Fréttablaðið - 31.01.2014, Side 52

Fréttablaðið - 31.01.2014, Side 52
KYNNING − AUGLÝSINGLífeyrissjóðir FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 20142 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmaður auglýsinga: Bryndís Hauksdóttir, s. 512-5434, bryndis@365.is Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Við höfum aldrei þurft að skerða áunnin réttindi sjóðfélaga okkar á fjöru- tíu ára ferli,“ segir Sigurbjörn Sig- urbjörnsson, framkvæmdastjóri Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda, en sjóðurinn var stofnaður í septem- ber árið 1974. Sjóðurinn tapaði einnig minnst af lífeyrissjóðunum í efnahags- hruninu sem hér varð og er með eina bestu tíu ára raunávöxtunina. Eignasafn sjóðsins var í árslok 2013 um 120 milljarðar. Samtals eiga 130 þúsund einstaklingar réttindi hjá sjóðnum. „Við viljum meina að gott gengi sjóðsins sé íhaldssamri fjárfest- ingastefnu að þakka,“ segir Sigur- björn. „Við höfum alltaf átt mikið af traustum skuldabréfum og sjóður- inn hefur komið mjög vel út þegar fjármálamarkaðir hafa verið erf- iðir. Þá hefur sjóðurinn verið með bestu raunávöxtunina, bæði eftir netbóluna árin 1999-2000 og einn- ig eftir hrunið. Söfnunarsjóður lífeyrisrétt- inda er með fimm prósent af líf- eyrissjóðakerfinu. Hingað inn hafa sameinast fleiri lífeyrissjóðir svo við erum mjög samkeppnisfær sjóður á öllum sviðum með mjög sterka tryggingafræðilega stöðu.“ Söfnunarsjóður lífeyrisrétt- inda er samtryggingarlífeyrissjóð- ur fyrst og fremst. Þó er boðið upp á tvær séreignarleiðir við sjóðinn: Söfnunarleið 1 er innlánsreikn- ingur, með hæstu og bestu ávöxt- un í innlánum. Söfnunarleið 2 er safn bland- aðra verðbréfa. „Þá bjóðum við einnig upp á afar hagstæð sjóðfélagalán í dag,“ segir Sigurbjörn en lántökugjald- ið hefur verið lækkað úr einu pró- senti niður í hálft prósent. „Með nýjum lögum frá Alþingi, sem tóku gildi þann 1. janúar 2014, er einn- ig búið að fella niður stimpilgjald- ið sem var eitt og hálft prósent af lánsupphæðinni. Það er því orðið hagstæðara en var að taka verð- tryggð sjóðfélagalán. Vextirnir eru í dag fastir, 3,85 prósent og einn- ig bjóðum við lán með 3,5 prósent breytilegum vöxtum, til jafn langs tíma. Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda er ætlaður öllum launþegum og sjálfstætt starfandi einstakling- um sem ekki eiga aðild að öðrum lífeyrissjóðum samkvæmt kjara- samningum. Aldrei skert áunnin réttindi Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda tapaði einna minnst af lífeyrissjóðum landsins í efnahagshruninu. Hann er einn af stærri lífeyrissjóðum landsins í dag og fagnar fjörutíu ára afmæli á þessu ári. Sigurbjörn Sigurbjörnsson framkvæmdastjóri þakkar farsælan feril íhaldssemi í fárfestingaákvörðunum. Sigurbjörn Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda, þakkar farsælan feril sjóðsins langtímahugsun og íhaldssemi í fjárfestingaákvörðunum. MYND/VALLI Heimildir benda til að fyrsta vísinn að lífeyrissjóðum á Íslandi megi finna í laga- ákvæði frá árinu 1851. Í lagaákvæði þessu var kveðið á „um skyldur embættismanna til þess að sjá ekkj- um sínum borgið með fjárstyrk eftir sinn dag“. Lög þessi voru hins vegar ekki lögleidd fyrr en í maí 1855. Árið 1904 voru sett lög um skyldu embættismanna til að safna sér elli- styrk eða kaupa sér geymdan lífeyri. Við söfnun á ellistyrk átti embættis- maður að verja árlega 2% af launum sínum. Við kaup á geymdum lífeyri skyldi embættismaður hins vegar leggja til 1,33% af launum sínum. Ef hins vegar kaupandi lífeyris andað- ist áður en til lífeyrisgreiðslna kæmi, tapaðist