Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.01.2014, Qupperneq 84

Fréttablaðið - 31.01.2014, Qupperneq 84
31. janúar 2014 FÖSTUDAGUR| MENNING | 56 „Við komum heim í íslenska vorið í mars, kannski full bjartsýnt en allavega verður janúarmyrkrið á bak og burt. Við sýnum átta sinnum í viku, svo þetta er svona Smugutúr. Hins vegar tekur sýningin einungis rúma klukkustund í flutningi svo það munar sannarlega um það þegar keyrslan er svona mikil. Ég fæ að fara í gegnum mikið drama og tilfinninga- ferðalag í mögnuðu hlutverki Gretu og aumingja Bjössi þarf að hanga á hvolfi í hlutverki pöddunnar Gregors sem krefst ótrúlegs líkamlegs úthalds og styrks. Ég fullyrði að þeir eru ekkert margir leik- ararnir fyrir utan Gísla Örn og Bjössa sem geta leikið þetta hlutverk sem krefst bæði djúprar dramatískrar túlkunar og ekki síður líkamlegs álags og fimi,“ segir leikkonan Unnur Ösp Stefánsdóttir. Hún dvelur nú í Toronto í Kanada með eigin- manni sínum, Birni Thors, og leikhópn- um Vesturporti þar sem þau frumsýna leikritið Hamskiptin 2. febrúar. Hjónin verða í sjö vikur í Toronto og tóku börn- in sín, Dag, sex ára, og Bryndísi, eins og hálfs árs, með. Amma passar „Bryndís fylgdist með okkur pakka, benti í átt til himins þegar flug- vélar flugu hjá og lék flugvélahljóð áður en við fórum svo hún áttaði sig að einhverju leyti á því að það var eitthvert ævintýri í vændum. Dagur hins vegar er aldeil- is með allt á hreinu varðandi komandi vikur og við erum búin að skipuleggja mikið fjöl- skylduprógramm. Það verða heimsótt risaeðlusöfn, listasöfn, skautahallir og fleira. Mikill spenning- ur fyrir sex ára snáða. Svo ætlar hann að skrifa krökkunum í bekknum í Austur- bæjarskóla reglulega bréf og „skype-a“ við vinina,“ bætir Unnur við. Þau hjón- in eiga góða að sem gerir þennan tíma- bundna flutning auðveldari. „Við erum svo heppin að hin yndis- lega Bryndís Lúðvíksdóttir, tengdamóð- ir mín, kemur með okkur út og við búum öll saman í fallegu húsi í fjölskylduvænu hverfi ekki langt frá leikhúsinu. Hún sér um krakkana á meðan á sýningum stend- ur. Þeim finnst ekkert amalegt að hafa ömmu hjá sér og okkur fannst þetta ekki síst tækifæri fyrir fjölskylduna að upp- lifa ævintýri saman í nýju umhverfi.“ Unnur segir það ekki hafa komið til greina að skilja börnin eftir á Íslandi og þakkar fyrir að geta leyft sér að upplifa þetta ævintýri með þeim. „Sem fjölskyldumanneskjur fannst okkur það lykilatriði að gefa börnun- um færi á því að taka þátt í þessu ævin- týri með okkur. Það er þroskandi fyrir krakka að komast í örlítið öðruvísi menn- ingu og nýtt umhverfi. Sem listamenn þvælumst við mikið um og oft í stutt- an tíma frá börnunum á kvikmynda- og leiklistarhátíðum. En þegar um svona langan tíma er að ræða kemur ekki annað til greina en að fara öll saman. Við erum auðvitað mjög heppin að hafa tækifæri til að geta þetta, leika í sömu sýningunni og vera boðið að taka alla fjölskylduna með, alveg ómetanlegt,“ segir Unnur. Þau hjónin hafa einu sinni áður flutt með fjölskylduna til útlanda vegna vinnunnar en þá var sonur þeirra, Dagur, sex mánaða. Þá fórum við til Bretlands og lékum Hamskipti Vesturports í hálfan vetur. Það var dásamlegur tími. Einhver bestu jól ævi okkar. Staðreyndin er sú að þrátt fyrir sýningatörnina þá er mikill tími til ævintýra með fjölskyldunni. Maður er svo laus undan öllum hversdagsleg- um skuldbindingum, enginn til að sinna, heimsækja, engin barnaafmæli eða mat- arboð eða annars konar daglegt amstur. Eins og það er dásamlegt þá er mjög hollt að fara svona burt saman sem fjöl- skylda. Skilningsríkir yfirmenn Okkur fannst þetta ómet- anlegur tími í Bretlandi svo að þegar Gísli Örn bauð okkur að gera þetta aftur þá slógum við til. Við vorum að vísu bæði búin að skuldbinda okkur í vinnu í allan vetur þar sem ég er fastráðin hjá Borgarleikhúsinu og Bjössi hjá Þjóð- leikhúsinu. Yfirmenn okkar, Magnús Geir og Tinna Gunnlaugs, sýndu okkur ótrúlegan skilning svo við gætum elt uppi ný ævintýri. Þetta er að verða algengara að íslensk- ir leikarar fái tækifæri erlendis, bæði í kvikmyndum og leikhúsi og algerlega stórkostlegt þegar manni gefst færi á að sprengja upp sinn þægindaramma, ögra sér sem listamanni, leika á nýju tungu- máli og lenda í smá ævintýri með fjöl- skyldunni í leiðinni.