Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.01.2014, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 31.01.2014, Qupperneq 86
31. janúar 2014 FÖSTUDAGUR| MENNING | 58 Þriðjudagur Tómatpasta með ólívum og hvítlauksbrauði Tagliatelle-pasta Dós af maukuðum tómötum Dós af tómatpuré 1 laukur 1/2 krukka af grænum ólívum Þurrkuð basilika Hvítlaukur Olía Lárviðarlauf Salt og pipar Rúmlega hálft baguette Smjör Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pakka (ekki verra að setja salt, hvít- lauksrif og lárviðarlauf í suðuvatnið). Saxið lauk og hvítlauk og steikið á pönnu í smá olíu. Kremjið ólívurnar út í. Hakkaðir tómatar og tómatpuré bætt við, kryddað með einu lár- viðarlaufi, þurrkaðri basiliku, salti og pipar. Látið malla smá. Hellt yfir pastað og borið fram með hvítlauks- brauði. (Brauð, smjör, hvítlaukur. Varla hægt að klúðra því.) Ragnar Pétursson matreiðslu- maður á Vox setti saman kvöld- matarseðil fyrir tvo í eina viku fyrir 6.382 kr. Stúdentaráð reikn- aði það út fyrir stuttu að náms- maður á námslánum gæti aðeins eytt 1.300 krónum á dag í mat. Meðalkvöldmáltíð á eftirfar- andi matseðli kostar 911 kr.. Þá eru eftir 389 kr. fyrir aðrar mál- tíðir dagsins. Það dugar líklega heldur skammt, en þó má benda á að maturinn er hugsaður fyrir tvo og því mætti borða helming matarins sem hádegismat dag- inn eftir. Allir ættu að búa svo vel að eiga lárviðarlauf, matarolíu, mjólk, hveiti, salt og pipar. Þess vegna var það ekki keypt í þess- ari verslunarferð. Athugið að sumt af því sem var keypt í þess- ari innkaupaferð nýtist áfram í búið, þannig að ef eldað er eftir sama matseðli aftur kostar það minna í næsta skipti. Kvöldmatur í viku fyrir tvo á rúman sexþúsundkall Ragnar Pétursson matreiðslumaður á Vox bjó til mat- seðil fyrir fátæka námsmenn. Mánudagur Hjörtu í sósu með silkimjúkri kartöfl umús Lambahjörtu Gulrætur Laukur Hveiti Vatn Lárviðarlauf Kjúklingakraftur Olía Kartöflur Mjólk Smjör Salt og pipar Skrælið kartöflur, skerið í litla bita og sjóðið í söltuðu vatni. Sjóðið bolla af mjólk niður um helming. Troðið soðnum kartöflunum í gegn um sigti þannig að úr þeim verði mauk. Setjið maukið út í niðursoðnu mjólkina og hrærið með sleif yfir lágum hita. Bætið köldu smjöri í litlum teningum við og lemjið þetta duglega saman með sleifinni. Saltið. Skerið hjörtun í fleyga. (Snyrtið eftir pjatti.) Skerið laukinn í sneiðar og gulræturnar í bita. (Það voru bara til snakk-gulrætur í Bónus þetta skiptið.) Veltið hjörtunum upp úr hveiti og steikið á pönnu í smá olíu. Saltið og piprið. Bætið gulrótum og lauk við. Bætið við vatni svo rétt fljóti yfir. Sáldrið kjúklingakrafti yfir og skellið eins og einu lárviðarlaufi út í. Látið þetta malla undir loki við vægan hita í hálftíma eða svo. Slettið kartöflumúsinni á disk og hellið hjartakássunni yfir. (Voða gott að bera fram rabarbarasultu með). Miðvikudagur Frönsk lauksúpa 6 laukar Lítri af vatni Kjúklingakraftur Tæplega hálft baguette Danblu-ostur (má nota mildari) Smjör Lárviðarlauf Timían Salt og pipar Skerið laukinn í tæplega 1 cm sneiðar og steikið í potti með olíu. Hrærið vel svo laukurinn brenni ekki, lækkið undir lauknum og setjið smá smjörklípu út í. Þetta þarf að malla hægt og rólega í góðar 20-30 mínútur eða þar til komið er sætt og yndislegt bragð af lauknum. Þá er vatninu hellt út á og kjúklingakrafti bætt í. Lárviðarlauf, smá timían og svartur pipar skemmir ekki. Súpan er látin malla í tíu mínútur eða svo. Ristið baguette brauðsneiðar í ofni og rífið ostinn yfir í lokin. Setjið brauðið í skálina og mokið súpunni yfir. Passið að hafa fullt af lauk í ausunni. Föstudagur Smjörsteiktur saltfi skur með blómkálsmauki, eplum og rófum Saltfiskur Blómkál Rófa Epli Smjör Hvítvínsedik Salt Olía Grófsaxið blómkálið og mauk- sjóðið það í vatni. Setjið það á sigti og látið rjúka