allur lífeyririnn. Á sama tíma voru sett lög um eftirlaun sem tryggðu embættismönnum eftirlaun úr landssjóði. Árið 1919 var stofnaður Lífeyris- sjóður embættismanna. Samkvæmt lögum var embættismönnum skylt að ráðstafa 5% af launum sínum til sjóðsins. Frá árinu 1943 heitir þessi sjóður Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (Ólafur Ísleifsson, 2007). Fyrstu eiginlegu lífeyrissjóðirn- ir urðu hins vegar ekki til fyrr en í júní 1921 en þá voru sett lög um tekju- og eignaskatt með ákvæði um skattfrelsi iðgjalda til lífeyrissjóða. Lífeyrissjóður embættismanna og ekkna þeirra var stofnaður 1921 sem og Lífeyrissjóður barnakennara. Í kjölfarið fylgdu fleiri sjóðir, bæði í opinbera og einkageiranum. Nokkur fyrirtæki komu á fót sjóð- um fyrir starfsmenn sína því þrátt fyrir Alþýðutryggingarlögin (1936) þótti ellilífeyrinn samkvæmt þeim svo lágur og jafnaðist engan veginn á við lífeyri embættismanna, að ástæða þótti til að stofna til lífeyris- sjóða sem greiddu lífeyri til viðbót- ar ellilífeyri þeirra (Hrafn Magnús- son, 2003). Á árinu 1943 var stigið stórt skref í lífeyrismálum opinberra starfs- manna þegar Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins var stofnaður með lögum frá Alþingi (Hrafn Magn- ússon, 2003). Þegar lögin um al- mannatryggingar voru sett árið 1946, voru lífeyrissjóðirnir alls um 15 talsins. Í þessum sjóðum voru starfsmenn ríkisins, nokkurra bæj- arfélaga, banka og stærri fyrirtækja í samvinnu- og einkarekstri. Um almenna þátttöku verkafólks innan ASÍ í lífeyrissjóðum var hins vegar ekki að ræða. Grundvöll núverandi lífeyris- sjóðakerfis má rekja aftur til ársins 1969, þegar í tengslum við kjara- samninga á almennum vinnu- markaði var samið um að setja upp atvinnutengda lífeyrissjóði með skylduaðild og fullri sjóðsöfnun frá byrjun árs 1970 (Már Guðmunds- son, 2000). Áður en samkomulag- ið var gert árið 1969 voru fjárhags- aðstæður almenns launafólks á eft- irlaunaaldri ekki góðar. Það var því sem næst ómögulegt fyrir aldr- aða, sem höfðu verið á almennum vinnumarkaði, að sjá fyrir sér með elli lífeyri a lmannatrygginga. Þeir sem fæddir voru fyrir 1914 og höfðu því, fyrir aldurs sakir, ekki unnið sér inn næg réttindi til lífeyr- is úr sjóðunum fengu sérstakar eft- irlaunagreiðslur. Ríkissjóður fjár- magnaði ¼ af eftirlaununum og At- vinnuleysistryggingasjóður sá um að fjármagna afganginn eða ¾ (Már Guðmundsson, 2000). Árið 1974 voru sett lög sem skyld- uðu alla launamenn og atvinnu- rekendur þeirra til að greiða a.m.k. 10% af iðgjöldum til lögbundinna eða viðurkenndra lífeyrissjóða. Með lögum frá árinu 1980 náði þessi skylda einnig yfir sjálfstætt starfandi einstaklinga. 1986 var síðan samið um að greidd væru iðgjöld af öllum launum, ekki aðeins af dagvinnu- launum (Már Guðmundsson, 2000). Undirbúningur lagasetningar um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða stóð með hléum frá árinu 1976 en árið 1997 voru lög um það efni samþykkt. BIRT MEÐ LEYFI HÖFUNDAR. Íslenska lífeyriskerfið – Samanburður á gegnumstreymi og sjóðsöfnun Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Maí 2009 Höfundur: Jenný Guðmundsdóttir Leiðbeinandi: Örn Daníel Jónsson Fyrsti vísir að lífeyrissjóði 1851 Í BS-ritgerð Jennýjar Guðmundsdóttur í viðskiptafræði, Íslenska lífeyriskerfið – Samanburður á gegnumstreymi og sjóðsöfnun, er að finna greinargóðan kafla um sögu lífeyrissjóða á Íslandi. Hér er birtur útdráttur úr ritgerðinni. Fyrstu eiginlegu lífeyrissjóðirnir urðu ekki til fyrr en í júní 1921. NORDICPHOTOS/GETTY
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.