Fréttablaðið - 31.01.2014, Page 48

Fréttablaðið - 31.01.2014, Page 48
FRÉTTABLAÐIÐ María Lovísa Árnadóttir. Uppáhaldshlutirnir. Netverslun. Helgarmaturinn & Spjörunum Úr. 8 • LÍFIÐ 31. JANÚAR 2014 Uppáhalds H ún var með plön um að hefja nám í Danmörku þegar hún varð ástfang- in af eiginmanninum og örlögin gripu í taumana. Bæði þráðu að fara í nám erlend- is og eftir að hafa skoðað ýmsa möguleika fluttu þau til Arizona í Bandaríkjunum þar sem hún lærði innanhússarkitektúr í Ari- zona State University. Áhuginn á fyrirtækjasköpun og viðskipta- hugsun jókst í sífellu og ákvað hún að fara í MBA-nám í stjórnun og stefnumótun. Með skýra framtíð- arsýn og draum um að verða sinn eigin herra flutti hún til Íslands eftir tólf ára erlenda búsetu og í dag leyfir hún sköpunargáfunni að njóta sín. Hún starfar með stjórn- endum og stjórnendateymum, bæði hér á landi og í Bandaríkjun- um sem markþjálfi. Íslenskir minjagripir Þú ert menntuð sem innanhúss- arkitekt frá bandarískum skóla en starfar aðallega sem markþjálfi í dag. Hefurðu þá lagt hönnunina á hilluna? „Alls ekki. Mér finnst hönnun, viðskiptahugsun, stefnumótunar- vinna og markþjálfun vera nátengt hvert öðru og eru þetta allt mis- munandi vinklar á sama kjarna; að skapa betri veruleika. Við erum því alltaf að hanna og skapa eitt- hvað hvort sem við erum meðvit- uð um það eður ei. Eftir að hafa saknað þess að leika mér í hönn- un tók ég þátt í Hönnunarmars í fyrra hjá Epal og sýndi línu sem heitir Inspira. Þetta byrjaði sem áhugaverkefni sem ég fór að vinna með pabba mínum en hann og bróðir minn vinna allt viðarverk fyrir mig. Inspira-vörurnar byggj- ast að öllu leyti á íslenskum inn- blæstri og sá ég fyrir mér vörur sem ég sjálf myndi vilja eign- ast ef ég væri að kaupa mér eitt- hvað íslenskt eða myndi vilja gefa öðrum sem minjagripi frá Íslandi. Eins og kannski gefur að skilja er ég mjög hrifin af alls konar inn- anhúsmunum og vel fremur slíka muni frá öðrum löndum í stað týp- ískra minjagripa. Allar vörurn- ar eru einstaklega „íslenskar“ og tengjast okkar menningu, sögu og náttúru og eru framleiddar hér á landi. Sem stendur er hægt að fá Inspira-veggplatta og segla byggða á galdrastöfum þar sem saga tákn- anna er í forgrunni og einnig eru Stuðla-stjakarnir komnir í Epal en þeir eru úr gegnheilli steypu og fást með eikarplöttum og eru að öllu leyti byggðir á innblæstri frá stuðlaberginu. Fleiri vörur eru svo væntanlegar í verslanir á þessu ári, púðar, klukkur og fleira.“ Telur þú að það sé mikilvægt fyrir hönnuði að huga meir að um- hverfisþenkjandi hönnun? „Ég tel það lykilatriði fyrir framtíðina sem og siðferðislega skyldu hönnuða að gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að huga að umhverfinu. Hönnuðir hafa tækifæri til þess að gera svo margt á þessu sviði enda hanna þeir borgir, húsnæði og hluti. Með hugmyndaauðgi og þekkingu má draga verulega úr sóun og um- hverfisspillandi áhrifum. Það skiptir allt máli þegar það kemur að hönnun, allt frá uppsetningu, vali á efnivið og framleiðsluferli yfir í val á tæknibúnaði. Auðlind- ir heimsins eru ekki óendanlegar og í framtíðinni gæti það vel orðið þannig að ruslahaugar nútímans verði álitnir fjársjóðir. Hönnuð- ir geta ýtt undir framsýna hugs- un og boðið upp á umhverfisvæna valkosti og lausnir og endurnýtt enn betur það sem hægt er að end- urnýta. En auðvitað er það þann- ig að við þurfum alltaf að sann- færa þann sem er að borga brús- ann og efla okkur í því að sýna fram á hag þess að velja umhverf- isvæna kosti.“ Eftir MBA-námið í stjórnun og stefnumótun opnaði María Lovísa hönnunarstofu í Phoenix, Arizona ásamt skólafélögum sínum með áherslu á umhverfisvæna hönn- un fyrirtækjarýma. „Það mætti segja að við höfum verið aðeins á undan samtímanum með þenn- MARÍA LOVÍSA LÆRDÓMUR LÍFS MÍNS ER AÐ „MINNA ER MEIRA” María Lovísa Árnadóttir hefur ætíð haft áhuga á hönnun en varð hugfangin af markþjálfun þegar hún réð til sín þjálf- ara hjá fyrirtæki sínu í Bandaríkjunum. Í dag starfar hún sem markþjálfi stjórnenda og hannar fyrir íslenska fyrir- tækið sitt Inspira. Lífi ð ræddi við hana um námið í Banda- ríkjunum, umhverfi svæna hönnun og hvernig maður metur litlu hlutina sem lífi ð hefur upp á að bjóða. NAFN: María Lovísa Árnadóttir ALDUR: 39 ára STARF: Markþjálfi stjórnenda og stjórnunarteyma, hönnuður. HJÚSKAPARSTAÐA: Gift Stefáni Sigurðssyni BÖRN: Tara Guðrún, 10 ára og Sigurður Leó 7 ára. MATUR? Hráfæði, sushi og gott lambakjötssalat. DRYKKUR? Vatn og sítrónukristall. VEITINGAHÚS? Gló, Happ, Rub 23 eru vinsælastir. VEFSÍÐA? Inspira.is, FastCompany.com, Psychology- Today.com, TreeHugger.com og Pinterest.com VERSLUN? Epal HÖNNUÐUR? Of margir til að nefna en Philippe Starck er alltaf áhugaverður brautryðjandi. HREYFING? Dansa með börnunum, hot yoga og göngutúrar. DEKUR? Mjög heit böð og pottar og einstaka nuddtími.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.