Fréttablaðið - 31.01.2014, Síða 6
31. janúar 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
s
ér
ré
tt
t
il
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
. a
ð
v
er
ð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
Skógarhlí› 18 • Sími 595 1000
Akureyri • Sími 461 1099
www.heimsferdir.is
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
61
23
2
Kanarí &
Tenerife
STÖKKTU
Þú bókar STÖKKTU tilboð, tryggir þér flug og
gistingu, og við sendum þér svo upplýsingar um
gististað 3 dögum fyrir brottför.
KANARÍ Frá kr. 89.900
5. febrúar
Netverð á mann frá kr. 89.900 m.v. 2 fullorðna í íbúð í 7
nætur. Netverð á mann frá kr. 136.900 m.v. 2 fullorðna í íbúð
í 14 nætur.
TENERIFE Frá kr.109.900
18. febrúar m/allt innifalið
Netverð á mann frá kr. 109.900 m.v. 2 fullorðna og 2
börn með gistingu og allt innifalið í 14 nætur. Netverð á
mann frá kr. 139.900 m.v. 2 fullorðna með gistingu og
allt innifalið í 14 nætur.
10.000 kr. afsláttur
á mann til 10. febrúar á eftirtöldum brottförum
KANARÍ Frá kr. 120.600
5./12./19./26. mars & 2. apríl
Netverð á mann frá kr. 120.600 m.v. 2 fullorðna og 1 barn á
Beverly Park*** í herbergi með hálfu fæði.
Netverð á mann frá kr. 135.900 m.v. 2 fullorðna á Beverly
Park*** í herbergi með hálfu fæði.
12. mars í 7 nætur með bókunarafslætti.
TENERIFE Frá kr. 108.200
18./20. feb. & 4./6./13./18./20./27. mars
2./3. apríl
Netverð á mann frá kr. 108.200 m.v. 2 fullorðna og 2 börn
á Villa Adeje Beach*** í íbúð m/1 svefnherbergi með allt
innifalið. Netverð á mann frá kr. 142.200 m.v. 2 fullorðna
á Villa Adeje Beach*** í íbúð m/1 svefnherbergi með allt
innifalið. 18. mars í 10 nætur með bókunarafslætti.
PÁSKAFERÐ
TIL TENERIFE
Frá kr. 142.300 m/allt innifalið
14.-23. apríl
Netverð á mann frá kr. 142.300 m.v. 2 fullorðna og 2 börn á
Isla Bonita**** í herbergi í 9 nætur. Netverð á mann frá
kr. 175.900 m.v. 2 fullorðna á Isla Bonita**** í herbergi með
allt innifalið í 9 nætur.
DANMÖRK Tveir flokkar sitja nú í
dönsku minnihlutastjórninni eftir
skyndilegt brotthvarf Sósíalíska
þjóðarflokksins í gærmorgun.
Sósíaldemókratar og frjálslynd-
ir hafa samtals aðeins 31 þing-
mann á 179 manna þjóðþingi Dan-
merkur, en stjórnin nýtur áfram
stuðnings bæði Sósíalíska þjóðar-
flokksins (SF) og Einingarlistans,
sem hefur varið stjórnina falli frá
upphafi.
Ástæða þess að SF sagði sig úr
stjórnarsamstarfinu er gríðar-
leg óánægja innan flokksins um
sölu á danska olíufélaginu Dong
til bandaríska bankans Goldman
Sachs og fleiri fjárfesta. Danska
þingið samþykkti söluna í gær.
„Þetta hefur verið dramatískur
sólarhringur. Ég verð að viður-
kenna að það var mikill ágrein-
ingur í landsforystunni og þing-
flokknum. Mér tókst ekki að ná
flokknum saman,“ sagði Anette
Vilhelmsen, leiðtogi SF, þegar
hún tilkynnti um brotthvarfið.
Jafnframt tilkynnti hún um
afsögn sína sem formaður. Vil-
helmsen hafði samþykkt söluna
á Dong þrátt fyrir að hafa vitað
af mikilli andstöðu meðal flokks-
manna sinna.
Vilhelmsen segist þó ekki sjá
eftir því hvernig hún tók á Dong-
málinu: „Það hefur lítinn tilgang
að sjá eftir nokkru í pólitík. Það
geri ég heldur ekki nú.“
Boðað verður til aukalands-
fundar á næstunni til að kjósa
formann, en um helgina mun for-
ystusveit flokksins hittast til að
ræða framtíðina.
Pia Olsen Dyhr hefur verið
nefnd sem líklegur arftaki Vil-
helmsen til formennsku í flokkn-
um.
„Ég er virkilega ergileg út af
því að SF hafi yfirgefið stjórn-
ina,“ sagði Helle Thorning-
Schmidt forsætisráðherra eftir
að Vilhelmsen hafði tilkynnt um
brotthvarf flokksins úr stjórn.
„SF er miklu betri flokkur en
orðsporið, sem af honum fer,“
bætti Thorning-Schmidt við. Auk
þess fór hún fögrum orðum um
Vilhelmsen: „Hún er ótrúlega
hugrakkur stjórnmálamaður.“
Thorning-Schmidt sagði þó
skammt í að fyllt yrði upp í þær
sex ráðherrastöður, sem losna við
brotthvarf samstarfsflokksins.
