Fréttablaðið - 28.11.2013, Page 64

Fréttablaðið - 28.11.2013, Page 64
visir.is Meira um leiki gærkvöldsins HANDBOLTI Einn af stærri íþrótta- viðburðum hvers árs á Íslandi er viðureign FH og Hauka í handbolta. Þá er ávallt gríðarlega vel mætt og mikil stemning. Það skemmir ekki fyrir slag þess- ara liða í Olís-deildinni í kvöld að þarna mætast tvö efstu lið deildar- innar. Þau eru bæði með þrettán stig og toppsætið er því í húfi ásamt montréttinum að sjálfsögðu. Haukar unnu fyrri leik liðanna á Ásvöllum með fimm marka mun, 25-20, þannig að FH-ingar hyggja eðlilega á hefndir á heimavelli sínum. FH vann tvo af þremur leikjum þessara félaga í fyrra. Báðir sigrarnir komu á Ásvöllum. Fimleikafélagið steinlá aftur á móti í heimaleik sínum, 18-31, og það tap situr enn í stuðnings- mönnum félagsins. Tveir aðrir leikir fara fram í kvöld. Klukkan 19.00 tekur ÍR á móti HK. Hálftíma síðar hefst leikur Fram og Vals og klukkan 20.00 hefst svo Hafnarfjarðarslagurinn. - hbg Toppsætið í húfi í Hafnarfj arðarslagnum LYKILMAÐUR Sigurbergur Sveinsson, leikmaður Hauka. KÖRFUBOLTI Tapleikur KR í Ljónagryfjunni í Powerade- bikarnum markaði viss tímamót innan KR-liðsins. Þetta er eina tap liðsins í deild eða bikar í vetur og eftir þennan leik fékk Martin Hermannsson að klæðast treyjunni „sinni“ á ný. Pavel Ermolinskij kvaddi KR fyrir tveimur árum, þá sem tvöfaldur meistari og besti leikmaður ársins. Martin Hermannsson fékk mun stærra hlutverk í liðinu og treyju númer fimmtán þegar Pavel fór út í atvinnumennsku. Þegar Pavel snéri aftur í KR í haust vandaðist hins vegar málið. Bæði Pavel og Martin vildu vera í treyju númer fimmtán. „Það var komin upp smá pattstaða þarna en í staðinn fyrir að fara í eitthvað hart þá ákváðum við bara að komast að þessari niðurstöðu,“ segir Pavel Ermolinskij. Niðurstaðan var að Pavel, sá eldri og reyndari, byrjaði leiktíðina í fimmtán en þeir þyrftu síðan að skipta um treyjur við hvern tapleik. Báðir hjátrúarfullir „Pavel var mjög sanngjarn. Ég var ánægður með það. Hann tók enga stjörnustæla á þetta og nýtti sér aldur eða landsleiki. Við erum báðir nett hjátrúarfullir og vilj- um báðir vera númer fimmtán. Ég held að þetta sé besta lausnin,“ segir Martin. Martin hefur verið frábær síðan hann komst í sitt númer og KR-ing- ar hafa unnið síðustu fjóra leiki sína. „Ég hef alltaf verið númer fimmtán, upp alla yngri flokka og í flestum landsleikjum. Pabbi var alltaf númer fimmtán og það er aðalástæðan fyrir því að ég spila í fimmtán. Fimmtán er einhvern veginn bara partur af manni,“ segir Martin. Hann er með 22,3 stig og 4,3 stoðsendingar að með- altali í leik síðan hann komst í „réttu“ treyjuna. Alexander Ermolinskij, faðir Pavels, spilaði lengst- um í númer níu, treyjunni sem Pavel spilar í eftir tap- leikinn í Njarðvík. Búinn að vinna fyrir henni „Ef strákurinn væri ekki að standa sig þá væri ég löngu búinn að kippa honum úr treyjunni. Hann er búinn að vinna fyrir henni og meira en það,“ segir Pavel en það er samt morg- unljóst að Pavel vill vera númer fimmtán frekar en í treyju númer níu. Pavel hrósar Martin fyrir frammistöðuna. „Hann er orðinn hörkugóður körfuboltamaður og er búinn að vera frábær fyrir okkur í vetur. Vonandi held- ur hann svona áfram,“ segir Pavel og það er einkenni á KR-liðinu hversu margir skila til liðsins. „Við þurfum