Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.01.2014, Qupperneq 96

Fréttablaðið - 31.01.2014, Qupperneq 96
31. janúar 2014 FÖSTUDAGUR| SPORT | 68 visir.is Allt um leiki gærkvöldsins DOMINOS KARLA NJARÐVÍK - ÞÓR Þ. 100-73 (50-34) Tracy Smith Jr. 27/12 frák., Logi Gunnarsson 22, Elvar Már Friðriksson 20/9 stoðs./5 stolnir - Mike Cook Jr. 27, Tómas Heiðar Tómasson 11, Emil Karel Einarsson 11. STJARNAN - KR 75-78 (35-36) Matthew Hairston 22/13 frák., Justin Shouse 17/5 fráköst/6 stoðs. - Martin Hermannsson 23/7 fráköst/5 stoðs., Brynjar Þór Björnsson 17/7 stoðs., Pavel Ermolinskij 12/11 fráköst. SNÆFELL - HAUKAR 96-82 (56-50) Travis Cohn III 27/7 stoðs./5 stolnir, Sigurður Á. Þorvaldsson 25, Jón Ólafur Jónss. 11/10 frák./6 stoðs. - Haukur Óskarsson 18, Emil Barja 15. ÍR - GRINDAVÍK 96-94 (55-47) Nigel Moore 22/10 frák./8 stoðs., Matthías Orri Sigurðarson 18/5 frák./10 stoðs., Hjalti Friðriksson 17 - Earnest Clinch Jr. 25/8 stoðs., Ómar Örn Sævarsson 18/9 fráköst. KEFLAVÍK - VALUR 106-92 (50-39) Michael Craion 30/12 fráköst, Guðmundur Jónsson 19, Darrel Keith Lewis 17, Gunnar Ólafsson 15 - Chris Woods 43/14 frák., Birgir Björn Pétursson 14/10 frák., Oddur Ólafsson 12. OLÍS DEILD KARLA ÍR - HAUKAR 24-29 (14-10) Sturla Ásgeirsson 6/1, Arnar Birkir Hálfdánsson 6, Guðni Már Kristinsson 4 - Elías Már Halldórsson 8, Sigurbergur Sveinsson 7/1, Tjörvi Þorgeirsson 5, Jón Þorbjörn Jóhannsson 4. FRAM - FH 25-23 (10-12) Garðar B. Sigurjónsson 9/6, Stefán Darri Þórsson 4/1 - Magnús Óli Magnússon 8, Einar Rafn Eiðsson 5, Ásbjörn Friðriksson 4/3. AKUREYRI - VALUR 18-26 (10-8) Bjarni Fritzson 6/2, Þrándur Gíslason 5 - Sveinn A. Sveinsson 10/2, Guðmundur H. Helgason 6/1. FRÁBÆRIR Í SEINNI Sigurbergur Sveinsson og félagar í Haukum sneru leiknum við eftir hlé. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI Áfrýjunardómstóll Handknattleiks- sambands Evrópu, EHF, kvað upp dóm í gær sem skyldaði þýska B-deildarliðið Emsdetten til að greiða KA á Akureyri uppeldisbætur fyrir hornamanninn Odd Gretarsson. Oddur fór frítt frá Akureyri handboltafélagi til Emsdetten í sumar en þýska félagið þurfti engu að síður að borga uppeldisbætur í samræmi við reglur sambandsins. Emsdetten neitaði og þegar dómstóll EHF úrskurðaði í nóvember að félaginu bæri að greiða bæturnar var málinu skotið til áfrýjunardómstólsins. Forráðamenn Emsdetten báru meðal annars fyrir sig að innan Evrópu ætti að ríkja frjáls för launþega og að Evrópulög tækju fyrir greiðslur sem þessar. HSÍ var umboðsaðili Akureyringa í málinu og segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður sam- bandsins og hæstaréttarlögmaður, að niðurstaðan hefði verið skýr á báðum dómsstigum. „Í stuttu máli, að gjaldtaka sem þessi er lögmæt og stangast ekki á við Evrópulöggjöfina,“ segir Guðmundur og bætir við að málið eigi sér ekki fordæmi innan handboltans og niðurstaðan merkileg fyrir þær sakir. Í málflutningi Þjóðverja var meðal annars haldið fram að HSÍ hefði ekki umboð til að rukka uppeldisbætur fyrir KA og að ekki væri hægt að bera saman uppeldi