Fréttablaðið - 31.01.2014, Side 54

Fréttablaðið - 31.01.2014, Side 54
KYNNING − AUGLÝSINGLífeyrissjóðir FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 20144 Mótframlagið jafngildir launahækkun „Viðbótarlífeyrissparnaður hefur ýmsa kosti en sá stærsti er tvímælalaust mótframlag vinnuveitanda, ef launþegi spar- ar að lágmarki 2% af launum leggur vinnuveitandi til 2% mótframlag. Því má segja að þeir sem ekki eru með viðbót- arlífeyrissparnað séu í raun að afþakka 2% launahækkun. Við bætist að enginn tekjuskattur er greiddur af viðbótar- lífeyrissparnaði fyrr en hann er tekinn út. Að auki er hann undanþeginn fjármagnstekju- og eignaskatti. Saman gera þessir kostir það að verkum að hagkvæmara sparnaðarform er vandfundið.“ Laun lækka verulega þegar farið er á eftirlaun „Þó greitt sé í lögbundinn lífeyrissjóð af öllum tekjum þá verða lífeyrisgreiðslurnar mun lægri en meðallaunin yfir ævina og geta, ef ekkert er að gert, lækkað um allt að helm- ing þegar eftirlaunaaldurinn hefst. Viðbótarlífeyrissparn- aður getur brúað þetta bil að hluta og með honum er hægt að tryggja svipuð lífsgæði eftir að starfsævinni lýkur.“ Viðbótarsparnaður hefur reynst vel og komið mörgum til bjargar „Frá því að viðbótarsparnaðurinn var tekinn upp fyrir um 15 árum hefur hann reynst launþegum afar vel. Sam- anlagðar eignir almennings í viðbótarsparnaði telja nú yfir 400 milljarða króna. Eftir efnahagshrunið 2008 var opnað fyrir takmarkaðar og tímabundnar útgreiðslur viðbótar- sparnaðar, fjölmargir hafa nýtt sér þá heimild og hafa þess- ir fjármunir reynst mörgum vel í þrengingum síðustu ára. Þrátt fyrir að margir hafi nýtt sér þessa heimild eru þeir enn fleiri sem hafa ekki snert inneignina sína og eiga hana óskipta þegar kemur að efri árum. Það er auðvitað mjög já- kvætt.“ Sterk staða Íslenska lífeyrissjóðsins „Íslenski lífeyrissjóðurinn er rekinn af Landsbankanum. Sjóðurinn tekur bæði við iðgjöldum í séreign og samtrygg- ingu. Sjóðurinn tekur við lögbundnu iðgjaldi, þ.e. 12% ið- gjaldi í gegnum samtryggingardeild en nýtir heimild í lögum til þess að blanda saman samtryggingu og séreign. Með því móti verður stærri hluti lífeyrissparnaðarins í sér- eign. Í séreign býður sjóðurinn upp á fjórar ávöxtunarleið- ir en ávöxtun eigna Íslenska lífeyrissjóðsins hefur verið góð undanfarin ár. Samtryggingardeild sjóðsins stendur líka vel en gott jafnvægi er á milli eigna og skulda og trygginga- fræðileg staða sjóðsins því góð.“ Úrræði stjórnvalda gætu hentað mjög mörgum „Sérfræðihópur stjórnvalda hefur kynnt nýjar tillögur um aðgerðir í skuldamálum heimilanna, en samkvæmt þeim verður mögulegt að nýta viðbótarsparnað til að greiða inn á húsnæðislán, án þess að tekjuskattur sé greiddur. Viðbótar- sparnaður hefur fram til þessa verið afar hagkvæmt sparn- aðarform vegna mótframlagsins, en ef hægt er að greiða við- bótarsparnaðinn skattfrjálst inn á húsnæðislán verður hann enn hagkvæmari en áður og mun spara lánþegum mikinn vaxtakostnað þegar fram í sækir. Heimilt verður samkvæmt fyrirliggjandi tillögum að ráðstafa 6% iðgjaldi inn á höfuð- stól viðkomandi láns en skattleysi takmarkast við 500 þús- und kr. á ári fyrir hvert heimili eða hverja eign. Gert er ráð fyrir að úrræðið gildi í þrjú ár og að það komi til framkvæmda um mitt ár 2014. „Þeir sem ekki greiða í viðbótarsparnað geta nýtt sér úrræði stjórnvalda með því að stofna samning um hann. Eins og þetta hefur verið kynnt þá takmarkast sú heimild við þá sem skuld- uðu húsnæðislán fyrir 1. desember 2013. Það eru hins vegar engar takmarkanir gagnvart þeim sem hafa nýtt sér önnur úrræði, eins og t.d. 110% leiðina eða sértæka skuldaaðlögun þannig að úrræðið ætti að nýtast stórum hópi. Einnig er ráð fyrir því gert að úrræðið nái til þeirra sem eiga ekki húsnæði í dag. Þeim mun bjóðast að taka það sem safnast í viðbótar- sparnað á næstu 3-5 árum út án skattlagningar og nýta sem út- borgun í íbúðarhúsnæði. Báðar þessar leiðir, þ.e. að greiða inn á húsnæðislán og að safna inn á húsnæðissparnaðarreikning eru mjög hagstæðar, og það er hiklaust hægt að hvetja fólk til að kynna sér þessar leiðir vel þegar þær hafa verið útfærðar.“ Helstu kostir viðbótarlífeyrissparnaðar ■ Bætir lífskjör þín á efri árum. ■ Mótframlag frá vinnuveitanda. ■ Erfist að fullu. ■ Skattalegt hagræði. ■ Ávöxtun er undanþegin fjármagnstekjuskatti. ■ Hægt að fylgjast með þróun inneignar í heimabanka. Hagkvæmasti sparnaður sem völ er á Ólafur Páll Gunnarsson, verkefnastjóri lífeyrissparnaðar Landsbankans og framkvæmdastjóri Íslenska lífeyrissjóðsins, segir viðbótarlífeyrissparnað vera hagkvæmasta sparnað sem völ er á. Ásgrímur Guðnason Viðskiptavinur Landsbankans„Maður á að nýta sér þetta“ Allt sem þú vilt vita um viðbótarlífeyrissparnað landsbankinn.is/istuttumali Landsbankinn landsbankinn.is 410 4000 ÁVÖXTUN ÍSLENSKA LÍFEYRISSJÓÐSINS OG LÍFEYRISBÓKAR LANDSBANKANS 1 ár 5 ár 10 ár Líf I 8,6% 11,2% 8,3% Líf II 7,0% 10,2% 7,7% Líf III 5,4% 9,5% 6,9% Líf IV 2,2% 8,3% 6,1% Samtrygging 9,5% 8,7% 7,0% Lífeyrisbók, verðtr. 5,8% 8,3% 10,9% Lífeyrisbók, óverðtr. 4,3% 5,7% 8,5% Meðalnafnávöxtun á ári. Ólafur Páll Gunnarsson verkefnastjóri lífeyrissparn- aðar Lands- bankans.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.