Dong er stærsta orkufyrir-
tæki Danmerkur. Goldman Sachs
greiðir átta milljónir danskra
króna fyrir 19 prósenta hlut í
fyrir tækinu. gudsteinn@frettabladid.is
Minnihlutastjórnin
minnkaði um einn
Einn flokkur af þremur sagði sig úr dönsku stjórninni í gær vegna ágreinings
um sölu á dönsku olíufyrirtæki til bandarísks banka. Anette Vilhelmsen, leiðtogi
Sósíalíska þjóðarflokksins, sagði jafnframt af sér vegna óánægju innan flokksins.
ANETTE VILHELMSEN Leiðtogi SF segir gríðarlega óánægju innan flokks síns hafa
orðið til þess að henni var ekki sætt lengur í ríkisstjórn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
EVRÓPUMÁL Fylgjendur allra stjórnmálaflokka
vilja að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um
framhald á aðildarviðræðunum við Evrópu-
sambandið, samkvæmt könnun sem Maskína
gerði fyrir samtökin Já Ísland. Könnunin var
lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu á netinu og svöruðu
1.078.
Samkvæmt henni vilja 67,5 prósent lands-
manna að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla.
Stuðningur við atkvæðagreiðslu er yfirgnæfandi
í öllum aldurshópum, en mestur hjá fólki yngra
en 25 ára, eða 80,4 prósent.
Sé tekið mið af stjórnmálaskoðunum er hlut-
fallið hæst meðal þeirra sem segjast myndu
kjósa Pírata í næstu kosningum, rúm 77 prósent,
en lægsta hlutfallið er í hópi sjálfstæðisfólks þar
sem rúm 60 prósent vilja þjóðaratkvæðagreiðslu.
Hlutfallið er eilítið hærra hjá framsóknarfólki,
tveir af hverjum þremur fylgjendum VG vilja
þjóðaratkvæðagreiðslu, 68,3 prósent samfylking-
arfólks og 72 prósent þeirra sem segjast myndu
kjósa Bjarta framtíð. Þá vekur athygli að meiri-
hluti þeirra sem segjast vilja hætta aðildarvið-
ræðum alfarið, alls 51,5 prósent, vill fá þjóðar-
atkvæðagreiðslu um framhaldið og 60 prósent
þeirra sem eru andvígir aðild Íslands að Evrópu-
sambandinu.
Könnunin fór fram 10. til 20. janúar. - þj
Ný skoðanakönnun Maskínu fyrir samtökin Já Ísland varðandi áframhald aðildarviðræðna við ESB:
Fylgjendur allra flokka vilja þjóðaratkvæði
ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA Frá kosningunni um
Icesave-samninginn árið 2010. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
1. Hvaða fugl hefur verið alfriðaður á
Íslandi frá árinu 1914?
2. Hvað heitir bjórinn sem atvinnu- og
nýsköpunarráðherra heimilaði sölu á í
síðustu viku?
3. Hvaða þjóð á heimsmet í rauðvíns-
drykkju?
SVÖR:
SVÍÞJÓÐ Hermálanefnd sænska þingsins krefst skýr-
inga eftir að sænskur herforingi tjáði sig í fjölmiðl-
um um fjölda Afgana, sem fallið hafa fyrir hendi
sænskra sérsveitarmanna.
Í sunnudagsútgáfu sænska dagblaðsins Dagens
Nyheter var haft eftir Urban Mohlin, herforingja í
sænska hernum, að tugir andstæðinga hafi fallið í
átökum við sænska sérsveitarmenn í Afganistan.
Þetta hefur valdið nokkru uppnámi í Svíþjóð, ekki
síst vegna þess að árum saman hafa sænskir ráða-
menn og sænski herinn forðast að nefna nokkrar
tölur um það hve mörgum mönnum sænskir her-
menn hafi orðið að bana í Afganistan.
Hermálanefndin hefur því ákveðið að kalla Sverk-
er Göranson, æðsta yfirmann sænska hersins, á
sinn fund. Svenska Dagbladet skýrir síðan frá því
í dag að talibanar í Afganistan hafi birt opinber-
lega staðfestingar á því að að minnsta kosti tveir
liðsmenn úr þeirra röðum hafi fallið í átökum við
sænska hermenn. - gb
Uppljóstranir sænsks herforingja valda uppnámi í Svíþjóð:
Svíar hafa drepið tugi talibana
SÆNSKIR HERMENN Í AFGANISTAN Svíar eru enn með 270
manna herlið í Afganistan. FRÉTTABLAÐIÐ/GUÐSTEINN
1. Haförninn 2. Hvalur 3. Kínverjar
Ég er virkilega ergileg
út af því að SF hafi yfir-
gefið stjórnina […] SF er
miklu betri flokkur en orð-
sporið, sem af honum fer.
Helle Thorning-Schmidt,
forsætisráðherra Danmerkur.
VEISTU SVARIÐ?