ekki ein- hverja 30 stiga menn þótt það sé meiri líkur en minni á því að leik- menn í KR-liðinu eigi eftir að eiga súperdag. Við pössum upp á það að vera ekki að setja þá pressu á einn eða tvo leikmenn heldur leyfa þessu að ráðast. Ég gæti spilað eigingjarnari bolta en það liggur í augum uppi að það myndi bara gera þetta lið verra,“ segir Pavel. „Það verður aldrei sami mað- urinn stigahæstur í þessu liði leik eftir leik. Við getum allir átt stór- leiki og allir hitt á vondan dag. Einhver annar þarf þá að stíga fram,“ segir Martin. KR-ingar eru stoltir af því hversu margir uppaldir KR-ingar eru í liðinu í dag. „Ég finn rosalega mikinn mun á því frá því í fyrra þegar við vorum með tvo Kana í byrjunarliðinu. Maður finnur KR- hjartað og KR-egóið í leikmönnum. Ég fer líka inn í hvern einasta leik stoltur af því að vera í KR-treyj- unni,“ segir Martin. Pavel er efstur í KR-liðinu í fráköstum og stoðsendingum en Martin er stigahæsti leikmaður liðsins og annar í stoðsendingum. „Ég reyni bara að gefa liðinu það sem það þarf hverju sinni. Ég er ekki að setja einhverja pressu á sjálfan mig að vera með einhverja fáránlega leiki eða fáránlegar tölur. Ég veit að ég á þátt í velgengni liðsins en reyni að laga mig að því sem þarf í hverjum leik,“ segir Pavel. Maður sem kann allt Martin er ánægður með Pavel. „Pavel er náttúrulega gríðarlegur liðsstyrkur. Maður sem kann allt í þessum bransa og gerir menn í kringum sig betri. Virkilega þægi- legt og gott að spila með honum. Hann opnar mikið fyrir aðra og er með hrikalega góðar sendingar,“ segir Martin. Martin hefur tekist að vinna sér sæti í byrjunarliðinu og landsliðs- maðurinn Brynjar Þór Björnsson þarf að sætta sig við það að byrja á bekknum. „Það er hrikalega sterkt fyrir okkur að eiga Brynj- ar á bekknum. Það heldur manni á tánum vitandi að hann er á bekkn- um. Maður þarf að gefa sig allan í þetta,“ segir Martin og það eru fleiri ungir leikmenn að banka á dyrnar í KR-liðinu. „Ef þú ert nógu góður eins og Martin og fleiri strákar í KR þá áttu eftir að fá að spila,“ sagði Pavel og hann og reyndari leikenn liðsins vita vel að þeir mega ekkert slaka á. „Þeir eru nú þegar búnir að taka treyj- urnar af okkur,“ segir Pavel í léttum tón. ooj@frettabladid.is Engir stjörnustælar í slagnum um treyju fi mmtán Pavel Ermolinskij og Martin Hermannsson vilja báðir vera númer fi mmtán hjá karlaliði KR í Dominos- deildinni en sættust á skemmtilega lausn. Þeir þurfa að skipta um treyju eft ir hvern tapleik. TREYJAN SEM ALLT ÞETTA SNÝST UM Martin Hermannsson og Pavel Ermolinskij sjást hér saman með KR-treyjuna sem þeir vilja báðir spila í. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN TREYJUTÖLFRÆÐI MARTINS Í treyju 9 Í treyju 15 (3 leikir) (4 leikir) 14,3 Stig í leik 22,3 2,7 Fráköst í leik 3,8 4,0 Stoðsendingar í leik 4,3 15,3 Framlag í leik 24,3 TREYJUTÖLFRÆÐI PAVELS Í treyju 9 Í treyju 15 (4 leikir) (4 leikir) 11,3 Stig í leik 10,8 11,5 Fráköst í leik 13,3 5,0 Stoðsendingar í leik 8,3 19,3 Framlag í leik 23,3 SPORT ÚRSLIT MEISTARADEILD EVRÓPU A-RIÐILL LEVERKUSEN - MAN. UNITED 0-5 0-1 Antonio Valencia (22.), 0-2 Emir Spahic, sjálfsmark (30.), 0-3 Jonny Evans (65.), 0-4 Chris Smalling (77.), 0-5 Nani (88.). SHAKHTAR D. - REAL SOCIEDAD 4-0 1-0 Luiz Adriano (37.), 2-0 Alex Teixeira (48.), 3-0 Douglas Costa (68.), 