íslands og
mig langar að taka upp bíómynd á
Íslandi,“ útskýrir Green.
Þessa dagana vinnur Green að
nýrri kvikmynd þar sem enginn
annar en stórleikarinn Al Pacino
leikur aðalhlutverkið.
gunnarleo@frettabladid.is
David Gordon Green langar að
taka upp bíómynd á Íslandi
David Gordon Green leikstýrir endurgerð á íslensku myndinni Á annan veg. Hann segir Paul Rudd strax
hafa verið til í verkefnið þegar hann sá íslensku myndina en tökur stóðu yfi r í aðeins sextán daga.
ÞRÍR TÖFFARAR
Emile Hirsch, David
Gordon Green og Paul
Rudd á frumsýningu
Prince Avalanche í
Berlín á árinu.
ÚR MYNDINNI
Hér eru félagarnir
í ham í Prince
Avalanche.
NORDICPHOTOS/GETTY
Ég elska Paul og
Emile, við höfum verið
vinir í langan tíma og
það var frábært að vinna
loksins með þeim.
Leikstjórinn David Gordon Green
AFMÆLISBARN DAGSINS
Leikarinn Ed Harris er 63 ára í dag
Helstu myndir: Pollock, Apollo 13, The
Truman Show og A Beautiful Mind.
BÍÓ ★★★★★
Hunger Games 2:
Catching Fire.
Leikstjóri: Francis Lawrence
Leikarar: Jennifer Lawrence, Josh
Hutcherson, Liam Hemsworth, Donald
Sutherland, Woody Harrelson.
Fyrsta myndin í þríleiknum um
Hungurleikana sló rækilega í
gegn og gerði Jennifer Lawrence
að stórstjörnu. Nú er framhaldið
komið í bíó og veldur svo sannar-
lega ekki vonbrigðum. Hungurleik-
arnir 2 er dökk og ágeng og snertir
við áhorfendum.
Myndin hefst um ári eftir að
þeirri fyrri lýkur. Það er ólga í
umdæmunum tólf þar sem almenn-
ingur lifir í fátækt ólíkt hinum
ofurríku í höfuðborginni Kapítól.
Vísanirnar í Rómaveldi eru marg-
ar, gestir í veislu forsetans drekka
kokteila sem fá þá til að kasta upp
til að þeir geti borðað meira meðan
almenningur sveltur. Og Hungur-
leikarnir eru ópíum fólksins –
brauð og leikar þar sem aðeins
einn stendur eftir á lífi. Katniss
Everdeen og Peeta Mellark þurfa
aftur að berjast fyrir lífi sínu á
leikvelli Hungurleikanna, nú á
sérstökum hátíðarleikum, en það
er meira undir – byltingin bíður
handan hornsins, hinn raunveru-
legi óvinur er ríkið sjálft.
Það var til marks um áhrifamátt
myndarinnar að áhorfendur í full-
um sal í Háskólabíói um helgina
klöppuðu undir lok hennar. Þrátt
fyrir að vera ævintýramynd, vís-
indaskáldsaga, hefur myndin
alvarlegan undirtón. Hér er eng-
inn Hollywood-afsláttur. Atriði þar
sem gamall maður er tekinn af lífi
á torgi af stormsveitum Snows for-
seta í upphafi myndarinnar slær
tóninn.
Jennifer Lawrence fer aftur
á kostum sem Katniss. Woody
Harrel son stelur senunni eins og
hann er vanur. Og Donald Suther-
land í hlutverki Snows er réttur
maður á réttum stað.
Hungurleikarnir 2 gæti komist
á lista með flottustu vísindaskáld-
sögum allra tíma. Myndin er stór-
kostleg blanda af Star Wars, Battle
Royal og American Idol. Hún er
kröftug ádeila á misskiptingu,
vald, kapítalismann og eftirlits-
samfélagið. En fyrst og fremst frá-
bær skemmtun, rússíbanareið frá
upphafi til enda. Símon Birgisson
NIÐURSTAÐA: Það besta sem hefur
komið frá Hollywood í langan tíma.
Dökk og ágeng mynd sem snertir við áhorfendum
JÓLA-
TILBOÐ
69.900
FULLTVERÐ KR.
89.900
JÓLA-
TILBOÐ
89.990
FULLTVERÐ KR.
119.900
JÓLA-
TILBOÐ
49.900
FULLTVERÐ KR.
89.900