Fréttablaðið - 31.01.2014, Page 42

Fréttablaðið - 31.01.2014, Page 42
FRÉTTABLAÐIÐ Fólk & List. Förðun & Hönnun. Tíska & Verslun. María Lovísa Árnadóttir. Uppáhaldshlutirnir. Netverslun. Helgarmaturinn & Spjörunum Úr. 2 • LÍFIÐ 31. JANÚAR 2014 HVERJIR HVAR? Umsjón blaðsins Marín Manda Magnúsdóttir marinmanda@frettabladid.is Umsjón Lífsins á Vísir.is Ellý Ármanns elly@365.is Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Stefán Karlsson Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Lífið Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 www.visir.is/lifid Lífi ð Hamingja, fólk og annað frábært Mariko Margrét Ragnarsdóttir og Unnur Ýrr Helgadóttir. Vekjum upp líkamsvitundina og uppskerum betri líkamsstöðu, aukinn styrk og betra jafnvægi til að takast á við daglegt amstur. e st 5. ó e be Þri. og fim. kl. 12:00-13:00 Kennari: Gyða Dís Verð kr. 13.900.- Jóga H f 4. febrúar n v m H arpa Einarsdótt- ir hönnuður leggur nú lokahönd á fata- línu Zisku. Hún ætlar sér stóra hluti í tísku- heiminum með nýráðinn fram- kvæmdastjóra sem á helmings- hlut í fyrirtækinu hennar. „Það eru búnar að vera mikl- ar sviptingar með Zisku undan- farið. Núna loksins eru hlutirnir að taka á sig rétta mynd. Ég var að ljúka við að hanna stærstu og já, ég held að það sé óhætt að segja langflottustu Ziska- línuna hingað til. Hún verður sýnd á RFF í lok mars og þá um leið verður opnuð ný heimasíða þar sem nýja línan verður seld á Ziska.is. Þetta „collection“ er innblásið af mongólskum arnar- veiðimönnum sem ríða um slétt- urnar á fákum sínum með risa- stóra erni sem fljúga með þeim og veiða fyrir þá í soðið,“ segir Harpa sem fer á tískuvikuna í New York 4. febrúar næstkom- andi. „Ég fer á tískuvikuna í New York til að sjá og sýna mig og vonandi landa nýjum kúnn- um og styrkja tengsl sem þegar hafa myndast,“ segir Harpa. Spurð um rekstur vörumerk- isins Zisku: „Ég hef nú slitið samstarfi við Helgu Olafsson og Lastashop vegna ólíkra áherslna með Zisku en ég er mjög þakklát fyrir þann tíma sem við unnum saman og ég óska henni allrar lukku með Lastashop og markaðs- setningu íslenskrar hönnunar í Los Angeles. Það gleður mig að segja frá því að það er kominn nýr framkvæmdastjóri í Zisku sem á nú helmingshlut í fyrir- tækinu. Hún heitir Nana Alf- reds og er að koma inn með fít- onskraft og saman ætlum við að sigra tískuheiminn. Við erum samstíga alla leið og Ziska-æv- intýrið er bara rétt að byrja,“ segir Harpa. Margar öflugar konur mættu til að vera við- staddar viðurkenningarhátíð FKA sem fram fór í tónlistar- og ráðstefnuhús- inu Hörpu í gærkvöldi. Í framhaldinu var farið upp á veitingahúsið Kolabraut þar sem Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, sem fékk FKA-viðurkenninguna, fagnaði. Þá fagnaði Rakel Sölva- dóttir hvatningarverðlauna- hafi með SKEMA teyminu sínu. Einnig mættu Guð- rún Ragna Garðarsdóttir, forstjóri Atlantsolíu, Ingi- björg Steinunn Ingjaldsdóttir, eigandi Prentmets, Katrín S. Óla- dóttir, frá Hagvangi, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, hjá Pizza Hut, Margrét Kristmannsdóttir, for- stjóri Pfaff og Hulda Bjarna- dóttir, framkvæmdastjóri FKA og útvarpskona á Bylgjunni. H ugmyndin var að skapa list sem um leið nýtist á heim- ilinu,“ segir Unnur Ýrr Helgadóttir um bakkann sem ber heitið „Sveit- in mín“. „Mariko Margrét Ragn- arsdóttir leitaði til mín með hug- mynd að bakka með íslensku þema þar sem hún hafði séð verk eftir mig sem var einmitt mynd af íslenskri kind í lopapeysu. Það ríkir mikil bakkastemning í Sví- þjóð þar sem við erum báðar bú- settar og Svíar nota bakka mikið til að bera fram ýmislegt sem og til skrauts. Unnur Ýrr, sem er menntuð sem grafískur hönnuð- ur, segir að það hafi hjálpað til við listsköpunina að vera með ör- litla heimþrá því minningar um sveitina kveiktu eitthvað í henni. Bakkinn er úr birki og á bak- hlið hans má finna ljóðið „Sveit- in mín“ eftir Sigurð Jónsson sem Unnur notaði sem innblást- ur fyrir myndefni bakkans. Ætl- unin er að fá fleiri íslenska lista- menn í samstarf í nánustu fram- tíð. „Bakkinn er ekki einungis flott tækifærisgjöf og nytsamleg- ur hlutur heldur mun hann verða eins konar safngripur þar sem hann er fyrsti bakkinn í seríunni „Íslandsbakkinn“, svo ef þú miss- ir af bakka númer eitt þá get- urðu nálgast bakka númer tvö. Öll heimili verða að eiga bakka og ekki skemmir fyrir að bakk- inn sé einnig list inn á heimilið.“ Íslandsbakkinn – Sveitin mín fæst í Epal. LIST HEIMÞRÁIN HJÁLPAÐI TIL VIÐ LISTSKÖPUN ÍSLANDSBAKKANS TÍSKA NÝR FRAMKVÆMDA- STJÓRI RÁÐINN TIL ZISKU Unnur Ýrr Helgadóttir og Marikó Margrét Ragnarsdóttir hönnuðu Íslandsbakkann í Stokkhólmi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.