Fréttablaðið - 04.02.2014, Síða 4
4. febrúar 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4
FJÖLMIÐLAR Álf-
rún Pálsdóttir
hefur tekið við
starfi ritstjórn-
arfulltrúa á
Fréttablaðinu.
Í starfi sínu
verður Álfrún
með yfirumsjón
yfir helgarblaði
Fréttablaðsins,
dægurmáladeildinni og Lífinu.
Álfrún er þrítug og hóf fyrst
störf hjá Fréttablaðinu árið 2006
og hefur starfað við dægurmála-
deildina með hléum síðan. Hún er
menntuð í fjölmiðla- og kynja-
fræði.
Breytingar á Fréttablaðinu:
Álfrún yfir
dægurmálum
ÁLFRÚN
PÁLSDÓTTIR
13 sinnum fleiri íslenskir karlmenn gengust undir
ófrjósemisaðgerðir árið 2012
en árið 1982 þegar 37 manns fóru
undir hnífinn miðað við 483 karla
árið 2012. Á sama tíma fækkaði
ófrjósemisaðgerðum á konum úr 581
í 123.
STANGVEIÐI „Þó
við komum lask-
aðir út úr síðasta
ári, þá virðist
nú nokkuð bjart
fram undan,“
segir Bjarni Júlí-
usson í pistli þar
sem hann kynnir
þá ákvörðun að
gefa ekki kost á
sér áfram sem formaður Stanga-
veiðifélags Reykjavíkur.
Bjarni var fyrst formaður SVFR
árin 2004 til 2007 og var síðan kall-
aður til aftur frá 2010.
„Ég var reiðubúinn að einhenda
mér í þetta eins árs verkefni af því
mér finnst vænt um Stangaveiði-
félag Reykjavíkur,“ segir Bjarni.
Árin hafi reyndar orðið þrjú.
„Félagið hefur gengið í gegnum
ýmsar hremmingar, aflabrest,
stórminnkandi spurn eftir veiði-
leyfum, ásamt oft á tíðum flóknum
samskiptum við veiðiréttareigend-
ur.“ - gar
Eitt ár varð þrjú hjá SVFR:
Bjarni yfirgefur
formannsstólinn
BJARNI
JÚLÍUSSON
Elísabet
Margeirsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
Fimmtudagur
8-18 m/s, stífastur SA-til.
DREGUR ÚR VINDI Frostlaust á láglendi og fremur milt, einkum syðra á landinu í
dag. Víða rigning eða skúrir en úrkomulítið norðvestan til. Svipað veður á morgun og
léttir aðeins til en heldur stífari norðaustanátt á fimmtudag og kólnar.
3°
10
m/s
4°
12
m/s
6°
13
m/s
8°
18
m/s
Á morgun
5-13 m/s, hvassast syðst.
Gildistími korta er um hádegi
2°
1°
1°
0°
-2°
Alicante
Basel
Berlín
16°
7°
7°
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
7°
7°
7°
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
1°
1°
21°
London
Mallorca
New York
9°
16°
2°
Orlando
Ósló
París
26°
2°
8°
San Francisco
Stokkhólmur
12°
1°
4°
7
m/s
7°
8
m/s
4°
7
m/s
4°
9
m/s
2°
5
m/s
2°
8
m/s
-1°
12
m/s
5°
2°
4°
3°
2°
VINNUMARKAÐUR Fimmti hver
starfandi Íslendingur er með
mikla vinnufíkn samkvæmt nýrri
rannsókn Capacent. Í rannsókn-
inni voru vinnufíkn, kulnun og
helgun í starfi mæld á íslenskum
vinnumarkaði.
Hildur Jóna Bergþórsdóttir,
vinnusálfræðingur og ráðgjafi
hjá Capacent, segir niðurstöðurn-
ar styðja við þær kenningar sem
hafa verið gerðar um vinnufíkn
og sýni fram á sterk tengsl á milli
vinnufíknar og kulnunar í starfi.
„Sumir halda því fram að
vinnufíkn sé góð því það þýði að
starfsmaðurinn sé duglegur, taki
að sér fleiri verkefni og sé með
fullkomnunaráráttu. Kenningar
um vinnufíkn hafa ýtt undir þessa
skoðun. En með okkar niðurstöð-
um sýnum við fram á að vinnu-
fíkn er ekki góð og það á ekki að
ýta undir það hjá starfsfólki að
vera öllum stundum í vinnunni,“
segir Hildur.
Hún segir einkenni vinnufíkla
vera að þeir noti vinnuna sem
afsökun til að þurfa ekki að sinna
einkalífi sínu og flýja þannig
fjölskyldu og vini. Þeir eru með
áráttu til að vinna sífellt meira,
hafa mörg járn í eldinum og skapa
sér álag í starfinu. Þeir fá kvíða
ef þeir eru ekki í vinnunni, vinna
oft lengur en aðrir og þurfa sífellt
staðfestingu á eigin virði.
„En þeir eru ekkert endilega
betri starfsmenn. Samkvæmt
niðurstöðum okkar fá vinnufíkl-
ar sjaldnar hrós eða viðurkenn-
ingu í starfi sínu. Helgun í starfi
einkennir góða starfsmenn. Þeir
eru með háa framleiðni og standa
sig vel án þess að vera sífellt í
vinnunni. Vinnufíklar falla ekki
endilega undir þann hóp.“
Hildur segir mikilvægt fyrir
helgun í starfi og að ná fram því
besta í starfsmanni sé að tryggja
að starfsmaður haldi jafnvægi á
milli einkalífs og starfsins.
