Fréttablaðið - 31.01.2014, Page 10

Fréttablaðið - 31.01.2014, Page 10
31. janúar 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 SAMFÉLAGSMÁL Ekki liggja enn fyrir verk- ferlar og lausnir varðandi vernd vitna í mansalsmálum, sem er hluti af aðgerðar- áætlun ríkisins um aðgerðir gegn man- sali. Staðan er svona þrátt fyrir að ferlar og lausnir hafi átt að liggja fyrir fyrir lok síðasta árs. Í áætluninni, sem tekur til áranna 2013 til 2016, segir meðal annars að lögregla þurfi „að koma í veg fyrir að manseljendur eða glæpasamtök nái að þagga niður í vitn- um eða neyða þau til að gefa rangan vitnis- burð. Í ljósi þessa þarf að þróa betri úrræði fyrir vitnavernd“. Áætlunin er á forræði innanríkisráðuneytisins, en samkvæmt upplýsing- um frá ráðuneytinu er verið að leggja lokahönd á úrræðin hjá ríkislög- reglustjóra. Þar er verið að skoða málið út frá lög- fræðilegum álitaefnum, til dæmis hvort þurfi að breyta lögum. Lögð er áhersla á að ljúka mál- inu sem fyrst og er miðað við lok næsta mánaðar. Tafirnar eru sagðar orsakast af því að verið sé að vanda til verka og málið metið út frá reynslunni hér heima og erlendis. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir í samtali við Fréttablaðið að vitan- lega sé mikilvægt að hafa ákvæði varðandi vitnavernd í slíkum málum. „Við í Stígamótum höfum í Kristínar- húsi unnið með mörgum konum sem taldar eru tengjast mansali og engin þeirra hefur treyst sér til að vitna eða segja sannleikann um sína sögu. Það er auðvitað að hluta til vegna þess að það er búið að tryggja þögn þeirra.“ - þj Mánuður er síðan verkferlar og lausnir í mansalsmálum áttu að vera tilbúin samkvæmt áætlun stjórnvalda: Töf verður á vitnaverndarúrræðum vegna mansals GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR NEKTARDANS Mansalsmál hér á landi hafa meðal annars tengst nektardansstöðum. NORDICPHOTOS/AFP Netverslun til sölu Til sölu þekkt netverslun með leikföng ofl. Lager og verslunarinnréttingar líka. IBM tölvukassi með strikamerkibyssu ofl. Síðan er eigin hugbúnaður með marga þjónustumöguleika. Áhugasamir sendi póst til; jbutgafa@simnet.is Bútan, 11.-23 apríl. Landið þar sem hamingjan á lögheimili. Moldóva, 25. maí – 7. júní. Ríkin þrjú innan sömu landamæra. Litháen-Hvítarússland-Pólland, 14. -23/ 25. júní. Þriggja landa sýn. Búlgaría, 30 júní til 14. júlí. Í leit að hvundagslífi og rósailmi. Íslendingaslóðir í Vesturheimi, 28. júlí – 8. ágúst. Í 125 ára afmæli íslendingadagsins í Gimli. Færeyjar, 12. til 19. ágúst. Í frændgarði. Albanía, 15. til 23 september. Í leit að horfnum heimi. Búlgaríu, 15. til 22. september. Golf og saga við Svartahaf. Ferðakynning í Norrænahúsinu á laugardag, 1. febrúar kl. 16:00 soguferdir@soguferdir.is www.soguferdir.is S: 564 3031 VERSLUN Átta ár hefur tekið að festa sögu Áfengis- og tóbaksversl- unar ríkisins (ÁTVR) á blað og kostnaður við verkið verður ekki undir 21 milljón króna. Áætlað er að gefa bókina út í ár samkvæmt upplýsingum frá versluninni. „Það stendur enn til að gefa sög- una út,“ segir Sigrún Ósk Sigurð- ardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hún segir að búið sé að rita söguna, en myndvinnslu sé ekki lokið. Sigrún segir ekki búið að tíma- setja útgáfuna, en ef allt gangi að óskum ætti hún að koma út í ár. Það ráðist að einhverju leyti af umfangi vinnu við ljósmyndir, en þeirri vinnu sé enn ekki lokið. Byrjað var að huga að ritun sögu ÁTVR fyrir tíu árum, þótt kostn- aðaráætlun hafi ekki verið gerð fyrr en árið 2006. Í ávarpi for- stjóra ÁTVR í ársskýrslu versl- unarinnar fyrir árið 2005 segir að áformað sé að sagan komi út á árinu 2007, þegar ÁTVR varð 85 ára. Það gekk ekki eftir. „Vinna við öflun og vinnslu ljós- mynda hefur reynst tímafrek. Eins hefur verkið tafist vegna þess að ákveðið var að bæta við nýjum kafla eftir gildistöku nýrra laga 2011 og nær saga bókarinnar því yfir 90 ára sögu ÁTVR frá 1922 til 2012,“ segir í svari Sigrúnar. Árið 2011 tóku gildi ný lög um verslun með áfengi og tóbak. Þau fólu í sér þá gagngeru stefnu- breytingu