Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.01.2014, Qupperneq 94

Fréttablaðið - 31.01.2014, Qupperneq 94
31. janúar 2014 FÖSTUDAGUR| MENNING | 66 BAKÞANKAR Lilju Katrínar Gunnarsdóttur Þetta er í fyrsta sinn sem hinn for- fallni Eurovision-aðdáandi Hauk- ur Johnson tekur þátt í Eurovisi- on-keppninni, en hann er búsettur í Svíþjóð þar sem hann lærði tón- listarútsetningar. „Ég er mikill áhugamaður um keppnina vegna tónlistarinn- ar en hún hefur líka landfræði- og sagnfræðilegt gildi sem mér finnst spennandi. Það einkennir svo flesta Eurovision-nörda eins og mig að við elskum að ferðast um heiminn,“ segir Haukur. „Það er líka gaman við þessa keppni fyrir Ísland að við sem smáþjóð stöndum jafnfætis stórum þjóð- um og eigum alveg jafnmikinn séns.“ Haukur blæs á kenningar um klíkuskap í keppninni. „Auðvitað er eitthvað til í þess- um klíkum en ég hef rannsakað þetta sjálfur og það er ekkert til í að þær stjórni því hver sigrar. Ég hafna öllum hugmyndum um aust- antjaldsmafíu. Svo má benda á að skæðasta klíkan ef út í það er farið er Norðurlandaklíkan, þær þjóðir gefa alltaf hver annarri stig.“ Haukur hefur sjálfur farið fjór- um sinnum á keppnina og hann stefnir á að kíkja við í ár hvernig sem fer. „Ég á alþjóðlegan vinahóp sem mig langar að hitta þarna, það leynast náttúrulega Eurovision- nördar alls staðar. Ég hef kynnst fullt af fólki í gegnum þetta áhuga- mál og eignast frábæra vini víðs- vegar um heiminn.“ Haukur er útskrifaður úr hag- fræði við Háskóla Íslands en loka- ritgerðin hans var einmitt um Eurovision. „Ég rannsakaði málið og komst að því að það væri með tilliti til allra atriða hagkvæmt fyrir Ísland að halda þessa keppni. Það má til dæmis gera ráð fyrir gríðarlegum ferðmannatekjum enda er um risastóra hátíð að ræða.“ Hauk hefur lengi langað að taka þátt sjálfur. „Ég hef gengið með þetta í maganum lengi en ég fór ekki að gera neitt í því fyrr en nýlega þegar ég hóf nám við tón- listarútsetningar. Ég hef fylgst með keppninni síðan árið 1991. Það var í fyrsta skipti sem ég horfði á alla keppnina og tók hana upp, og ég hef fylgst með henni æ síðan.“ Haukur segir ferlið að semja lagið hafi tekið smá tíma. „Ég hafði frá byrjun trú á laginu en auðvit- að kom það skemmtilega á óvart að vera valinn enda samkeppnin mikil.“ Haukur segist spenntur fyrir undankeppninni en að hann sé við öllu búinn. „Mér líst rosalega vel á þetta og verð alveg sáttur hvernig sem fer. Ég kemst langt á þessu í nördaheiminum.“ Lag Hauks verður á meðal þeirra tíu laga sem keppa til úrslita annað kvöld. - jme Skrifaði lokaritgerð um Eurovision Haukur Johnson tekur þátt í Eurovision í fyrsta sinn með lagið Amor. Hann seg- ist vera algjört Eurovision-nörd og blæs á kenningar um klíkuskap í keppninni. SPENNTUR FYRIR KEPPNINNI Haukur hefur fylgst með Eurovision-keppninni á hverju ári frá 1991. MYND/MARIA JANSSON EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI KEFLAVÍK SPARBÍÓ AKUREYRI SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas ÓSKARSVERÐLAUNA