Fréttablaðið - 31.01.2014, Side 27

Fréttablaðið - 31.01.2014, Side 27
FÖSTUDAGUR 31. janúar 2014 | SKOÐUN | 27 þér hvort þín sé þörf í þessum viðtölum, sem auðvitað er ekki, en ég myndi nú mæla með að þú létir alltaf sjá þig. Foreldrarnir verðandi þurfa að hafa eitthvað til að kjafta um. Konan ræður. Þannig er það bara. Stundum lenda foreldr- arnir í deilu um hvort þeir eigi að vita kyn barnsins eða ekki. Sumir segja að feður hafi til- hneigingu til að vilja vita kynið frekar en móðirin. Það er kannski skiljanlegt. Barnið vex, hreyfist og nærist innan í henni. Hún hefur ýmislegt til að vinna með. En faðirinn verðandi hefur ekkert nema ímyndunar- aflið. Það hjálpar honum að sjá fyrir sér hvort hann muni leika sér með dúkkur við son sinn eða sparka í bolta með dóttur sinni (eða öfugt, íhöldin ykkar). Ég stend með feðrum sem vilja vita kyn barnsins. En munið: Þið verðið þá bara að færa rök fyrir máli ykkar og biðja fallega. Því eins og áður sagði: Þið ráðið þessu ekki. … svo í því þriðja Þegar barnið fæðist þá fyrst rennur (vonandi) upp fyrir manni að maður skiptir engu máli. Maður kemst ekki á netið, kemst ekki í að lesa blaðið eða út að hlaupa þótt mann langi til þess. Maður er endalaust seinn allt. Segist vera kominn klukkan tólf, kemst ekki út úr húsi fyrr en hálftíma síðar. Þetta fer í taug- arnar á manni. Nú kannski les þetta einhver og hugsar: „Ojojoj, litla krúttið mitt. Kemst ekki á netið. Kemst ekki að spila tölvuleik. Kemst ekki að hitta strákana. Ojojoj.“ Það má gera grín að því. En þetta eru mikil viðbrigði. Við- brigðin hafa ekkert með líkam- legar aðstæður að gera. Við erum félagsverur. Við eigum mun erf- iðara með að sætta okkur við það að félagslegar aðstæður okkar breytist og það að við erum ekki lengur mikilvægasta manneskjan í okkar eigin lífi. … og þér finnst það ekkert spes Það er annað sem sumir lenda í sem erfitt er að búa sig undir og fáir vilja tala um. Það þykir ekki öllum gríðarlega vænt um barnið sitt frá fyrsta degi. Þeir finna kannski fyrir ábyrgðartil- finningu, svona eins og einhver hafi falið þeim að gæta mjög dýrmætrar fiðlu. En þeir finna kannski enga glimrandi vænt- umþykju. Af þessu draga þeir eftirfarandi ályktun: „Ég er vond manneskja.“ Í ofanálag spyr annar hver ættingi hvort „þetta sé ekki yndislegt“. „Eruð þið ekki glöð?“ Maður svarar öllu játandi, ekki vill maður valda fólki vonbrigð- um. En sú tilfinning að maður hljóti að vera egóisti með stein- hjarta stimplast harðar inn. Því öllum öðrum fannst þetta greini- lega svo æðislegt. Maður áttar sig kannski ekki á því að þessi efnafræðilegu tilfinningavensl birtast ekki endilega alltaf eins og hendi sé veifað. Þegar þau eru komin þá gleyma menn stundum að þeirra hefur ekki alltaf notið við. Og vissulega koma þau oftast fyrir rest. En þangað til er auðvelt að fyllast sjálfshatri og efast um eigin manngæsku. Sérstaklega ef maður heldur að enginn annar hafi nokkurn tímann gengið í gegnum það sama. Öllum öðrum fannst þetta nefnilega svo æðis- legt. Mörg pör skilja eftir barneigir. Oft vegna þess að fólk höndlar ekki álagið. Oft vegna þess að