handboltamanns í Þýskalandi og Íslandi. Þeim rökum var vísað frá í niðurstöðu dómsins. - esá Emsdetten skylt að greiða KA uppeldisbætur fyrir Odd Leikmenn meistaraflokks Þórs í knattspyrnu hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Akureyrar vikublaðs þar sem sagt er frá vísbendingum um að sumir leikmannanna hafi veðjað á leik sem þeir sjálfir tóku þátt í gegn Dalvík þann 13. janúar. „Alvarlegar ásakanir voru bornar á mig og mína liðsmenn í gær í frétt Akureyri vikublaðs. Til þess að svara þessum orðrómi sem er að því er virðist heimildarlaus slúðurfrétt, staðfesti ég fyrir hönd allra leikmanna Þórs sem voru á leikskýrslu í umræddum leik við uppeldisfélag mitt Dalvík/Reyni að enginn okkar veðjaði á umræddan leik, hvort sem um úrslit eða önnur atvik leiksins ræðir,“ skrifaði Sveinn Elías Jónsson, fyrirliði Þórs. Akureyri vikublað stendur við sín skrif og segist hafa traustar heimildir fyrir frétt- inni. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær að stjórn sambandsins myndi taka málið fyrir. Þórir vill líka að Alþingi Ís- lendinga setji sterka löggjöf um veðmál. Þórsarar neita en KSÍ tekur málið fyrir SPORT 13:00 SUNNUDAG| Sunnudag 13:00 Nýr þjóðmálaþáttur hefur göngu sína á sunnudaginn í umsjón Mikaels Torfasonar, aðalritstjóri fréttamiðla 365. Fjallað verður um stjórnmál og fréttir líðandi stundar, mikilvæg samfélagsmál verða rædd frá öllum hliðum og þau krufin til mergjar. Á meðal sérfræðinga þáttarins verða Elliði Vignisson, Svandís Svavarsdóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Össur Skarphéðins- son, Katrín Júlíusdóttir og Vigdís Hauks- dóttir. Umræðuþáttur fyrir alla sem láta sig þjóðmál varða. Sanngjarn og heiðarlegur Í OPINNI DAGSKRÁ! J A N Ú A R HANDBOLTI Rakel Dögg Braga- dóttir, fyrrverandi landsliðsfyr- irliði íslenska kvennalandsliðs- ins, tilkynnti í gær að hún væri tilneydd til að leggja skóna á hill- una aðeins 27 ára gömul. Ástæðan er sú að hún glímir við erfið eftir- köst heilahristings sem hún fékk á landsliðsæfingu í lok nóvember. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að einkennin munu ganga til baka með tíð og tíma en þar sem útséð var um að Rakel gæti spil- að handbolta á næstunni tók hún þessa ákvörðun. „Læknar útilokuðu algjör- lega þetta tímabil og hluta af því næsta. Þar að auki gátu þeir ekki gefið mér neinn tímaramma fyrir mögulega endurkomu,“ segir Rakel Dögg sem getur ekki fengið sér einfaldan göngutúr eða sinnt venjulegum heimilisstörf- um án þess að vera rúmliggjandi í nokkra daga á eftir. „Þá fer maður að missa trúna á þessu. Ég bara get ekki lengur stefnt að einhverju þegar horf- urnar eru svona,“ segir Rakel Dögg. Meiðslin áttu sér stað þegar Rakel Dögg fékk skot í höfuð á landsliðsæfingu. Hún segir að höggið sem hún fékk hafi verið mjög þungt og af stuttu færi. Hrundi aftur á bak í gólfið „Fyrstu viðbrögð mín voru á þá leið að ég hlyti að vera í lagi – þetta var bara smá höfuðhögg. En þegar ég lít til baka átta mig ég á því hversu alvarlegt þetta var. Ég steinlá eftir og datt út í smástund. Þegar ég reyndi að reisa mig við þá hrundi ég aftur í gólfið,“ segir Rakel Dögg sem segir aðspurð að viðkomandi landsliðsfélagi henn- ar sé afar miður sín vegna atviks- ins. „Ég hringdi í hana í vikunni og við spjölluðum aðeins saman. Ég ber alls engan kala til hennar enda eins og hvert annað slys sem á sér stað á æfingum og í leikj- um. Svona getur bara handboltinn verið stundum.