Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.01.2014, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 31.01.2014, Qupperneq 58
FRÉTTABLAÐIÐ María Lovísa Árnadóttir. Uppáhaldshlutirnir. Netverslun. Helgarmaturinn & Spjörunum Úr. 10 • LÍFIÐ 31. JANÚAR 2014 1. Þegar ég var ung þá bjó ég á … Blönduósi 2. En núna bý ég í … Mílanó 3. Ég mun eflaust aldrei skilja … mikilvægi símastanda í London. Þeir eru alls staðar en notar þá einhver? 4. Ég hef ekki sérstakan áhuga … á því að versla. Mig lang- ar frekar til að borga fyrir upp- lifanir og ferðalög heldur en flíkur. 5. Karlmenn eru … bara karl- menn, nema einn, því hann er einstakur. 6. Ég hef lært að maður á alls ekki að … kyngja tyggjóinu sínu. 7. Ég fæ samviskubit þegar … ég labba fram hjá fólki sem betlar, því maður getur ekki hjálpað öllum. 8. Ég slekk á sjónvarpinu þegar … ég hef setið of lengi fyrir framan það. 9. Um þessar mundir er ég mjög upptekin af … næringarfræði og hreyfingu. 10. Ég vildi óska þess að fleiri vissu af … því hvað Höfðaborg er frábær staður. EYDÍS HELENA EVENSEN 19 ÁRA FYRIRSÆTA Eydís Helena Evensen Forréttindi að vera íslendingur Var skrítið að flytja heim aftur til Íslands aftur eftir langa búsetu er- lendis? „Einhver sem bjó lengi erlend- is sagði við mig að það myndi taka mig tvö ár að lenda og það má eig- inlega segja að það hafi reynst rétt. Börnin mín aðlöguðust furðu fljótt og nutu frelsisins á Íslandi í botn sem gladdi mig mjög. Mér fannst sjálfri þó mjög skrítið að vera komin hingað í fyrstu enda var ég með annan fótinn úti og að vinna í gegnum Skype og því ekki í mikl- um tengslum við þjóðfélagið á Ís- landi hvað vinnuna varðaði. Það er ótrúlegt hvað það hefur mikil áhrif og hvað vinnan tengir okkur við staðinn sem við búum á. Það var dásamlegt að vera loksins nálægt fjölskyldu og vinum og ég nýt þess að vera úti og anda að mér brak- andi fersku loftinu. Það var þó ekki fyrr en ég fór að finna mér verk- efni hér heima og fór að leika mér að því að hanna íslenskar vörur að ég upplifði mig tengjast land- inu mínu aftur. Núna er ég lent og komin á minn stað, búin að finna rætur mínar og á aftur heima „heima“. Hér vil ég vera enda flott- asta land í heimi og ég er stolt af því að hafa þau forréttindi að geta kallað mig Íslending.“ Hvað veitir þér innblástur dags- daglega? „Það er svo margt! Ég fæ inn- blástur úr öllum áttum og á sjald- an dag án þess að nýjar hugmynd- ir fæðist. Ég er í eðli mínu forvitin og hef áhuga á mjög mörgu þann- ig að hvort sem ég er að lesa bók, blað eða vefsíðu, skissa upp teikn- ingar, í sundi eða í göngutúr úti í náttúrunni þá er alltaf stutt í inn- blásturinn. Það eru samt börnin mín sem veita mér djúpstæðasta innblást- urinn alla daga með því að vera alltaf svo opin, forvitin og áhuga- söm um lífið og með því að vera oftast glaðvær og eiga stutt í hlát- urinn. Þau laða það besta fram í mér og hvetja mig til þess að tengjast barninu í sjálfri mér og kenna mér því líklega meira en ég get kennt þeim. Lífið væri enda- laust skemmtilegt ef við sæjum það með augum barnanna.“ Hæfileikarnir liggja á mörg- um sviðum. Er það eitthvað annað sem að þú stefnir á að gera á næstunni? „Minn lærdómur í lífinu er svolítið sá að kunna að meta að „minna er meira“. Ég hugsa oft í stóru samhengi og virðist stund- um framleiða hugmyndir þann- ig að það hefur gerst að ég fær- ist meira í fang í verkefnum en ég ætla mér. Því stefni ég eingöngu á að halda fókusnum á nákvæm- lega það sem ég er að gera núna og sinna því vel. Ég er líka svo heppin að fá útrás fyrir umfram- sköpunarkraft í gegnum aðra með því að ýta undir sköpunargleði og skapandi lausnir hjá þeim sem starfa með mér í markþjálfun.“ Ingibjörg Stefánsdóttir var í leiklistar- og dansnámi í New York 1997 þegar hún uppgötvaði jóga. Áætlanir hennar um framtíð og starfsframa snarbreyttust við það og síðan þá hefur hún lært ýmsar tegundir af jóga- æfingum og menntað sig í fræðunum bæði í Bandaríkjunum og á Ind- landi. Hún rekur jógastöðina YogaShala auk þess að vera þriggja barna móðir. JÓGAKENNARINN Ingibjörg Stefánsdóttir, jógakennari, leikkona, föstudagsforsíða Markþjálfunarstarfið er mjög skemmti- legt og fæ ég útrás fyrir mörg persónu- leg áhugasvið og kynnist alls konar rekstri og viðskiptasköpun. Ég nýti að mörgu leyti bæði heilahvelin mín sem hafa gaman af hönnunarhugsun og stjórnun og stefnumótun. Af hverju fórstu að læra til jógakennara? „Ég var búin að stunda jóga í nokk- ur ár í Bandaríkjunum og ákvað að byrja að kenna þegar ég flutti heim. Mig minnir að það hafi ekki marg- ir verið að kenna þann jógastíl sem ég var að læra en það eru jóga- tegundirnar „ashtanga vinyasa“ og „vin yasa flow“. Þar sem ég var búin að vera lengi í dansi heill- aði „asht anga“ mig upp úr skónum. Það byggist á rútínum sem fólk lærir smám saman utan að. Mér finnst líka rosalega gott að svitna og taka dálítið á þegar ég æfi og þessar jógategundir geta reynt vel á.“ Hvað er skemmtilegast við starfið? „Ég elska að kenna jóga. Það er ótrúlega gefandi starf. Það er ekkert betra en að sjá fólk ljóma eftir tíma. Það kom kona til mín um daginn og bað um að fá að faðma mig. Hún var svo þakklát fyrir jógastöðina mína og sagði að iðkunin væri búin að breyta lífi hennar. Þetta er topp- urinn. Svo er ég líka með svo yndis- lega kennara sem frábært er að fá að vinna með.“ Hvað gerir þú í frítíma þínum? „Ég hef eiginlega engan frítíma núna. Ég ákvað að eignast þrjú börn með tiltölulega stuttu millibili. Hvað gerir jóga fyrir þig? „Það er svo rosalega margt, það auðgar líf mitt á marga vegu. Það heldur mér í góðu jafnvægi and- lega og líkamlega. Það sýndi sig vel á mínum þremur meðgöngum hvað jóga styrkir vel djúpvöðvana, ég fékk aldrei verk í bakið eða neitt slíkt. Þegar ég hef verið undir miklu álagi hefur jóga einnig gert krafta- verk og gegn kvíða virkar það ein- staklega vel og þá sérstaklega önd- unin, þar sem hún róar taugakerf- ið. Nánari upplýsingar um jóga á yogashala.is SOHO/MARKET Á FACEBOOK Grensásvegur 8, sími 553 7300 Opið mán-fim 12–18 og fös-lau 12–17 Aðeins 6 Útsölunni lýkur • 1.000,- • 1.500,- • 2.000,- • 2.500,- • 3.000,- • 4.000,- verð ALLT Á AÐ SELJAST Rýmum fyrir nýjum vörum Verðsprengja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.