Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.01.2014, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 31.01.2014, Qupperneq 20
31. janúar 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 20 UMHVERFISMÁL „Ef ekki er grip- ið inn í með fækkunaraðgerðum af einhverju tagi þá er allmik- il hætta á að fjölgun kanína nái því stigi að tjón af þeirra völdum verði mikið og útbreitt,“ segja fulltrúar umhverfissviða allra sveitarfélaganna sex á höfuð- borgarsvæðinu í sameiginlegri ályktun. Fulltrúarnir segja villtar kan- ínur á allmörgum stöðum á höfuð- borgarsvæðinu og í öllum sveitar- félögunum nema Seltjarnarnesi. Útbreiðslan hafi aukist verulega á síðustu árum, einkum á gróður- sælum stöðum þar sem garðyrkja og skógrækt fari fram. Með hlýn- andi loftslagi aukist líkur á að viðvarandi stofn styrkist mjög á næstu árum. Kanínur valda tölu- verðu tjóni á gróðri eins og garð- eigendur verðir varir við í vax- andi mæli. Eins skapist töluverð slysahætta þegar kanínur hlaupa yfir götu. „Þá eru vistfræðileg rök fyrir því að kanínur eigi ekki heima í íslenskri náttúru enda eru þær skráðar hérlendis sem mögulega ágeng framandi tegund sem gæti raskað jafnvægi íslenskra vist- kerfa og að mati Náttúrufræði- stofnunar Íslands ber að útrýma þeim eða að minnsta kosti hafa mjög stranga stjórn á stofnstærð þeirra,“ segja fulltrúarnir. Fram kemur að þótt vanda- mál og tjón sem fylgi kanínunum sé oftast staðbundið sé ljóst að útbreiðsla þeirra sé að aukast. „Ef ekki er gripið inn í með fækkun- araðgerðum af einhverju tagi þá er allmikil hætta á að fjölgun kan- ína nái því stigi að tjón af þeirra völdum verði mikið og útbreitt. Því mun fylgja töluverður kostn- aður fyrir sveitarfélögin,“ segja fulltrúarnir sem telja skynsam- legt að íhuga af alvöru hvort ráð- ast eigi í umtalsverðar fækkunar- aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu öllu. „Og þá fyrr en seinna áður en vandamálið stigmagnast.“ Fulltrúarnir leggja til að kan- ínur sé fjarlægðar af stórum hluta útbreiðslusvæðis þeirra, sérstak- lega þar sem þéttleiki þeirra sé mjög mikill, mikil hætta á tjóni og þar sem mest hætta er á að þær dreifi sér til nálægra svæða. Þeir benda þó á að kanínur eru friðað- ar samkvæmt lögum um veiðar og vernd villtra dýra. Því þurfi að sækja um leyfi til umhverfis- ráðuneytisins fyrir fækkunarað- gerðum. „Jafnframt álykta undirrit- aðir að nauðsynlegt er að upp- lýsa almenning um að ekki skuli sleppa gælukanínum út í náttúr- una. Það sé kanínunum ekki til fram- dráttar því margar þeirra lifa ekki af veturna. Því varðar þetta mál einnig velferð þessara gælu- dýra,“ segja fulltrúarnir og vísa til þess að lög um velferð dýra sem tóku gildi um áramótin segi að með öllu sé óheimilt að sleppa dýrum sem hafa alist upp hjá mönnum út í náttúruna í þeim til- gangi að þau verði þar til fram- búðar. „Með því að leggja áherslu á að um lögbrot sé að ræða gæti það aðstoðað við að draga úr því að kanínueigendur sleppi þeim laus- um,“ segir í ályktun sexmenning- anna sem kveða málið viðkvæmt því mörgum líki vel við þá hug- mynd að hafa kanínur villtar eða hálfvilltar á útivistarsvæðum í þéttbýlinu. „Engu að síður er það fag- leg ályktun undirritaðra að ekki sé hægt að horfa fram hjá þeim rökum sem hér hafa verið nefnd sem styðja fækkunaraðgerðir.