Fréttablaðið - 31.01.2014, Síða 76

Fréttablaðið - 31.01.2014, Síða 76
31. janúar 2014 FÖSTUDAGUR| MENNING | 48 „Við förum örugglega bráðum að kalla okkur bílskúrsband,“ segir Guðný Þóra Guðmundsdóttir, einn meðlima strengja- sveitarinnar Skarks, sem í dag verður með tónleika í bílageymslu RÚV þaðan sem sent verður út beint bæði á Rás 1 og heimasíðu RÚV. „Þannig var að því miður var stúdíóið í Efstaleiti upptekið á þeim tíma sem tónleikarnir voru planaðir og bílageymslan var það sem þeir gátu boðið okkur upp á svo að einhvern veginn virð- umst við og nútímatónlistin hafa fundið einhvern hljómgrunn í bílakjöllurum.“ Hér vísar Guðný í tónleika sem Skark hélt í bílastæðahúsi Hörpu síðastliðið sumar. Þar blönduðu hljómlistarmenn- irnir saman tónlist og gjörningi með fjóra Suzuki-jeppa og Guðný segir sveitina hafa verið að færast nær gjörningalist smátt og smátt, þótt auðvitað sé hún fyrst og fremst tónleikasveit. Skark er skipuð tólf tónlistarmönnum og stjórnandi er Bjarni Frímann Bjarnason. Á tónleikunum í RÚV verða frumflutt verk eftir þrjú íslensk tónskáld; Hildi Ingveldardóttur Guðnadóttur, Óttar Sæmundsen og Þórunni Grétu Sigurðar- dóttur sem öll sömdu verkin sérstaklega fyrir Skark. Auk þess verður flutt verk eftir Snorra Sigfús Birgisson frá árinu 1982. „Við erum að vinna með ákveð- ið konsept á þessum tónleikum og skoða tengsl tónlistar og myndlistar,“ segir Guðný. „Við vísum í þekkt málverk, en ég ætla ekki að gefa meira upp um það til að svipta ekki væntanlega áhorfendur for- vitninni.“ Tónleikarnir og útsendingin hefjast klukkan 16 í dag og eru hluti af tónlist- arhátíðinni Myrkum músíkdögum. fridrikab@frettabladid.is Tónleikar í bílageymslu RÚV Strengjasveitin Skark verður í dag með sérstæða tónleika í bílageymslu RÚV í Efstaleiti 1. Þetta eru fyrst og fremst tónleikar en þó með tilvísun í myndlist og verða þeir sendir út beint bæði á Rás 1 og heimasíðu RÚV. Frumfl utt verða þrjú verk eft ir ung íslensk tónskáld auk eins eldra. Sýningin You draw me crazy birt- ir verk tveggja akureyrskra lista- manna, þeirra Arnars Ómarsson- ar og Heklu Bjartar Helgudóttur. Þau eru gestalistamenn á Gods- banen sem er miðstöð lista og menningar í Árósum. Síðustu þrjár vikur hafa þau Arnar og Hekla unnið og búið saman á lítilli vinnustofu og á þessu tímabili hafa þau unnið að eins konar greiningu hvort á öðru, Arnar hefur verið viðfangsefni Heklu og öfugt. Það tekur á taugarnar að vinna saman daglega frá morgni til kvölds í sama litla rýminu og verkefni Arnars og Heklu er á marga vegu athugun á hvers konar áhrifum og innblæstri þau hafi orðið fyrir í svo náinni sam- búð. Skortur á einveru, þolmörk persónurýmis og berskjöldun ein- kennir verkin sem eru teikning- ar, myndbandsverk, textaverk og bókverk. Hægt er að fylgjast með þeim skötuhjúum á vefsíðunni you- drawmecrazy.com en þar setja þau inn daglegar færslur. Sýningin opnar annað kvöld, 1. febrúar klukkan 20 á umræddri vinnustofu. - gun Einveruskortur einkennir verkin Akureyrsku listamennirnir Arnar Ómarsson og Hekla Björt Helgudóttir eru gesta listamenn í Árósum í Danmörku og opna þar sýningu annað kvöld. LESTRARAÐSTAÐAN Hekla reynir að koma sér vel fyrir á vinnustofunni. ÚFF Persónulegt rými er af skornum skammti hjá Arnari. GODSBANEN Umhverfi vinnustofunnar sem er í miðstöð menningar og lista í Árósum. BÍLSKÚRSBAND Strengjasveitin Skark hefur áður spilað í bíla- kjallara Hörpu þar sem Suzuki- jeppar léku stórt hlutverk í tónleikunum. Kammerkórinn Schola cantorum og Listvinafélag Hallgrímskirkju minnast Þorkels Sigurbjörnssonar með tónleikum í Hallgrímskirkju á sunnudaginn, 2. febrúar, klukkan 15, þegar ár er liðið frá því að hann lést. Kórinn flytur úrval af kirkju- legum kórverkum Þorkels, Hörður Áskelsson, kantor Hallgríms- kirkju, leikur orgelverkið Snertur á stóra Klais-orgel kirkjunnar, auk þess sem Schola cantorum frum- flytur kórverkið Nunc dimittis eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson, en það tileinkar Hreiðar minningu Þorkels sem var einn af hans kenn- urum í tónsmíðum. Þorkell Sigurbjörnsson lést 30. janúar 2013. Hann skildi eftir sig mikið af góðri kirkjutónlist. Á tón- leikum Schola cantorum flytur kórinn sálmalög og mótettur, sem gefa góða mynd af kirkjutónlist Þorkels. Orgelverkið Snertur skrif- aði Þorkell fyrir Hörð til flutnings við vígslu Klais-orgels Hallgríms- kirkju árið 1992. Kórverk Hreiðars Inga Þorsteinssonar Nunc dimittis er tónsetning á Lofsöng Símeons, sem byrjar á orð- unum: „Nú lætur þú, Drottinn, þjón þinn í friði fara“. Hreiðar, sem er meðlimur Schola cantorum, valdi þennan texta til að kveðja sinn kæra kennara. Stjórnandi tónleikanna er Hörður Áskelsson. - fb Schola cant- orum minnist Þorkels ÞORKELL SIGURBJÖRNSSON BREYTTU LÍFI ÞÍNU Á 30 DÖGUM Viltu bæta lífsstílinn, læra að þekkja líkama þinn betur, setja stefnuna á kjörþyngd og komast í gott form? Þá er 30 daga hreint mataræði tilvalin leið fyrir þig. Þessi yfirgripsmikla og fróðlega bók er komin í verslanir!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.