Fréttablaðið - 04.12.2013, Side 24
FÓLK|FERÐIR
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og
þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið
fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson,
sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447
Nafnið Harry var vinsælt í lengri
tíma, sérstaklega á meðan Harry
Potter-myndirnar voru vinsælast-
ar. Nú eru George, Kate, William
og Harry á fallanda fæti eftir því
sem segir í The Times.
Ný nöfn stinga upp kollinum á
vinsældalistanum, sérstaklega úr
þáttunum Downton Abbey.
Þannig eru stúlknanöfnin Vio-
let, Elsie, Ivy, Rose, Mary og Cora
komin á listann ásamt drengja-
nöfnunum Thomas og Matthew.
Öll þessi nöfn eru þekkt úr sjón-
varpsseríunni.
Einnig gætir áhrifa á nafn-
giftir frá þáttunum Breaking
Bad, til dæmis Jesse, sem er ein
aðalpersónan í þeim þáttum, og
Skyler.
Sjónvarpsþættirnir Game of
Thrones hafa gert nafnið Arya
vinsælt í Bretlandi og sömuleiðis
nafnið Sansa. Homeland hefur
einnig áhrif á nafngiftir en þar
koma fyrir nöfnin Nicholas og
Brody.
Oliver og Olivia eru afar vinsæl
nöfn um þessar mundir í Bretlandi
en nöfn eru líka sótt í Biblíuna;
Jacob og Noah eru á lista yfir tíu
vinsælustu drengjanöfnin. Önnur
vinsæl drengjanöfn eru Jason,
Tristan og Arthur. Annað nafn litla
prinsins, Alexander, hefur einnig
tekið kipp að undanförnu.
SÆKJA NÖFN TIL
DOWNTON ABBEY
George hefur verið vinsælt nafn í Bretlandi lengi og
þó sérstaklega eftir að yngsti prins landsins fékk það
nafn. Nú eru hins vegar konungleg nöfn að víkja
fyrir nöfnum úr þáttunum Downton Abbey.
ÁHRIF Sjónvarpsþættir hafa áhrif á foreldra þegar þeir gefa börnum sínum nafn.
Gönguferðir og fjallgöngur verða sífellt vinsælli meðal Íslendinga á öllum aldri. Nú þegar veturinn er
genginn í garð breytast aðstæður fyrir
göngumenn enda er víða snjóþungt og
hált. Nýliðar þurfa sérstaklega að huga
að breyttum aðstæðum og segir Páll Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri Ferða-
félags Íslands, að hér á landi sé allra
veðra von yfir veturinn og mikilvægt að
huga að undirbúningi og búnaði. „Það
sem breytist helst hér á landi er að allar
aðstæður verða erfiðari og göngumenn
geta fyrirvaralaust lent í blindbyl. Margir
ganga sömu gönguleiðir og fjöll og þeir
gengu um sumarið en þar geta aðstæður
verið allt aðrar yfir veturinn. Því er mikil-
vægt að vera búinn að skipuleggja ferðina
vel, jafnvel þótt um stutta dagsferð sé að
ræða.“
Því er mikilvægt fyrir göngumenn að
vera meðvitaðir um hvaða leiðir séu
farnar. „Ég get tekið Esjuna sem dæmi.
Það er mjög vinsælt að labba upp á hana
yfir sumartímann en yfir veturinn er ekki
skynsamlegt fyrir óvana göngumenn að
vera þar á ferli. Klettarnir geta verið flug-
hálir og hættulegir. Það er nóg af fjöllum
hér á suðvesturhorninu sem bjóða upp á
betri aðstæður yfir vetrartímann.“
Hann nefnir í því sambandi Úlfarsfell,
Helgafell og Mosfell og síðan sé alltaf
vinsælt að klífa Ingólfsfjall. „Það er nóg
af fjöllum með langar aflíðandi brekkur
í stað þess að vera í klettum eða bröttu
umhverfi.“
Góður búnaður skiptir auðvitað miklu
máli. Göngumenn verða að vera vel skó-
aðir og í hlýjum fatnaði. „Það er síðan
mjög gott að vera með GPS-tæki ef maður
skyldi lenda í blindbyl. Einnig er góð regla
að vera ekki einn á ferð heldur í að lág-
marki tveggja til þriggja manna hópi og
láta um leið nánustu aðstandendur vita
um ferðaáætlun, jafnvel þótt um stutta
dagsferð sé að ræða.“
UNDIRBÚNINGUR
SKIPTIR MÁLI
GENGIÐ Í VETUR Aðstæður breytast fyrir göngumenn hérlendis yfir veturinn.
