Fréttablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 66
28. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 54 ➜ Óvæntasta útspilið Ari Freyr Skúlason er sá leikmaður íslenska liðsins sem að okkar mati bætti sig mest í keppninni en Ari Freyr eignaði sér vinstri bakvarðarstöðuna þegar leið á undankeppnina. Ari Freyr var þekktari sem miðjumaður með félagsliðum sínum en Lars Lagerbäck veðjaði á að skella honum í vinstri bakvörðinn með góðum árangri. Ari Freyr sýndi það í umspilsleikjunum við Króata hversu mikið hann hefur þroskast í þess- ari stöðu. Gylfi Þór Sigurðsson átti frábæra undankeppni með íslenska landsliðinu. Hann var markahæsti maður liðsins (ásamt Kolbeini), hann var einnig sá sem gaf flestar stoðsendingar, enginn var með hærri meðaleinkunn í Fréttablaðinu og enginn leikmaður liðsins skoraði fleiri sigurmörk liðsins í keppninni (tvö í útileikjum á móti bæði Albaníu og Slóveníu). Gylfi kom með beinum hætti að átta mörkum íslenska liðsins í undankeppninni, skoraði fjögur og lagði upp fjögur. Hann fékk níu í einkunn hjá Fréttablaðinu í þremur leikjum, á móti Slóveníu (úti), á móti Sviss (úti) og Albaníu (heima). FÓTBOLTI Íslenska karlalandsliðið rétt missti af heimsmetinu þegar liðið tapað seinni umspilsleiknum á móti Króatíu á dögunum. Strák- arnir héldu út í ellefu lotur af tólf ef við notum hnefaleikalíkingamál landsliðsþjálfaranna Lars Lager- bäck og Heimis Hallgrímssonar og undankeppni HM 2014 í Brasilíu er nú orðin sú sem aðrar undankeppn- ir verða hér eftir miðaðar við. Íslenska landsliðið er að stærst- um hluta skipað ungum og hungr- uðum leikmönnum sem mættu fullir sjálfstraust til leiks að þessu sinni og ætla sér ekki minni afrek í næstu framtíð. Það verður þó örugglega ekki auðvelt verk að gera betur en undanfarna fimm- tán mánuði. Þrír leikmenn íslenska liðs- ins voru inná allan tímann, það er spiluðu allar 90 mínúturnar í öllum tólf leikjunum. Þetta voru markvörðurinn Hannes Þór Hall- dórsson, miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson og miðjumaðurinn Birkir Bjarnason. Aðrir leikmenn spiluðu minna þar sem leikbönn eða meiðsli áttu mikinn þátt í því að þeir gátu ekki verið með í öllum leikjunum. Fréttablaðið gerir upp undan- keppnina á þessari síðu og þar má finna nokkrar útnefningar blaða- manna íþróttadeildarinnar fyrir þá leikmenn sem stóðu upp úr í þess- ari einstöku undankeppni. ooj@frettabladid.is Þrír voru inná alla undankeppnina Fréttablaðið gerir í dag upp frammistöðu karlalandsliðsins í fótbolta í undankeppni HM 2014 sem lauk á dögunum. Síðustu fi mmtán mánuði endurskrifuðu íslensku strákarnir og Lars Lagerbäck sögu íslenska landsliðsins í undankeppni heimsmeistarakeppninnar. SAUTJÁN MÖRK Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki Kolbeins Sigþórssonar með Kolbeini, Jóhanni Berg Guð- mundssyni og Eiði Smára Guðjohnsen. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ➜ Fallegasta markið Gylfi Þór Sigurðsson skoraði magnað mark beint úr aukaspyrnu í útileiknum á móti Slóveníu í mars. Mörkin hans Jóhanns Berg í Sviss eða sigurmark Gylfa beint úr aukaspyrnu í dembunni í Albaníu gerðu öll tilkall til þess að vera fallegasta markið. Staðreyndin er hins vegar sú að það er ekki hægt að skora öllu flottara mark en það sem Gylfi skoraði beint úr aukaspyrnu af 30 metra færi á Stozice-leikvang- inum í Ljubljana. Gylfi hitti boltann frábærlega og hann small af slánni og inn efst í markhorninu, algjörlega óverjandi fyrir markvörð Slóvena. ➜ Besta