„Því kemur fylgni á milli
vinnufíknar og kulnunar í starfi
ekki á óvart. Þegar fólk kulnar
eða brennur út í starfi þá verður
það bjargarlaust. Það veit ekki á
hvaða verkefnum það á að byrja
og veit ekki til hvers er ætlast af
þeim.“
Hildur mun kynna niðurstöður
rannsóknarinnar á ráðstefnu um
vinnufíkn á miðvikudag. Rann-
sóknin var byggð á mælitæki á
vinnufíkn sem einn fremsti sér-
fræðingur í Evrópu á þessu sviði,
Hollendingurinn Wilmar Schau-
feli, bjó til. Hann er heiðursgestur
ráðstefnunnar og mun þar fjalla
um rannsóknir sínar.
erlabjorg@frettabladid.is
Vinnufíkn leiðir til
kulnunar í starfinu
Mýtan um að starfsmaður með vinnufíkn sé góður starfsmaður var felld í nýrri
rannsókn sem Capacent gerði á íslenskum vinnumarkaði. Starfsmenn sem eru
með hæstu framleiðnina eru þeir sem halda jafnvægi á milli einkalífs og starfsins.
Það á
ekki að ýta
undir það hjá
starfsfólki að
vera öllum
stundum í
vinnunni.
Hildur Jóna Bergþórsdóttir, vinnusálfræð-
ingur og ráðgjafi hjá Capacent
VINNUFÍKN Fimmti hver Íslendingur glímir við vinnufíkn, að því er fram kemur í
nýrri rannsókn. Mikil fylgni er milli vinnufíknar og kulnunar í starfi. NORDICPHOTOS/GETTY
SJÁVARÚTVEGUR Boðað hefur verið
til nýs fundar í makríldeilu Íslend-
inga, Færeyinga, Norðmanna og
Evrópusambandsins á morgun.
Þetta kemur fram í kvöldfréttum
RÚV í gær.
Síðustu fundalotu lauk fyrir
helgi án samkomulags. Sigurgeir
Þorgeirsson, formaður íslensku
samninganefndarinnar, segir
fundi geta staðið fram að helgi.
Fundurinn fer fram í Lundúnum
og hafa Færeyingar þegar boðað
komu sína. - bá
Hittast í London á morgun:
Enn er fundað
um makrílinn
PÓLITÍK Margrét Björnsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Kópavogi, segist ekki
kannast við að Sjálfstæðisflokkurinn þar í bæ sé klofinn. Hún undrast jafn-
framt ummæli Margrétar Friðriksdóttur sem sækist eftir því að leiða lista
flokksins í komandi bæjarstjórnarkosningum. Þetta kom fram í kvöldfrétt-
um Stöðvar 2 í gær.
Aðalsteinn Jónsson, bæjarfulltrúi flokksins, sagði í fréttum Bylgjunnar
á laugardag að menn hlytu „hnífsstungur í bakið“ við starf í flokknum og
Margrét Friðriksdóttir lýsti á sama tíma yfir áhyggjum af stöðu flokksins.
„Að það séu einhver hyldýpi og hnífakast og agaleysi, eins og hefur komið
fram, það bara kannast ég alls ekki við,“ segir Margrét Björnsdóttir.
Samkvæmt heimildum fréttastofu ríkir mikill ágreiningur milli stuðn-
ingsmanna Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra og Gunnars I. Birgissonar
bæjarfulltrúa, en Gunnar hefur verið sakaður um að reyna að kljúfa Sjálf-
stæðisflokkinn með því að styðja tillögur minnihlutans í bæjarstjórn. - jjk, bá
Forseti bæjarstjórnar segir Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi ekki klofinn:
Kannast ekki við neitt hnífakast
ÁGREININGUR Mikil spenna ríkir fyrir
bæjarstjórnarkosningum í Kópavogi í
vor. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
LÖGREGLUMÁL Viðskiptavinur
Arion banka hótaði starfsmanni
í útibúi bankans í Kringlunni
líkamlegu ofbeldi í gær. Hótunin
barst símleiðis og var lögregla
kölluð út vegna málsins. „Við
lítum svona mál mjög alvarlegum
augum,“ segir Haraldur Guðni
Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion
banka.
Þó að maðurinn hafi ekki verið
á staðnum gera öryggisreglur
bankans ráð fyrir að lögregla
sé kölluð til ef slík hótun berst.
Haraldur segir að ekki sé búið að
taka ákvörðun um eftirmála. -js
Taka hótanir mjög alvarlega:
Hótaði starfs-
manni ofbeldi
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundur@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
er ódýrara!
15%
AFSLÁTT
UR
Gildir fyrir allar
pakkningastærðir
og styrkleika af
Nicotinell Fruit
MENNING „Það væri ótrúlega mikill
munur að geta farið í bíó í sínum
heimabæ,“ segir í hugmynd um
notkun Bæjarbíós sem send var
inn á vefinn Betri Hafnarfjörður
og tekin fyrir hjá menningar- og
ferðamálanefnd. Tillöguhöfundur
nefnir sérstaklega þrjúsýningar á
sunnudögum fyrir börn.
„Samstarf við Bíó Paradís væri
áhugaverður kostur. Bjóða upp á
þann möguleika að leigja salinn
fyrir bíósýningar fyrir barnaaf-
mæli og svo mætti áfram telja.“
Menningarnefndin segist nú
vinna að því að gera Bæjarbíó að
lifandi menningarmiðstöð. - gar
Tillaga að betri Hafnarfirði:
Vill fara í bíó í
heimabænum
BÆJARBÍÓ Hafnfirðingur einn vill að
sýningar verði hafnar í Bæjarbíói.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON