Fréttablaðið - 31.01.2014, Page 62

Fréttablaðið - 31.01.2014, Page 62
FRÉTTABLAÐIÐ Netverslun. Helgarmaturinn & Spjörunum Úr. 14 • LÍFIÐ 31. JANÚAR 2014 „Þetta voru fyrstu snyrtivöru- verðlaunin sem veitt hafa verið á Íslandi og voru verðlaunaflokk- arnir 67,“ segir Lilja Ósk Sigurðar- dóttir þegar talið berst að Nude Beauty Awards. Lilja Ósk starfar sem snyrtiritstjóri hjá NUDE Magazine en hún útskrifast einnig úr stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands í vor. „Okkur fannst tími til kominn að gera meira úr þeim glæsimerkjum sem eru til á landinu en við stöndum og föllum með þessum vörum sem við mælum með. Þær hafa allar verið prófaðar af starfsfólkinu hjá Nude og voru ekki valdar út frá neinni pólitík. Rannsóknir eru jú ekki það sama og raunvirkni.“ Lilja Ósk lifir og hrærist í áhugaverðum heimi og hún bendir á að mikilvægt sé að hafa ákveðið gæðaeftirlit og vera með faglega umfjöllun snyrtivöru og segja konum sannleikann um vörunar. Í desember voru verðlaunahafarnir tilkynntir en um helgina verður NUDE Beauty Awards-helgi í Hagkaupum þar sem boðið er upp á 25% afslátt af þeim vörum sem unnu til verðlauna. VERÐLAUN SNYRTI- VÖRUR ÁRSINS VALDAR AF NUDE MAGAZINE Tímaritið NUDE Magazine stóð fyrir NUDE Beauty Awards en vörurnar eru á tilboði um helgina. Í byrjun ágúst á seinasta ári fórum við Viktor Margeirs- son og Jón Hilmar Karlsson að spjalla um fatamarkað- inn á Íslandi og föt yfirleitt. Samræðurnar enduðu snemma í spjalli um netverslun og hvernig internetið hljóti að vera framtíð fataverslunar úti um allan heim. Fólk treystir vefsíðum meira og meira með hverjum deginum og því finnst miklu þægilegra að sjá öll fötin á einum stað án þess að upplifa stressið sem allt- af fylgir verslunarmiðstöðvum,“ segir Kjartan Þórisson spurður um ævintýri þeirra félaga sem lítur dagsins ljós þann 10. febrú- ar næstkomandi. Ísland á eftir í netvæðingu „Við skildum einfaldlega ekki af hverju Ísland var svona langt eftir á í netvæðingu fatamark- aðarins en auðvitað liggur svar- ið í því að fólk nennir ekki að fara inn á netverslanir einstakra verslana. Þegar fólk verslar á netinu vill það fyrst og fremst sjá úrval og fyrir litla fataversl- un á Laugaveginum er erfitt að bjóða upp á mikið flæði af nýjum vörum. Fólk vill fá fullt af mis- munandi fataverslunum, með mörg hundruð flíkur á einum stað svo að það geti auðveldlega skoðað hvað er „inn“ og hvað er yfirleitt til hérna heima fyrir,“ segir hann ákveðinn og bætir við: „Það er þess vegna sem við ákváðum að stofna Nomo og keyptum lén-ið www.nomo.is.“ Kynntust í Verzló Þeir félagarnir sem eru allir 18 ára gamlir hafa núna þekkst í þrjú ár en þeir kynntust þegar þeir byrjuðu í Verzlunarskóla Íslands. „Það besta við Verzl- unarskólann er líklega hversu auðvelt það er að komast í sam- band við hæfileikaríkt fólk sem er með svipuð áhugamál og maður sjálfur. Það er einmitt eitt af gildum fyrirtækisins; að stuðla að tækifærissköpun fyrir ungt og hæfileikaríkt fólk sem hefði kannski ekki fengið tækifæri annars staðar einung- is vegna aldurs. Ljósmyndarinn okkar, Haukur Kristinsson, er til dæmis líka ungur strákur úr Verzló og hefur lengi haft áhuga á ljósmyndun en hefur kannski skort réttu tækifærin vegna aldurs.“ Verslunareigendur spenntir „Hugmyndin er að færa allar flottustu fataverslanir lands- ins inn á eitt vefsölusvæði sem myndi þá virka eins og Kringl- an á netinu. Ég ákvað sjálfur að læra vefsíðuhönnun og setti síð- una upp. Við gengum síðan upp Laugaveginn í grenjandi rign- ingu og bönkuðum á dyrnar hjá nokkrum verslunum sem voru í uppáhaldi. Hugmyndin var eins og himnasending fyrir versl- unareigendur og þeir voru allir spenntir fyrir þessu. Núna eru 11 dagar í opnun sem er 10. febrúar og við erum með samstarfsverslanir á borð við Noland, Morrow, Suzie Q, Dúkkuhúsið, Karlmenn, Define The Line, Neon, Mótor & Míu, Corner, Epic!, Skarthúsið og síðan vorum við að loka samn- ingi við NTC um að fá Smash og Deres inn í fjölskylduna fyrir opnun.“ „Þetta er búinn að vera ein- hver mesti rússíbani sem ég hef stigið inn í og við getum ekki beðið eftir opnuninni. Það eina sem þarf að gerast núna er að láta Ísland, bæði höfuðborg- ina og landsbyggðina, vita af því að íslenski fatamarkaður- inn sé við það að taka stórum breytingum.“ -eá NETVERSLUN HUGMYNDIN KVIKNAÐI Í VERSLÓ Þrír félagar í Verzlunarskóla Íslands ætla sér stóra hluti þegar kemur að netverslun á Íslandi. 10. febrúar næstkomandi opna vinirnir umfangsmikla netverslun sem færir saman margar af fl ottustu fataverslunum landsins þar sem Íslendingar geta keypt tískufatnað allan sólarhringinn og fá vöruna senda frítt heim. Jón Hilmar Karlsson, Kjartan Þórisson og Viktor Margeirsson. MYND/VALGARÐUR GÍSLASON Lilja Ósk Sigurð- ardóttir, snyrtirit- stjóri hjá NUDE Maga zine.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.