4-0 Douglas Costa (87.). STAÐAN Manhester United 5 3 2 0 11-3 11 Shakhtar Donetsk 5 2 2 1 7-5 8 Leverkusen 5 2 1 2 8-10 7 Real Sociedad 5 0 1 4 1-9 1 B-RIÐILL REAL MADRID - GALATASARAY 4-1 1-0 Gareth Bale (37.), 1-1 Umut Bulut (38.), 2-1 Alvaro Arbeloa (51.), 3-1 Angel Di Maria (63.), 4-1 Isco (80.). Rautt spjald: Sergio Ramos, Real Madrid (26.). JUVENTUS - FC KAUPMANNAHÖFN 3-1 1-0 Arturo Vidal, víti (29.), 1-1 Olof Mellberg (56.), 2-1 Arturo Vidal, víti (61.), 3-1 Arturo Vidal (63.). STAÐAN Real Madrid 5 4 1 0 18-5 13 Juventus 5 1 3 1 9-8 6 Galatasaray 5 1 1 3 7-14 4 FCK 5 1 1 3 4-11 4 C-RIÐILL ANDERLECHT - BENFICA 2-3 1-0 Chancel Mbemba (18.), 1-1 Nemanja Matic (34.), 1-2 Chancel Mbemba, sjálfsmark (52.), 2-2 Massimo Bruno (77.), 2-3 Rodrigo (90.) PSG - OLYMPIAKOS 2-1 1-0 Zlatan Ibrahimovic (7.), 1-1 Konstantinos Manolas (80.), 2-1 Edinson Cavani (90.). Rautt spjald: Marco Verratti, PSG (46.) STAÐAN Paris Saint-Germain 5 4 1 0 15-3 13 Olympiakos 5 2 1 2 7-7 7 Benfica 5 2 1 2 6-7 7 Anderlecht 5 0 1 4 3-14 1 D-RIÐILL CSKA MOSKVA - BAYERN MÜNCHEN 1-3 0-1 Arjen Robben (17.), 0-2 Mario Götze (56.), 1-2 Keisuke Honda, víti (61.), 1-3 Thomas Müller, víti (65.). MAN. CITY - VIKTORIA PLZEN 4-2 1-0 Sergio Agüero, víti (33.), 1-1 Tomas Horava (43.), 2-1 Samir Nasri (65.), 2-2 Stanislav Tecl (69.), 3-2 Alvaro Negredo (78.), 4-2 Edin Dzeko (89.). STAÐAN Bayern München 5 5 0 0 15-2 15 Manchester City 5 4 0 1 15-8 12 CSKA Moskva 5 1 0 4 7-15 3 Viktoria Plzen 5 0 0 5 4-16 0 DOMINO‘S-DEILD KVENNA SNÆFELL - KR 60-64 KEFLAVÍK - KR 70-48 Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 14/5 stolnir, Bryndís Guðmundsdóttir 14/11 fráköst. Njarðvík: Jasmine Beverly 21/11 fráköst, Sara Dögg Margeirsdóttir 9. GRINDAVÍK - HAMAR 57-73 Grindavík: Lauren Oosdyke 25/21 fráköst, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 10, Ingibjörg Jakobs- dóttir 9/5 stoðsendingar, María Ben Erlingsdóttir 9/15 fráköst. Hamar: Marín Laufey Davíðsdóttir 20/18 fráköst, Di‘Amber Johnson 20 Fanney Guðmundsdóttir 17. HAUKAR - VALUR 63-51 Haukar: Lele Hardy 18/22 fráköst/9 stoðsend- ingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 15/5 fráköst. Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 17, Jaleesa Butler 10/14 fráköst. STAÐAN Keflavík 12 10 2 920-843 20 Snæfell 12 9 3 931-788 18 Haukar 12 8 4 936-853 16 Hamar 12 5 7 850-877 10 Grindavík 12 5 7 839-901 10 Valur 12 5 7 854-875 10 KR 12 4 8 817-863 8 Njarðvík 12 2 10 802-949 4 FÓTBOLTI Ragnar Sigurðsson og Rúrik Gíslason voru báðir í byrjunar- liði FC Kaupmannahafnar sem tapaði fyrir Juventus, 3-1, í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í gær. Arturo Vidal skoraði öll mörk Juventus sem vann þar með sinn fyrsta sigur í riðlinum. Möguleikar FCK eru þó ekki úr sögunni en til þess að eiga möguleika á sæti í 16-liða úrslitum keppninnar þarf liðið að vinna Real Madrid á heimavelli í lokaumferðinni og treysta á að Juventus tapi fyrir Galatasaray á sama tíma. Manchester United er öruggt áfram í 16-liða úrslitin eftir frábæran 5-0 sigur á Bayer Leverkusen í Þýskalandi. Wayne Rooney fór á kostum og lagði upp fyrstu fjögur mörk leiksins. PSG komst svo áfram eftir nauman sigur á Olympia- kos á heimavelli, 2-1. - esá Vidal skaut Íslendingaliðið í kaf 28. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.