“ Talið berst að Hamskiptunum, sýn- ingu sem hefur farið sigurför um heim- inn. Nú ætlar Vesturport að sigra Kan- ada í einu virtasta leikhúsi þar í landi, Royal Alexandra-leikhúsinu. Unnur Ösp og Björn leika systkini í sýningunni. „Við höfum leikið Hamskiptin um allt Bretland með lengsta stoppinu í Lond- on. Eins lékum við þau í Ástralíu, meðal annars í rosaflottu leikhúsi í Sydney. Þar var Cate Blanchett annar leikhús- stjóranna og sendi Vesturporti persónu- legt þakkarbréf. Það er aðeins breytilegt hverjir leika í sýningunni. Stundum eru LEIKARAFJÖLSKYLDA SPRENGIR ÞÆGINDARAMMANN Leikarahjónin Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors frumsýna uppsetningu Vesturports á Hamskiptum Franz Kafk a í Royal Alexan- dra-leikhúsinu í Toronto í Kanada 2. febrúar. Þar munu þau dvelja í sjö vikur ásamt börnum sínum tveimur og móður Björns, Bryndísi Lúðvíksdóttur, sem mun sjá um börnin á meðan á sýningum stendur. VIRT LEIKHÚS Unnur og Björn eru spennt fyrir því að frumsýna Hamskiptin í Toronto. Maður er svo laus undan öll- um hvers- dagslegum skuldbind- ingum, enginn til að sinna, heimsækja, engin barnaaf- mæli eða matarboð eða annars konar daglegt amstur. Eins og það er dásam- legt þá er mjög hollt að fara svona burt saman sem fjöl- skylda. Unnur Ösp Stefánsdóttir íslenskir leikarar, stundum breskir. Nú förum við fjórir Íslendingar og einn Breti. Með okkur Bjössa leika Edda Arnljótsdóttir og Víkingur Kristjáns- son. Svo er frábær breskur leikari, Tom Mannion, með í för. Sammannleg sýning Við Bjössi leikum systkini og þessi magnaða saga Kafka fjallar um það hvernig fjölskylda Gregors Samsa tekst á við það þegar sonur þeirra og bróð- ir vaknar upp einn morguninn sem padda. Sagan höfðar til ótrúlega breiðs hóps þar sem um er að ræða eins konar dæmisögu sem tekur á því hvernig við sem manneskjur hræðumst hið ókunna og í fáfræði okkar og fordómum bregð- umst stundum við slíkum aðstæðum af grimmd og heift. Í okkar uppfærslu er vísað í helförina og það hvernig á ein- hvern óskiljanlegan hátt við útrýmd- um næstum heilli þjóð með einhverjum heilaþvotti um að gyðingar væri okkur hinum óæðri. Það er makalaust hvers manneskjan er megnug í græðgi sinni og hræðslu og ástæða þess hversu ótrú- lega vel sýning Vesturports á Hamskipt- unum gengur um allan heim er sú hversu sammannleg hún er. Það er magnað að finna hversu mikið sýningin snertir ólík samfélög, ólíkar þjóðir. Staðreyndin er sú að við manneskjurnar eigum svo ótrú- lega margt sameiginlegt þrátt fyrir að landamæri skilji okkur að. Það renn- ur heitt blóð í æðum okkar, öll finnum við til og viljum láta hreyfa við okkur. Paddan Gregor er allt sem við hræð- umst sökum fordóma. Hann er gyðing- urinn, fíkniefnaneytandinn, geðsjúkl- ingurinn, homminn, útlendingurinn og svo framvegis. Þar liggur snilld Franz Kafka, þetta er saga um okkur öll,“ segir Unnur. Þegar dvölinni í Kanada lýkur bíða spennandi verkefni þeirra hjóna. „Ég var að taka að mér líklega eitt mest krefjandi hlutverk mitt til þessa í alveg gríðarlega spennandi verkefni næsta vetur í Borgarleikhúsinu sem verður opinberað með vorinu. Bjössi er að fara að leika aðalhlutverk í íslenskri spennumynd sem Baltasar Kormákur framleiðir og Börkur Sigþórsson leik- stýrir í vor. Eins erum við bæði að fram- leiða okkar eigið sjónvarpsverkefni og svo eru leikhússtjóraskipti fram undan í báðum leikhúsum. Það eru hress- andi tímamót sem geta kollvarpað öllu lífi manns. Þetta eru spennandi tímar í leikhúsinu en mjög krefjandi tímar finnst manni í blessuðu samfélaginu. Ef stjórnvöld fara ekki að átta sig á hversu ótrúlega listamenn við eigum og hlúa að menningunni sem skilar þvílíkum fjár- munum í ríkiskassann og ef haldið verð- ur áfram að skera svona niður til menn- ingarmála og kvikmyndagerðar þá er ekki annað að gera fyrir fólk eins og okkur en að halda ævintýrunum áfram og flytja eitthvert út í hinn stóra heim, hver veit? Menningin er hluti af lífi okkar allra, sama hvað við fáumst við. Menningin skapar samfélag.“ liljakatrin@frettabladid.is Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is MYNDIR/SIMON KANE ÚTHALD OG STYRKUR „Aumingja Bjössi þarf að hanga á hvolfi í hlutverki pödd- unnar Gregors sem krefst ótrúlegs líkam- legs úthalds og styrks,“ segir Unnur. STUÐ Á SVIÐI Úr leiksýning - unni Hamskiptin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.