að leggja þær skyldur á ÁTVR að haga starfseminni í samræmi við áfengisstefnu stjórn- valda hverju sinni, auk áherslu á samfélagslega ábyrgð. Upphafleg kostnaðaráætlun, sem gerð var árið 2006, gerði ráð fyrir að ritun sögu ÁTVR kost- aði 14,4 milljónir króna. Sú upp- hæð rann öll til fjögurra verktaka sem skrifuðu söguna. Fyrrverandi starfsmenn ÁTVR sem aðstoðuðu við ritun sögunnar fengu ekki greitt fyrir þá vinnu, að því er fram kemur í svari ÁTVR við fyr- irspurn Fréttablaðsins. Kostnaður við ritun sögunnar er nú kominn í 16 milljónir og áætl- að er að 5,3 til 5,8 milljónir hið minnsta þurfi til að ljúka verkinu. Þótt nú líti út fyrir að kostnaður við verkið verði nærri 22 milljón- um er ekki hægt að segja að verk- ið hafi farið yfir kostnaðaráætlun. Sé tekið tillit til verðlagsþróunar frá árinu 2006 hljóðaði upphafleg áætlun upp á 21,3 milljónir á verð- lagi dagsins í dag. brjann@frettabladid.is Tekið átta ár að skrifa níutíu ára sögu ÁTVR Útgáfa á sögu ÁTVR hefur ekki verið tímasett. Hún hefur verið í vinnslu í átta ár en unnið hefur verið að henni í áratug. Áætlað er að kostnaður við ritunina verði á bilinu 21 til 22 milljónir króna. Það er innan áætlunar sé gert ráð fyrir verðbólgu. SAGAN SKRIFUÐ Ýmsu þarf að gera skil þegar saga ÁTVR er rituð, til dæmis þeim tímamótum þegar sala á bjór var leyfð 1. mars 1989. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Upphafleg kostnaðaráætlun ÁTVR gerði ráð fyrir 14,4 milljónum króna í verkið. Á verðlagi ársins 2014 er það rúm 21 milljón króna. Áfallinn og áætlaður kostnaður, alls 21,3 til 21,8 milljónir króna, skiptist svona: ■ Greiðslur til höfunda texta 14,4 milljónir. ■ Ljósmyndavinnsla (vinnu ekki lokið) 1,6 milljónir. ■ Umbrot og prentun (áætlað) 4,5 til 5 milljónir. ■ Útlitshönnun 790 þúsund krónur. Kostnaður nálgast 22 milljónir króna ÚKRAÍNA, AP Viktor Janúkovítsj, forseti Úkraínu, er lagstur í rúmið með flensu og háan hita. Óvíst er hvenær hann verður fær um að taka til starfa á ný. Tímasetningin er frekar óþægileg fyrir forset- ann, þar sem hann hefur undanfarna tvo mán- uði tekist á við harðvítug fjöldamótmæli sem hafa magnast með hverri vikunni sem líður. Meðal stjórnarandstæðinga hefur jafnvel vaknað sá grunur að á bak við tjöldin hafi verið ákveðið að Janúkovítsj færi í veikindaleyfi, en í reynd væri verið að bola honum frá völdum. Vísað hefur verið til þess þegar harðlínumenn í sovéska Kommún- istaflokknum reyndu að steypa Mikhaíl Gorbatsjov af stóli í ágúst árið 1991, en þá tilkynnti varafor- seti Sovétríkjanna að Gorbatsjov væri alvarlega veikur. Mótmælendur í Úkraínu héldu hins vegar í gær ótrauðir áfram og krefjast þess að Janúkovítsj segi af sér, þrátt fyrir að hann telji sig hafa komið að hluta til móts við kröfur þeirra með því að bjóða sakaruppgjöf og afturkalla umdeild lög. - gb Mótmæli halda áfram í Úkraínu þrátt fyrir skyndileg veikindi forsetans: Janúkovítsj lagstur í rúmið MÓTMÆLENDUR Í KÆNUGARÐI Vígbúnir og með skildi að hætti sérsveita lögreglunnar. NORDICPHOTOS/AFP TAÍLAND, AP Háttsettir embættismenn í Taílandi hafa þurft að fara á fund mótmælenda til þess að biðja sérstaklega um leyfi til að fá að nota skrif- stofur sínar. Þeir hafa margir hverjir ekki komist í vinnuna í tvær vikur eftir að mótmælendur lögðu undir sig nokkrar stjórnarbyggingar. Einn leiðtoga mótmælenda, munkurinn Luang Pu Buddha Issara, tók á móti þeim, þar sem hann sat við skrifborð, klæddur gulum kufli, í allra augsýn. Þetta þótti töluverð niðurlæging fyrir stjórnvöld, sem boðað hafa til kosninga á sunnudaginn kemur. Margt hefur setið á hakanum hjá stjórnvöldum þessar tvær vikur, sem aðgangur að skrifstofubyggingum hefur verið lokaður. Meðal annars hefur ekki verið hægt að afgreiða umsóknir um vegabréf. - gb Taílenskir embættismenn glíma við tafir á afgreiðslu mála: Þurfa leyfi til að komast í vinnu BEÐIÐ UM LEYFI Aðstoðarlögreglustjórinn í Bangkok hneigir sig djúpt í virðingar- skyni við einn af leiðtogum mótmælenda. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.