Fréttablaðið - 31.01.2014, Síða 44

Fréttablaðið - 31.01.2014, Síða 44
FRÉTTABLAÐIÐ Förðun & Hönnun. Tíska & Verslun. María Lovísa Árnadóttir. Uppáhaldshlutirnir. Netverslun. Helgarmaturinn & Spjörunum Úr. 4 • LÍFIÐ 31. JANÚAR 2014 „Ég hafði samband við verslanir þegar ég var að safna fyrir framleiðslukostn- aðinum og Halla í Kraum tók vel í að styrkja en verslunin Kraum og norður- ljósasetrið Aurora Reykjavík ákváðu að taka þátt í fjármögnuninni á fatalínunni minni og áttu stóran þátt í því hversu vel tókst,“ segir Heiðrún Ósk Sigfúsdótt- ir, sem safnaði fyrir framleiðslukostnað- inum á sinni fyrstu fatalínu, Dimmblá, á Karolina fund í desembermánuði. „Síð- ustu dagarnir á Karolina Fund voru gíf- urlega spennandi. Fjársöfnunin gekk ein- staklega vel og voru verslanir jafnt sem einstaklingar hérlendis og erlendis að heita á verkefnið.“ Heiðrún Ósk, hönn- uður Norðurljósalínunnar, seg- ist vera himinlifandi yfir við- brögðunum en hún hefur fengið umfjöllun á bloggum erlendis og fjölmarga tölvu- pósta þar sem að fólk lofar nýju fatalínuna. Hún segist jafnframt hafa stigið stórt skref þegar hún ákvað að hanna sína eigin línu. „Það er mikil- vægt að fara hægt af stað, taka eitt skref í einu og vera hagsýn. Það skiptir öllu máli að hafa óbilandi trú á sjálfum sér og verkefninu, fara reglulega út fyrir þægindarammann og að vera lausnar- miðuð,“ segir hún. HÖNNUNARVERSLUNIN KRAUM ÞÁTTTAKENDUR Í FRAMLEIÐSLU FATALÍNUNNAR DIMMBLÁ Heiðrún Ósk Sigfús- dóttir hönnuður og Halla í Kraum. Það skiptir öllu máli að hafa óbilandi trú á sjálfum sér og verkefninu, fara reglulega út fyrir þæg- indarammann S ara Dögg Johansen er annar eig- andi förðunarskólans, Reykja- vík Makeup School sem verð- ur opnaður á Lynghálsi 4 um helgina. Hún hefur haft í nógu að snúast undanfarin ár en hún hefur farðað fyrir tískusýningar, leikrit, sjón- varp, stuttmyndir, tónleika og forsíð- ur tímarita. Lífið fékk Söru Dögg til að útskýra og farða hina almenna andlits- skyggingu sem hefur verið svo vinsæl hjá stjörnum á borð við Kim Kardashi- an. Fyrirsætan er fegurðardrottning Íslands, Tanja Ýr Ástþórsdóttir. Almenna skyggingin sem á að henta flestum: Hin almenna highlight & contour skygging er það vinsælasta hjá stjörn- unum í dag en það felst í því að leiðrétta hlutföll andlitsins, hækka kinnbein og minnka undirhökuna. Hægt er að nota ljóst og dökkt meik til að skyggja en vinsælast er að skyggja með sólarpúðri og ljósum hyljara. Ljósi liturinn (highlight) er notaður til að til að skerpa, draga fram og lýsa svæðin á andlitinu. Kinnbein og kjálki Dökkir tónar (contour) draga saman og minnka svæðin. Dökki liturinn er settur undir kinnbeinin til að draga þau fram og undir kjálkann til að draga kjálka- beinin fram. Hársrót Gott er að skyggja við hárrótina til að minnka hátt enni og einnig er skyggt til hliðanna ef enni er breitt. Það er mjög gott að þekkja sitt andlitsfall en þetta er almenna skyggingin. Það geta allir gert þetta. Nefið Til að minnka nefið skal setja high light í miðjuna og dekkri línu báðum megin við. Aðalgaldurinn til að fá sem falleg- ustu og náttúrulegustu skygginguna er að blanda nógu vel með bursta eða hreinum fingrum og nudda inn svo það séu engar línur og engin skil. FÖRÐUN HÆKKAÐU KINNBEIN OG MINNKAÐU UNDIRHÖKUNA Sara Dögg Johansen, förðunar-og airbrush fræðingur, sýnir hina almennu skyggingu á fegurðardrottningu Íslands , Tönju Ýri Ástþórsdóttur. Sara Dögg notaði Inglot-vörur til að skyggja og draga fram ákveðin svæði á andlitinu en hin almenna skygging hentar fl estu andlitsfalli. Andlitsföllin. Bleiki liturinn er skyggingin (contour) og fjólublái liturinn er lýsingin(hig- hlight). Sara Dögg Johansen, annar eig- enda Reykja- vík Make- up School, hefur mikla reynslu í förðunargeir- anum. Tanja Ýr, fegurðardrottning Íslands
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.