úr því. Því næst er blómkálið maukað í matvinnsluvél með smávegis olíu, salti og edikslettu. Roð- flettið fiskinn og skerið hann í steikur. Skerið rófurnar í óreglulega, en jafnstóra bita og sjóðið þær í fimm mínútur. Skerið eplin svipað. Hitið pönnu þar til rýkur úr henni setjið þá olíuslettu á, þerrið fiskinn vel og steikið hann á annarri hliðinni þar til hann byrjar að brúnast. Setjið smá smjörklípu á pönn- una og snúið fisknum við, (2-3 mínútur á hvorri hlið.) Setjið fiskinn til hliðar og skellið eplum og soðnum rófum á pönnuna steikið í 3-4 mínútur, ediksletta og salt út á góðmetið. Að lokum er blómkálsmaukið sett á miðjan diskinn, svo eplin og rófurnar og að lokum fiskurinn ofan á. Laugardagur Kálbögglar með gulrótum og lauksmjöri Hvítkálshöfuð Kjötfars Smjör Laukur Gulrætur Kartöflur Salt Skerið laukinn í sneiðar og látið hann malla rólega í smjörinu á meðan kálbögglarnir eru matreiddir. Sjóðið kálblöð í söltu vatni þar til þau verða lin. Smyrjið matskeið af kjötfarsi á kálblað og rúllið þétt. Setjið bögglana varlega í heitt vatn. En þó ekki sjóðandi. Hendið svo gulrótunum og kartöflunum í pott- inn með. Látið suðuna koma hægt og rólega upp og látið svo malla í 15-20 mínútur eða þar til grænmetið er tilbúið. Svo er þessu mokað á disk og lauksmjörinu sullað yfir. Sunnudagur Niçoise-salat Salatblanda Túnfisksdós Soðin egg Laukur Tómatar Hálf krukka grænar ólívur Hvítvínsedik Olía Salt og pipar Pískið saman skvettu af hvítvíns- ediki og þremur matskeiðum af olíu. Saltið og piprið. Salatbland- an, tómatbátar og laukhringir dressað með olíusósunni. Salatið er svo toppað með túnfisknum, eggjabátum og ólívunum. (Hefð- bundið Niçoise-salat er með ansj- ósum líka, en þær eru rándýrar og ekki allra.) Fimmtudagur Spicy-kjúklingavængir með gráðaostasósu og sætum kartöfl um Kjúklingavængir Danblu-ostur Chilimauk (líka kallað Sambal oelek) Sýrður rjómi Sellerí Sæt kartafla Hvítlauksrif Hrísgrjón Sítróna Salt Olía Sjóðið hrísgrjónin eftir leið- beiningum á pakka. Blandið saman: chilimauki (eftir smekk), mörðu hvítlauksrifi, safa úr einni sítrónu, salti og olíu og marinerið kjúklingavængina í þessu í minnst klukkustund. Skrælið sætu kartöfluna og skerið hana í frekar feitar franskar, veltið upp úr olíu, saltið og piprið. Þessu er hent inn í 200 gráða heitan ofn. Vængirnir þurfa 30 mínútur eða svo og kart- öflurnar eitthvað minna. Fylgjast með. Vængirnir eiga að vera vel brúnaðir og kartöflurnar fallegar og gegnumeldaðar. Á meðan þið bíðið eftir ofninum er rifnum danblu-osti blandað út í sýrðan rjóma, smá ediksskvetta, og salt og hrært vel. Svo er þessu raðað fallega upp á disk og borðað. ➜ Grunnframfærsla frá Lánasjóði íslenskra námsmanna er 144.867 krónur á mánuði skólaárið 2013-2014. Stúdentaráð reiknaði út að ef húsakostur er undanskilinn eru ráðstöf- unartekjur námsmanna um 2.050 krónur á dag. FLINKUR Ragnar Pétursson matreiðslumaður á Vox. Saltfisksbitar 659 g 592 kr. Kjötfars 620 g 298 kr. Rófur í lausu 595 g 177 kr. Kartöflur í lausu 950 g 185 kr. Lambahjörtu 676 g 201 kr. Hvítkál 740 g 88 kr. Salat 100 g blandað 298 kr. Blómkál 950 g 341 kr. Sellerí 435 g 99 kr. Gulrætur 329 kr. Ferskir kjúklingavængir 988 g 325 kr. Danablu-ostur 259 kr. Sambal Oelek (Chilimauk) 247 kr. Fylltar ólífur 159 kr. Ósaltað smjör 175 kr. Hrísgrjón 151 kr. Baguette-brauð 179 kr. Sex brún egg 339 kr. Tagliatelle-pasta 156 kr. Sætar kartöflur 165 kr. Sítrónur 185 g 48 kr. Prima basilikum 198 kr. Hvítlaukur 250 g 149 kr. Hakkaðir tómatar 86 kr. Sýrður rjómi 179 kr. Kjúklingakraftur 198 kr. Græn epli 270 g 70 kr. Hvítvínsedik 300 ml 259 kr. Tómatar í lausu 245 g 85 kr. Laukur 925 g 91 kr. Tómatpúrra 70 g 37 kr. Túnfiskur 185 g 179 kr. Bónus burðarpoki tvö stk. 40 kr. Samtals 6.382 kr.. INNKAUPALISTI kostnaður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.