“ gar@frettabladid.is Stórtjón í uppsiglingu nema kanínum fækki Fulltrúar umhverfissviða á höfuðborgarsvæðinu vara við miklu og útbreiddu tjóni vegna fjölgunar villtra kanína. Ráðast þurfi í umtalsverðar fækkunaraðgerðir. Kanínur séu friðaðar en Náttúrufræðistofnun Íslands vilji að þeim sér útrýmt. KANÍNUR Í ELLIÐAÁRDAL Í öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins nema Seltjarnarnesi eru nú villtar kanínur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HEILBRIGÐISMÁL Rúmlega hundrað nýjum og rafvæddum sjúkrarúmum hefur verið dreift á allar legudeild- ir Landspítalans. Minningargjafa- sjóður Landspítalans gaf 55 milljón- ir í endurnýjun rúma, sem sum hver voru orðin hátt í fjörutíu ára gömul. Auk almennra sjúkrarúma, voru keypt tvö rúm fyrir of þunga sjúk- linga og tvö gjörgæslurúm af full- komnustu gerð. „Á spítalanum var ansi mikið af fótstignum sjúkrarúmum, sem við gátum nú skipt út af legudeildun- um,“ segir Vigdís Hallgrímsdótt- ir, verkefnastjóri. Hún segir raf- vædd rúm minnka líkamlegt álag á starfsfólk sem hingað til hefur þurft að beita líkamsafli til þess að stilla elstu rúmin. Þá geri rúmin sjúkling- um auðveldara fyrir þar sem hægt er að breyta þeim í stól og lækka þau mikið ef erfitt reynist að kom- ast fram úr. Vigdís segir að hægt hafi geng- ið að skipta út rúmum á sjúkrahús- inu og að svo mikil endurnýjun hafi ekki orðið síðan árið 2001. - eb Minningarsjóður Landspítalans styrkti kaup á rafvæddum sjúkrarúmum: Hundrað ný rúm á legudeildir Landspítala SJÚKRARÚM Nýju rúmin eru rafdrifin. MYND/JÓN BALDVIN HALLDÓRSSON REYKJAVÍK Leiksvæði í Hljómskála- garðinum hefur verið betrumbætt og endurnýjað með nýjum leiktækj- um. Verkefnið var valið í kosning- unni Betri hverfi í fyrra, en leik- svæðið hefur verið vinsælt meðal hópa og fjölskyldufólks. Fyrir utan ný leiktæki hefur verið sett nýtt gervigras og undir því eru mjúkar mottur sem fallundirlag. Umgjörð og frágangur er miðað- ur að því að svæðið sé aðgengilegt og öruggt í anda leiksvæðastefnu og með þarfir yngra barna að leið- arljósi. - ebg Breytingar á leiksvæði í Hljómskálagarðinum: Ný leiktæki sett upp í miðbæ Reykjavíkur LEIKTÆKI Fjölskyldur og hópar nýta sér oft leiksvæðið í Hljómskálagarðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SVEITARSTJÓRN- ARMÁL Fimm oddvitar í sveit- arstjórnum á Suðurlandi hafa tilkynnt að þeir muni ekki bjóða sig fram aftur fyrir sinn flokk í sveitarstjórn- arkosningunum sem fram fara í vor, 31. maí. Ekki hefur verið gengið frá list- um alls staðar og því ekki loku fyrir það skotið að fleiri eigi eftir að bætast í hópinn í umdæminu. Forsvarsmenn flokkanna sem um ræðir eru Drífa Kristjánsdóttir, oddviti Bláskógabyggðar, Ragnar Magnússon, oddviti Hrunamanna- hrepps, Aðalsteinn Sveinsson, odd- viti Flóahrepps, Haukur Kristjáns- son, oddviti í Rangárþingi eystra og Guðmundur Ingi Ingason, oddviti Skaftárhrepps. - óká GUÐMUNDUR INGI INGASON HAUKUR KRISTJÁNSSON AÐALSTEINN SVEINSSON RAGNAR MAGNÚSSON DRÍFA KRIST- JÁNSDÓTTIR Bjóða sig ekki aftur fram í kosningum í vor: Fimm oddvitar hætta á Suðurlandi SVEITARSTJÓRNARMÁL Íbúar Grímsnes- og Grafningshrepps hafa fengið viðbótarhvatningu til að taka á því og koma sér í gott form á nýju ári. Sveitarstjórn hefur samþykkt að öllum íbúum með lögheimili í sveitarfélaginu verði boðið að kaupa árskort í sund, þreksal og íþróttasalinn á Borg fyrir átta þúsund krónur. Þá greiða börn frá sjö og upp í sautján ára bara 3.500 krónur fyrir sömu þjón- ustu. - óká Bætt heilsufar í Grímsnesi: Íbúar fá líkams- ræktarstyrki STJÓRNSÝSLA Kærunefnd útboðsmála hefur stöðvað um stundarsakir kaup Akureyrarbæjar á 99 milljóna króna vatnsrennibraut. Fram kemur í umfjöllun kærunefndarinnar að þrjú fyrirtæki hafi sent bænum verð á rennibraut í könnun sem bærinn hafi gert hjá átta fyrirtækjum. Eitt félagið sem ekki fékk samninginn, Spennandi ehf., kærði ferlið á þeim grundvelli að fara hefði átt með innkaupin samkvæmt reglum um opinber útboð. Kærunefndin tekur undir það sjónarmið. - gar Akureyrarbær kærður til kærunefndar útboðsmála: Stöðva kaup á vatnsrennibraut SUNDLAUG AKUREYRAR Bæta á við vatnsrennibraut. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR Með því að leggja áherslu á að um lögbrot sé að ræða gæti það að- stoðað við að draga úr því að kanínueigendur sleppi þeim lausum. Fulltrúar umhverfissviða sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.