Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.01.2014, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 31.01.2014, Qupperneq 4
31. janúar 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 HEILBRIGÐISMÁL Íslenskir sjúkra- þjálfarar nota sumir hverjir óhefð- bundnar lækningaaðferðir á skjól- stæðinga sína. „Læknisfræðilega nauðsynlegar“ meðferðir sjúkraþjálfara eru sam- kvæmt reglugerð um sjúkratrygg- ingar niðurgreiddar af Sjúkratrygg- ingum Íslands um allt að 80% af heildarkostnaði meðferðanna. Í rammasamn- ingi Sjúkratrygg- inga Íslands og sjúkraþjálfara er tilgreint hvaða aðferðir sjúkra- þjálfara séu við- urkenndar og þannig heimilt að fá niðurgreiddar. Dæmi eru um að sjúkraþjálfarar noti höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð, sem er ekki viðurkennd aðferð í hefðbundn- um læknisfræðilegum skilningi og ekki samþykkt í rammasamningi SÍ. Heiðar Örn Arnarson, kynn- ingarfulltrúi SÍ, segir stofnunina áður hafa fengið ábendingar um að sjúkraþjálfarar beiti aðferðinni og að óheimilt sé að innheimta fyrir slíka þjónustu í skjóli rammasamn- ingsins. „Í mínum höndum nýtist þetta betur en margt annað sem ég hef reynt,“ segir sjúkraþjálfari sem notar höfuðbeina- og spjaldhryggs- meðferð í starfi sínu. Viðkomandi vildi ekki láta nafns síns getið vegna þess hversu umdeild aðferðin er innan heilbrigðisstéttarinnar. „Ég get hjálpað fleirum en ég hefði annars gert með þessu. Þegar maður er orðinn fær í sínu fagi veit maður hvað virkar og hvað virkar ekki,“ segir sjúkraþjálfarinn. Viðkomandi viðurkennir að vand- aðar rannsóknir sem sýni fram á virkni meðferðarinnar séu ekki fyrir hendi, en segir árangurinn engu að síður ótvíræðan. „Þetta eru ekki raunveruleg vís- indi, læknisfræði, né meðferð,“ segir Björn Geir Leifsson, skurð- læknir um höfuðbeina- og spjald- hryggsmeðferðir sem sumir sjúkra- þjálfarar nota. „Ég vil meina að fólk sem notar þessar meðferðir hafi góðan ásetn- ing, en því miður þá eru vísindin þarna að baki bara hugarburður,“ segir Björn. Hann segir áhyggjuefni að heil- brigðisstarfsmenn eyði tíma í slíkar meðferðir, enda verði almenningur að geta gert þær lágmarkskröfur að þeir beiti viðurkenndum aðferðum. Þá segir hann ámælisvert að verið sé að nota opinbert fé til að greiða fyrir meðferðirnar. Björn hefur þó orð á því að óhefð- bundnar meðferðir geti gert gagn, en ekki vegna þess að þær geri það sem þær segjast gera. „Það sem er gott í mörgum af þessum meðferðum er slökun og snerting og annað sem veitir vel- líðan. Það getur haft mjög jákvæð áhrif, en þá þarf bara að koma hreint fram og kalla meðferð- ina slökun eða nudd en ekki eitt- hvað annað sem byggir á einhverri ímyndun,“ segir Björn Geir Leifs- son. johanness@frettabladid.is Niðurgreiða óvísindalegar meðferðir sjúkraþjálfara Dæmi eru um að sjúkraþjálfarar beiti óhefðbundnum lækningaaðferðum á sjúklinga í niðurgreiddum með- ferðum. Sjúkratryggingar Íslands segja slíkt óheimilt, enda verði sjúkraþjálfarar að beita viðurkenndum læknis- fræðilegum aðferðum. Læknir segir óheiðarlegt gagnvart sjúklingum að nota óvísindalegar aðferðir. SJÚKRAÞJÁLFUN Sjúkraþjálfarar eru skilgreindir sem heilbrigðisstarfs- menn í lögum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BJÖRN GEIR LEIFSSON FÓLK Til greina kemur að Hvalfjarð- arsveit komi að því að kosta áfram- haldandi starf djákna við Dvalar- heimilið Höfða á Akranesi. Til stóð að staða djáknans, sem hafði hingað til numið 20% af fullri stöðu, legðist af frá og með 1. apríl, en það vildi vistfólk ekki sætta sig við. Þess vegna rituðu fjórar konur úr Hvalfjarðarsveit sveitarstjórn- inni bréf þar sem þess var farið á leit að hreppurinn kæmi að kostnað- inum við að halda þjónustu djákn- ans. „Við teljum starfsemi djákn- ans mjög mikils virði fyrir okkur íbúana á Höfða,“ segir í bréfi kvennanna, „og okkur þætti miður ef hún legðist af. Því er það ein- læg ósk okkar að þið í sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar sæjuð ykkur fært að styrkja þessa starfsemi út árið.