Fréttablaðið - 31.01.2014, Síða 92

Fréttablaðið - 31.01.2014, Síða 92
31. janúar 2014 FÖSTUDAGUR| MENNING | 64 Sigur Rósar ÚTGÁFUTÓNLEIKARNIR FYRIR PLÖTUNA VON Mynd tekin í desember árið 1997 þegar sveitin hélt útgáfutónleika í Friðrikskapellu á Hlíðarenda fyrir plötuna Von. „Þarna vorum við bara þrír í bandinu en fengum söngkonu með okkur.” FYRSTU SKREFIN Mynd tekin af Sigur Rós í febrúar árið 1995. F.v. Jón Þór Birgisson (Jónsi), Georg Holm og Ágúst Ævar Gunn- arsson. Þeir eru jafnframt stofnendur hljómsveitarinnar. Jónsi og Georg eru enn í sveitinni en Ágúst yfirgaf hana árið 1999. „Við erum allir búnir að skipta um hárgreiðslu. Á þessum tíma spiluðum við mikið í Rosenberg-kjallaranum sem var þar sem Grillmarkaðurinn er í dag. Við vorum að vinna í Von-plötunni á þessum tíma.“ Í GEIMVÍSINDASTÖÐINNI JODRELL BANK OBSERVATORY „Þarna var mikið lasersjóv í gangi, í geimvísindastöð. Þarna var stærsti geimsjónauki í Evrópu en við höfðum því miður ekki tíma til að kíkja í hann. Á þessum tónleikum, eins og oft áður, var búið að ákveða að tjalda öllu til. Við vorum fyrsta bandið sem fékk að nota þessa rosalega öfluga lasera. Þetta er langt úti í sveit.“ SIGUR RÓS Í SIMPSONS „Þetta var óvænt, við vorum á tónleikaferðalagi og baksviðs á einum tónleikunum kom umboðsmaðurinn okkar og uppfærði okkur um ýmis mál en endaði ræðuna með því að segja: „Og svo voru Simpsons að hafa samband, þeir voru að biðja okkur að búa til nýja músík fyrir þáttinn og breyta upphafsstefinu og svona.“ Við vorum á leiðinni upp á svið og hugsuðum að við hefðum alveg hafnað svona sjónvarpsþáttatilboðum en í þetta skiptið litum við hver á annan og hugsuðum að við gætum ekki sagt nei við þessu. Við vorum í svona viku að búa til músíkina og unnum hana bara baksviðs á tónleikaferðalaginu.“ ÁSBYRGI Á HEIMATÚRNUM „Þarna erum við í Ásbyrgi á Heima túrnum og voru tónleikarnir einnig í Heimamyndinni. Þetta voru síðustu tón- leikarnir á ferðalaginu. Við gistum í 30-40 mínútna akstursfjarlægð frá tón- leikastaðnum. Við vorum næstum búinir að missa af tónleikunum því þarna var mætt svo margt fólk og við vorum svo lengi að komast að tónleikastaðnum. Þetta voru mjög skemmtilegir tónleikar.“ Á INGÓLFSTORGI Mynd tekin við Ingólfs- torg í Reykjavík árið 1997. „Mig minnir að það hafi verið rigning á þessum tónleikum. Við erum að spila lagið Olsen Olsen og erum á þessum tíma að semja plötuna Ágætis byrjun. Ég held að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem við lékum Olsen Olsen.“ GULL- OG PLATÍNUPLÖTUR „Þarna erum við að fá gullplötu og líka platínuplötur fyrir allar plöturnar okkar. Þetta er að ég held tekið í kringum árið 2005.” Í LOS ANGELES „Þarna erum við að taka við verðlaunum sem kallast Virgin Megastore Shortlist Prize. Þessi verðlaun eru í raun ameríska útgáfan af Mercury- verðlaun unum bresku, fyrir nýtt, framandi og lofandi efni. Dave Grohl var á meðal annarra í dómnefndinni og varð víst brjálaður yfir því að við skyldum ekki vinna verðlaunin en við unnum þannig að hann hefur haft áhrif.“ 1995 1997 2001 2005 2013 2006 ára afmæli 20 Hljómsveitin Sigur Rós fagnar í ár tuttugu ára afmæli og var þeim áfanga fagnað fyrir skömmu í Iðnó við Tjörnina. Á þeim tuttugu árum sem hljómsveitin hefur starfað, hefur hún komið fram út um nánast allan heim og gefi ð út sjö breiðskífur. Hinn 30. nóvember síðastliðinn lauk þeirra stærstu tónleikaferð til þessa, þar sem sveitin lék á 141 tónleikum í 32 löndum. Hljómsveitin Sigur Rós var stofnuð 4. janúar árið 1994 af þeim Jóni Þór Birgissyni betur þekktum sem Jónsi, Georg Holm og Ágústi Ævari Gunnarssyni. Í dag eru hins vegar Jónsi og Georg þeir einu sem hafa verið í sveitinni frá upphafi . Orri Páll Dýrason trommuleikari kom inn í sveitina í stað Ágústs árið 1999 og eru þeir þrír nú einu meðlimir sveitarinnar. Fréttablaðið náði tali af Georg Holm, bassaleikara sveitarinnar, og fékk hann til að skýra eft ir- farandi myndir af glæst- um ferli sveitarinnar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.