feður höndla ekki álagið. Áföll styrkja ekki endilega sambönd. Áföll veikja oft sam- bönd. Og eins harkalega og það kann að hljóma þá er það oft eins konar áfall að eignast barn. Nei, kúkableiur eru ekkert sérstaklega ógeðslegar. Trufl- un á nætursvefni er kannski ögn meira mál en samt ekkert óyfirstíganlegt. Aðalvandamálið felst í tvennu: Þeirri „mannrétt- indaskerðingu“ sem felst í því að maður má ekki lengur setja sjálfan sig í fyrsta sæti og þeirri staðreynd að allir vilja minna mann á hvað það sé nú yndislegt. Fyrst ertu í öðru sæti Mikilvæg skilaboð til verðandi feðra: Framundan er sá tími þegar flestum er alveg sama um hvernig þér líður. Þetta byrjar í mæðraverndinni. Mamman fær allar spurningar um líðan, heilsu, líkamshita, sykurinnihald í þvagi, sjúkdómasögu sína og fjölskyldu sinnar. Ef þú, í barns- legri einfeldni, nefnir einhverj- ar staðreyndir um eigin heilsu geturðu séð hvernig skriffæri ljósmóðurinnar situr óhreyft í hendi hennar, meðan hún brosir til þín. Þú ferð að velta því fyrir Til verðandi feðra Í DAG Pawel Bartoszek stærðfræðingur Í ofanálag spyr annar hver ættingi hvort „þetta sé ekki yndislegt“. Nú er ástand- ið á húsnæðis- markaði þannig að sumir líkja því við þá erf- iðu tíma þegar fjölmargar fjöl- skyldur bjuggu í herbröggum sem byggðir voru hér af Bretum á stríðsárunum. Efnaminni ein- staklingar og fjölskyldur þurfa í sumum tilfellum að greiða háa leigu fyrir lélegt húsnæði sem ekki var hannað til búsetu. Mikill skort- ur á hagkvæmu leiguhúsnæði ýtir leiguverði upp auk þess sem leigj- endur margir hverjir búa við mikið óöryggi þar sem leigumarkaður hér er að mörgu leyti vanþróaður. Nú eru sveitarfélög og verka- lýðshreyfingin að skoða með hvaða hætti þessir aðilar geta komið að því að styðja við uppbyggingu á leiguíbúðum þar sem tryggt er að byggt sé á hagkvæman hátt af fag- aðilum sem horfa til lengri tíma og þannig freista þess að hér verði í náinni framtíð hægt að bjóða fólki upp á íbúðir á viðunandi leigukjör- um til langs tíma. Mikilvægt er að endurskoða nýútkomna bygging- arreglugerð og finna leiðir til þess að hún tefji ekki fyrir þessu mikil- væga verkefni en ýmsar kröfur, t.d. um rými í henni, eru til þess fallnar að hækka byggingarkostnað. Sveit- arfélög geta lækkað lóðaverð til að liðka fyrir og lífeyrissjóðir geta komið með þolinmótt fjármagn. Þetta er sannarlega verðugt og spennandi viðfangsefni og áhuga- verð nálgun á þetta mikilvæga verkefni. Ungt fólk í dag vill hafa valkosti í húsnæðismálum, heimur- inn er þeirra leik- og starfssvið og sú binding sem felst í að kaupa sér íbúð hentar ekki öllum. Lélegt leigu- húsnæði er braggar nútímans HÚSNÆÐI Helga Ingólfsdóttir bæjarfulltrúi í Hafnarfi rði og stjórnarmaður í VR Sacla klassískt pestó með basilíku eða tómötum er nú fáanlegt í handhægum skvísum sem auðvelt er að nota og geymist í allt að fjórar vikur eftir opnun. Fullkomið með pizzu, pasta, fiski, kjúklingi eða salati. Prófaðu eina, prófaðu tvær, prófaðu þrjár... Fáðu girnilegar uppskriftir á www.sacla.is Finndu okkur á Facebook.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.