“ Laufeyju Jóhannesdóttur, sveit- arstjóra Hvalfjarðarsveitar, var í framhaldinu falið að taka erindið upp við bæjarstjóra Akraness og framkvæmdastjóra Höfða. - þj Bréf íbúa á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi til Hvalfjarðarsveitar: Biðla til sveitar að kosta djákna DVALARHEIMILIÐ HÖFÐI Fjórar konur sem búa á dvalarheimilinu hafa biðlað til Hvalfjarðarsveitar að kosta stöðu djákna sem annars verður lögð niður. MYND/DVALARHEIMILIÐ HÖFÐI 4.920 báru eiginnafnið Guðrún þann 1. janúar en 5.324 heita Jón og eru þetta algengustu eigin- nöfnin hér á landi. Heimild: Hagstofa Íslands 3% Íslendinga bera eigin-nafnið Jón eða Guðrún AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundur@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Löður er með á allan bílinn Við erum á sex stöðum á höfuðborgarsvæðinu www.lodur.is - Sími 544 4540 Rain-X býður upp á fullkomna yfirborðsvörn Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti KÍNA, AP Kínverjar vísuðu í gær bandaríska blaðamanninum Austin Ramzy úr landi. Bandaríkjastjórn gagnrýnir ákvörðunina og aðrar hömlur sem settar hafa verið á störf bandarískra blaðamanna í Kína. „Þessar hömlur og þessi með- ferð fara ekki heim og saman við fjölmiðlafrelsi – og stangast illi- lega á við meðferð Bandaríkjanna á kínverskum og öðrum erlendum fréttamönnum,“ segir Jay Carney, talsmaður Hvíta hússins. - gb Kínverjar ritskoða: Blaðamanni vísað úr landi Ingibjörg Karlsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Sunnudagur Minnkandi vindur en strekkingur allra austast og vestast. VAXANDI VINDUR verður á landinu í dag og má gera ráð fyrir strekkingsvindi allvíða fram á sunnudag en hvassviðri eða stormi allra syðst og með SA-ströndinni. Það snjóar líklega um tíma vestan til í dag en verður að mestu úrkomulaust þar um helgina. 0° 7 m/s 0° 7 m/s 1° 7 m/s 6° 15 m/s Á morgun Strekkingur en hvassviðri eða stormur með suðausturströndinni. Gildistími korta er um hádegi 0° -1° 1° -1° -2° Alicante Aþena Basel 16° 13° 4° Berlín Billund Frankfurt 2° 0° 5° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn 6° 0° 0° Las Palmas London Mallorca 20° 9° XX° New York Orlando Ósló 3° 22° -3° París San Francisco Stokkhólmur 9° 13° -2° 4° 14 m/s 5° 16 m/s 3° 9 m/s 3° 15 m/s 1° 7 m/s 3° 9 m/s -1° 10 m/s 6° 1° 4° 3° 2° REYKJAVÍKURBORG „Eðlilegt er að krefjast þess að borginni verði bættar útsvarstekjur sem falla endanlega niður og útgjöld sem falla til vegna þessara aðgerða,“ segir í samþykkt borgarráðs um áhrif ráðstöfunar á séreignar- sparnaði. Vísað er til minnisblaðs fjár- málaskrifstofu borgarinnar þar sem rakin eru neikvæð áhrif fyrirliggjandi tillagna og tengdra laga um ráðstöfun séreignar- sparnaðar til lækkunar höfuð- stóls fasteignalána, annars vegar á útsvarstekjum og hins vegar á launatengdum útgjöldum. Heildaráhrif til tekjulækkunar og útgjaldaauka geti orðið um sjö milljarðar króna. Þar af geti tekjur lækkað um 450 milljónir króna á þessu ári. - gar Verða af sjö milljörðum: Bæti borginni tapaðar tekjur RÁÐHÚSIÐ Tapa útsvari vegna sér- eignarsparnaðar sem lækkar lán. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÁRBORG Afsláttur vegna íþrótta Börn sem eiga lögheimili í Árborg og nota strætó til að stunda íþróttir utan sveitarfélagsins fá eftirleiðis 15 prósent afslátt af farmiðaspjaldi. Fjöldi farmiða sem hver og einn getur keypt með afslætti tekur mið af fjölda æfinga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.