Mikilvægt er að huga vel að undirbúningi og góðum búnaði.
VETRARFEGURÐ Skagfjörðsskáli í Þórsmörk er vinsæll áfangastaður yfir
vetrartímann hjá göngumönnum. MYND/BRYNHILDUR ÓLAFSDÓTTIR
ALLRA VEÐRA VON
„Aðstæður verða
erfiðari og göngumenn
geta fyrirvaralaust lent
í blindbyl,“ segir Páll
Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri FÍ.
MYND/STEFÁN
■ JÓLADÓTIÐ Jólaiðnaðurinn er risastór. Í Kína er framleitt lang-
mest af leikföngum og öðrum hlutum sem ætlaðir eru til jólagjafa.
Talið er að 75% allrar leikfangaframleiðslu í heiminum fari fram
þar í landi. Fyrir jólin er unnið nánast allan sólarhringinn í þeim
átta þúsund leikfangaverksmiðjum sem eru í Kína. Þar verða til
alls kyns leikföng og meðal annars mjúk tuskudýr sem eru eins og
Disney-fígúrur og börnin vilja eignast. Fyrir jólin í fyrra var fjallað
um það í Daily Mail að starfsmenn þessara verksmiðja vinni að
minnsta kosti fimmtán tíma á dag. Í einum vinnusalnum störfuðu
eitt þúsund manns sem hvorki
fengu að tala saman á vinnu-
tíma né hlusta á tónlist. Þeir voru
þvingaðir til að borða mat sem
fyrirtækið útvegaði og taldist
ekki sérlega næringarríkur. Starfs-
fólkið þarf að búa á staðnum og sofa
í svefnálmum þar sem fjórtán starfs-
menn deila sömu dýnu. Mánaðar-
laun eru undir 30 þúsundum.
Ýmis mannréttindasamtök
hafa fjallað um
aðstæður og
kjör þessa fólks.
JÓLAIÐNAÐURINN Í KÍNA
DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI
SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS
Taka 12 Kg · Hljóðlát
Stórt op > auðvelt að hlaða
Sparneytin amerísk tæki.
<Þvottvélin tekur
heitt og kalt vatn Afkastamikill
þurrkari >
Þvottavél Þurrkari12 kg
Amerísk
gæðavara
Amerísk
gæðavara
Glæsilegt ekta jólahlaðborð í sniðugum umbúðum fyrir smærri fyrirtæki, heimili og klúbba. Maturinn er tilbúinn beint á borðið og aðeins þarf að hita sósu og uppstúf ásamt
baunum og rauðkáli eftir smekk.
Þú pantar með góðum fyrirvara, þó eigi síðar en 2 dögum áður og
við höfum tilbúið fyrir þig að sækja þann dag sem veislan er haldin.
Rauðbeðusíld
Karrýeplasíld
Graflax og dillsósa
Kryddjurtabökuð bleikja
Sýrt grænmetissalat
Kalkúnabringa og aspas
Hamborgarhryggur
Hangikjöt og ananas
Jólapaté og sulta
Kartöflusalat
Eplasalat
Rauðkál, baunir
Kartöflur og uppstúf
Rauðvínssósa
Laufabrauð, rúgbrauð,
baguettebrauð
Allt þetta fyrir aðeins 3650 kr. á mann
eða 14.600 kr. fyrir 4*
Sniðugt og bragðgott jólahlaðborð fyrir smærri fyrirtæki, heimili og klúbba
Brynjar Eymundsson
matreiðslumeistari
*Hver bakki er fyrir 4
og þarf að miða við það.
Höfnin Geirsgötu 7c Símar: 5112300 - 8941057 www.hofnin.is
Litlu jólin
Frá
Höfninni