frammistaðan Mikilvægi þriggja leikmanna íslenska landsliðsins leynir sér ekki í tölfræði liðsins í undankeppni HM 2014. Þegar leiðtoginn Aron Einar Gunnarsson, leikstjórinn Gylfi Þór Sigurðsson og markamaskínan Kolbeinn Sigþórsson voru inni á vellinum var sóknarleikur íslenska liðsins í túrbó-gírnum. Þeir félagar voru allir inná í 535 mínútur í leikjunum tólf í undankeppninni og þann kafla vann íslenska liðið 13-9. Þær 545 mínútur sem vantaði ein- hvern þeirra fóru hins vegar 4-8 fyrir mótherjanna. Íslenska liðið skoraði þannig á 41,2 mínútna fresti með Aron, Gylfa og Kolbein alla á vellinum en það liðu 136,3 mínútur á milli marka þann hluta undankeppninnar þegar einhvern vantaði í hina heilögu þrenningu íslenska liðsins. Metin sem féllu í undankeppninni Besti árangur í undankeppni 2. sæti og sæti í umspili Flestir sigrar í einni undankeppni 5 sigrar í 10 leikjum Flest stig í einni undankeppni 17 stig í 10 leikjum Flest mörk í einni undankeppni 17 mörk í 10 leikjum Flestir leikir í röð í undankeppni HM án taps 5 leikir í röð án taps (2 sigrar, 3 jafntefli) Skorað í flestum leikjum í röð í undankeppni HM 4 leikir Kolbeinn Sigþórsson Flest mörk í einum leik í undankeppni 3 - Jóhann Berg Guðmundsson á móti Sviss HEILAGA ÞRENNINGIN Í ÍSLENSKA LIÐINU ÞEIR TÍU LEIKMENN ÍSLANDS SEM LÉKU FLESTAR MÍNÚTUR Í UNDANKEPPNI HM 2014 ➜ Ísland spilaði 12 leiki í undankeppni HM í Brasilíu, 10 í riðlakeppni og 2 í umspili, alls 1.080 mínútur Ragnar Sigurðsson 1.080 mínútur Birkir Bjarnason 636 mínútur Jóhann Berg Guðmundsson 982 mínútur Gylfi Þór Sigurðsson 927 mínútur Ari Freyr Skúlason 924 mínútur Aron Einar Gunnarsson 727 mínútur Birkir Már Sævarsson Hannes Þór Halldórsson 860 mínútur Kári Árnason 629 mínútur Kolbeinn Sigþórsson ➜ Besti leikmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson skoraði stórkostlega þrennu í 4-4 jafnteflinu á móti Sviss í Bern í september. Hvaða knattspyrnumaður sem er hefði getað sprungið úr stolti yfir hverju þeirra marka hvað þá að skora þau öll í sama leiknum. Jóhann Berg innsiglaði þrennuna og tryggði íslenska liðinu endur- komujafntefli með því að skora með glæsi legu langskoti í uppbótartíma leiksins. Jóhann Berg er fyrsti og eini íslenski landsliðs- maðurinn sem nær að skora þrjú mörk í sama leik í undankeppni stórmóts. Það vissu örugglega ekki margir hver Birkir Bjarnason var í upphafi undankeppninnar en hann endaði hana sem einn af markahæstu leikmönnum liðsins og eini miðju- og sóknarmaðurinn sem var inni á vellinum alla keppnina. Birkir átti reyndar ekki góða leiki í um- spilinu við Króata en var fram að því búinn að sanna sig sem lykilmaður liðsins. Vinnusemin og dugnaðurinn voru engu lík en jafnframt var hann einn af þeim leikmönnum liðsins sem reyndu alltaf að koma boltanum í spil. ➜ Spútnikstjarnan Íslenska landsliðið tapaði aðeins einum leik í undan- keppninni með Kolbein Sigþórsson innanborðs og það var heimaleikur á móti Slóveníu þar sem liðið var án Gylfa Þórs Sigurðssonar (í leikbanni) og missti fyrir- liðann Aron Einar Gunnarsson af velli í upphafi seinni hálfleiks í stöðunni 2-2. Kolbeinn missti af upphafi keppninnar sem og síðasta einum og hálfa leiknum vegna ökklameiðslanna sem hann varð fyrir rétt fyrir hálfleik í fyrri umspils- leiknum við Króata. Ísland vann þrjá og gerði þrjú jafntefli í þessum sjö leikjum hans og Kolbeinn skoraði í fjórum síðustu leikjunum þar sem hann tók þátt í seinni hálfleik. ➜ Mikilvægasti leikmaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.