Fréttablaðið - 31.01.2014, Page 28

Fréttablaðið - 31.01.2014, Page 28
31. janúar 2014 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 28 Hópur nemenda með annað móðurmál en íslensku fer stækkandi, en fær þó ekki kennslu í sínu móðurmáli nema að litlu leyti. Hing- að til hefur móðurmáls- kennsla verið valkvæð nema ef undan er skilin kennsla í sænsku, norsku og pólsku. Nemendur sem sækja tíma í framan- greindum tungumálum eru þá undanskildir námi í dönsku. Það er viðurkennt og þekkt að undirstaða fyrir góðum árangri í námi í öðru tungumáli er að hafa gott vald á eigin móðurmáli. Margir þeir nemendur sem ekki fá kennslu í sínu móðurmáli þurfa auk þess að læra dönsku og ensku til við- bótar við íslenskuna. M a rg i r nemendu r standa sig mjög vel í námi í íslensku sem öðru tungu- máli meðan aðrir ná ekki almennilegum tökum á málinu og jafnvel drag- ast aftur úr þegar aukn- ar kröfur eru gerðar um færni í tungumálinu, þrátt fyrir að leggja hart að sér við námið. Margir þess- ara nemenda hefðu náð mun betri almennum námsárangri ef þeir hefðu jafnframt fengið kennslu í sínu móðurmáli. Hugsanlega má rekja ástæður brottfalls úr fram- haldsskóla hjá þessum hópi að ein- hverju leyti til þessa, án þess að það hafi sérstaklega verið rann- sakað mér vitanlega. Fengur fyrir samfélagið Börn sem hafa íslensku sem móð- urmál og búið hafa á Norðurlönd- unum, þ.e. Svíþjóð og Noregi, fá þegar heim kemur undanþágu frá dönsku og leggja þá stund á sænsku eða norsku. Þetta er vel og þó er ekki um móðurmál þess- ara barna að ræða. Það hlýtur að teljast mismunun að þeir sem búið hafa t.d. í þýsku-, frönsku-, eða spænskumælandi landi hafi ekki sömu kosti. Vilji þeir áfram rækta færni sína í viðkomandi tungu- máli þurfa þeir að gera það á eigin vegum. Nám í móðurmáli á ekki að vera valkvætt, frekar en að nám í íslensku er valkvætt. Sveitar- félögin eiga að styrkja alla nem- endur til náms í þeirra móðurmáli og þau börn sem eru tvítyngd eiga að geta lagt stund á bæði tungu- málin/móðurmálin. Góð tungu- málakunnátta er undirstaða þess að geta spjarað sig í samfélagi, átt í fjölþættum samskiptum, gert sig skiljanlegan við mismun- andi aðstæður og stundað krefj- andi nám. Ég mun ef ég fæ til þess traust beita mér fyrir því að öll börn geti lagt stund á móður- mál sitt hvort sem um er að ræða þýsku, spænsku, víetnömsku, kín- versku, tékknesku, arabísku eða farsi eða eitthvað annað. Það má til viðbótar geta þess að það er fengur fyrir samfélagið að hér búi einstaklingar sem hafa góða færni í hinum ýmsu tungumálum, það getur til framtíðar nýst okkur í alþjóðasamskiptum. Nám í móðurmáli á ekki að vera valkvætt MENNTUN Anna María Jónsdóttir íslenskukennari og býður sig fram í 3.- 4. sæti í fl okksvali Samfylkingarinnar ➜ Margir þeir nemendur sem ekki fá kennslu í sínu móðurmáli þurfa auk þess að læra dönsku og ensku til viðbótar við íslenskuna. REYKJANESBÆAKUREYRISELFOSSISMÁRATORGIKRINGLUNNILÁGMÚLALAUGAVEGI Komdu og gerðu góð kaup! ÍS LE N SK A S IA .IS H LS 6 75 81 0 1/ 14 Higher Nature – hágæða bætiefnalína Fullkomin nýting og virkni. Guli miðinn Bætiefnin sem allir þekkja vegna gæða. Solaray gæði – hrein og virk bætiefni Komdu og fáðu upplýsingar. Organic Burst – lífræn súperfæða Komdu og fáðu upplýsingar. Pulsin Prótein Auðmeltanleg hágæða prótein án eiturefna! Arctic Root – Burnirót extra sterk Vantar kraftinn? Ekki gefast upp! Raw Chocolate Ofurfæði, lífrænt hráfæðis innihald. Fimmtudag- inn 23. janú- ar skoðaði ég gamla kirkju- garðinn við Suð- urgötu ásamt hópi áhugafólks. Leiðsögn var í höndum Sólveig- ar Ólafsdóttur sagnfræðings og Heimis Janusar- sonar, umsjónar- manns garðsins. Stórskemmtileg og fróðleg ganga sem Félag þjóð- fræðinga skipulagði. Það eina sem truflaði þessar 80 sálir sem mættu var stöðugur flug- vélagnýr, annaðhvort yfir hausa- mótum okkar eða frá flugvellinum þegar vélarnar voru að undirbúa flugtak. Niðurstaða mín er sú að það er ekki gott að halda svona samkomu í miðborg Reykjavíkur nema með hljóðmögnun. Í frásögn Sólveigar kom fram að upphaflega var kirkjugarður Reyk- víkinga í sjálfri Kvosinni við Aðal- stræti. Eftir 800 ár var hann fullur og nýi garðurinn við Suðurgötu var tekinn í notkun 1838. Síðan fylltist hann og eftir það varð til Fossvogs- garður og síðar Grafarvogsgarður. Út fyrir byggð Í borgum Evrópu sáu menn fljótt að kirkjugarðar voru ekki vel sett- ir í miðbæjum og þeir því fluttir út fyrir byggð eftir því sem kostur var. Nýja garðinum við Suðurgötu var því valinn staður fyrir utan bæinn. (Til gamans má geta þess að þegar staðsetningin var kynnt fyrir Reykvíkingum komu fram mótmælaraddir; Leiðin frá Dóm- kirkjunni væri allt of löng.) Byggðin þróaðist og Suðurgötu- garðurinn er nú inni í miðri borg. Flugvéladynurinn vakti hjá mér ýmsar hugsanir. Stjórnar- ráð Íslands við Lækjartorg var eitt sinn fangelsi. Það var stað- sett fyrir austan Læk, fyrir utan bæinn sem þá var lítið meira en byggðin kringum Aðalstræti. Byggðin þróaðist og brátt var þörf fyrir nýtt fangelsi og því var val- inn staður fyrir utan bæinn; Við Skólavörðustíg. Og bærinn elti það uppi og ný fangelsi voru byggð við Litla-Hraun og Síðumúla, langt fyrir utan miðbæinn. Fangelsið við Skólavörðustíg er að vísu enn notað, það er búið að vera á und- anþágu í marga áratugi og bíður eftir Hólmsheiðarfangelsinu sem nú er í byggingu – fyrir utan borg- ina. Og þá kemur flugvélagnýrinn aftur til sögunnar. Kirkjugarðar og fangelsi eiga ekki heima í mið- borgum og er valinn staður sam- kvæmt því. Flugvellir eiga ekki heima í miðborgum en samt sitja Reykvíkingar uppi með þennan hávaðavald. Þjófar, lík og flugvélar eiga ekki heima í miðborg Reykjavíkur. Að fl ytja lík, fanga og fl ugvelli SKIPULAG Hjálmtýr Heiðdal kvikmyndagerðar- maður
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.