TILNEFNINGAR - MERYL STREEP OG JULIA ROBERTS TILNEFND TIL 5 ÓSKARS- VERÐLAUNA M.A. BESTA MYND ÁRSINS OG BESTA HANDRIT ÓSKARSVERÐLAUNA TILNEFNINGAR 5 ÓSKARSVERÐLAUNA TILNEFNINGAR EIN BESTA MYND ÁRSINS NÁNAR Á MIÐI.IS HER DALLAS BUYERS CLUB AUGUST: OSAGE COUNTY THE BOOK THIEF KL. 8 - 10:15 KL. 8 - 10:15 KL. 5:45 KL. 5:45 HER DALLAS BUYERS CLUB EYJAFJALLAJÖKULL AUGUST OSAGE COUNTY THE BOOK THIEF KL. 6 - 9 KL. 5.30 - 8 - 10.30 KL. 6 KL. 8 - 10.35 KL. 6 - 9 HER JACK RYAN SKÝJAÐ MEÐ KJÖTBOLLUM 2 2D SKÝJAÐ MEÐ KJÖTBOLLUM 2 3D 47 RONIN 3D BELIEVE SECRET LIFE OF WALTER MITTY SECRET ... WALTER MITTY LÚXUS THE HOBBIT 3D 48R THE HOBBIT 3D 48R LÚXUS KL. 8 - 10.40 KL. 5.30 - 8 KL. 3.30 - 5.40 KL. 3.30 KL. 10.20 KL. 3.30 KL. 5.30 - 8 - 10.30 KL. 8 - 10.30 KL. 5.40 - 9 KL. 4.30 Miðasala á: og 6 2 DALLAS BUYERS CLUB 5:30, 8, 10:20 47 RONIN 3D 8 SKÝJAÐ MEÐ KJÖTBOLLUM 3D 4, 6 HOBBIT 2 3D (48R) 8 LONE SURVIVOR 10:30 SECRET LIFE OF WALTER MITTY 5:30 Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu. sýnd í 3d 48 rammaS R L.K.G - FBLS.G.S - MBL 5% 1-0 fyrir mig Það breytist margt við það að eignast barn. Helsta breytingin felst í tíma- skipulagningu því við skulum bara segja það eins og er – það er ofboðslega erfitt að fara allt í einu að hugsa um eitthvað annað en rassgatið á sjálfum sér. NÚ er dóttir mín orðin fjögurra ára. Hún er ekki lengur slefandi hrúga sem lætur sér nægja að borða, sofa og horfa út í loftið. Hún er komin með persónuleika, sjálfstæðan vilja, skoðanir, pælingar og húmor. Hún spyr þúsund spurninga á hverjum degi og stendur í þeirri trú að hún sé 34 ára. SÍÐAN hún byrjaði að geta gert sig skiljanlega og ég á móti talað af einhverju viti við hana hef ég reynt að rækta ýmsa kosti í þessu litla, saklausa barni. Ég hrósa henni á hverjum degi. Ekki bara fyrir það augljósa – að hún sé sæt, full- komin og meiriháttar. Líka fyrir það hvað hún er dugleg að vanda sig að lita, hvað hún er með sterka réttlætiskennd og góð við aðra í kringum sig, hvað hún er sterk, fljót að hlaupa, flink að perla og endalaust góð við mömmu sína. ÉG hef líka reynt að útskýra fyrir henni að ekki sé hægt að setja manneskjur í flokka. Að staðalímyndir séu bara bull. Það sé allt í lagi að strákar séu með sítt hár, skart og naglalakk og ekkert að því þó stelpur horfi á „strákamyndir“, leiki sér með verkfæri og hafi gaman af bílum. HINGAÐ til hefur þetta ekki gengið sem skyldi. Hún kaupir ekki alltaf það sem mamma hennar segir henni því að eigin sögn „veit hún allt því hún er svo klár“. En um daginn rofaði til í baráttu minni gegn sleggjudómum. Litla, óborganlega dóttir mín spurði mig við hvað ég ynni. Ég svaraði á móti að ég væri blaðamaður og leikkona. Dóttir mín horfði undarlega á mig, hugsaði sig um í sekúndubrot og sagði síðan í hneykslunartón: „Mamma, þú ert ekki blaðamaður! Þú ert blaða- kona!“ 1-0 fyrir mig. ➜ Haukur er útskrifaður úr hagfræði við Háskóla Íslands en lokaritgerðin hans var ein- mitt um Eurovision.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.