“ Rakel greindi frá ákvörðuninni á Facebook-síðu sinni í gær og þuldi þá upp langan lista yfir öll þau meiðsli sem hún hefur orðið fyrir á ferlinum – þar á meðal mörg beinbrot, nokkrar aðgerðir og tvö krossbandsslit. „Það var ekki fyrr en ég sett- ist niður og skrifaði þetta að ég áttaði mig á því hvað ég er búin að ganga í gegnum – og lét ég vera að minnast á öll smávægi- legu meiðslin eins og tognanir og annað slíkt. Þetta hefur tekið mikið á enda vita allir íþrótta- menn hversu erfitt það er að sitja á hliðarlínunni. Ég hef þó alltaf verið tilbúin að bíða þolinmóð en nú þegar meiðslin eru komin í höfuðið og ógna langtímaheils- unni þá finnst manni nóg komið. Ég varð bara að segja stopp.“ Ótrúleg stund í Austurríki Rakel segir margt standa upp úr eftir ferilinn – hvort sem er titl- arnir með æskufélaginu Stjörn- unni, árin í atvinnumennskunni í Noregi og Danmörku eða afrekin með íslenska landsliðinu. „Það var alveg svakalegt þegar við náðum að tryggja okkur inn á EM 2010 með því að vinna Austurríki,“ segir Rakel Dögg en þá tókst kvennalandsliðinu að tryggja sér þátttökurétt á stórmóti í fyrsta sinn. Ári síðar komst liðið á HM í fyrsta sinn en Rakel Dögg varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné örfáum vikum fyrir mótið. „Svo eru allar viðurkenningarnar sem ég fékk mér afar kærar. Ég á ótal góðar minningar frá ferlinum,“ bætir hún við. Rakel hefur vitaskuld ekki ákveðið hvað taki við hjá henni og hvort hún ætli sér að halda áfram að starfa í kringum handboltann. „Eftir að ég kom heim úr atvinnumennskunni stofnaði ég handboltaakademíu með Ágústi [Jóhannssyni landsliðsþjálfara] og ég ætla að halda áfram að sinna henni. Hvort ég fari meira út í þjálfun verður svo bara að koma í ljós en ég hef náð að svala þjálfaraþörf minni í akademí- unni,“ segir hún. Næst á dagskrá hjá Rakel er endurhæfing „alveg frá grunni“ eins og hún orðaði það sjálf. „Ég þarf að byggja upp þol til að geta sinnt mínu daglegu lífi. Ég er vön að æfa mína íþrótt átta sinn- um í viku og því er ótrúlega pirr- andi að það skuli vera vandamál að gera einföldustu hluti eins og að labba upp stiga. En skilaboðin sem ég fékk eru að ég muni jafna mig og það er gulrótin í þessu öllu saman,“ segir Stjörnukonan ákveðin. eirikur@frettabladid.is Ég varð bara að segja stopp Rakel Dögg Bragadóttir, ein besta handboltakona landsins, tilkynnti í gær að hún væri hætt í handbolta vegna alvarlegra höfuðmeiðsla. „Áttaði mig á því eft ir á hversu þungt höggið var í raun og veru,“ sagði hún. BRAUTRYÐJANDI Rakel Dögg var fyrirliði íslenska landsliðsins þegar það keppti á sínu fyrsta stórmóti í handbolta, EM í Danmörku árið 2010. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.