Fréttablaðið - 04.02.2014, Síða 10

Fréttablaðið - 04.02.2014, Síða 10
4. febrúar 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 10 SKIPULAGSMÁL Hugmynd um nýtt kaffihús við Elliðaár neðan Stekkjarbakka var hafnað hjá skipulagsfulltrúa að svo stöddu þar sem ekki er gert ráð fyrir slík- um rekstri í deiliskipulagi Elliða- árdals og heildarendurskoðun skipulagsins stendur fyrir dyrum. Einstaklingar sem vildu fá að reisa kaffihús með útiverönd kváð- ust telja vanta veitingastað í dal- inn og „að hann myndi jafnvel ýta undir meiri aðsókn að Elliðaár- dalnum“, eins og segir í umsögn skipulagsfulltrúans. Reksturinn ætti að stórum hluta að byggja á gangandi umferð. Á lóðinni sem umsækjendurn- ir höfðu í huga stendur nú gam- alt, ónotað verkstæði. Skipulags- fulltrúi segir engan byggingarreit á lóðinni og að húsið hafi verið byggt fyrir tíma deiliskipulags- ins. „Samkvæmt gildandi skipu- lagi er ekki gert ráð fyrir húsnæði í dalnum sem gæti nýst sem kaffi- hús, en í stefnu aðalskipulags um borgargarða þá má gera ráð fyrir veitingaaðstöðu á slíkum svæðum,“ segir skipulagsfulltrúi sem kveð- ur fleiri staði fyrir veitingastaði í Elliðaárdalnum hafa komið til umræðu í gegnum árin. „Hefur þarfagreining ekki átt sér stað hvort slík starfsemi sé æskileg fyrir dalinn, né hver er besta staðsetningin,“ segir skipu- lagsfulltrúi sem vísar hugmynd- inni inn í fyrirhugaða vinnu við heildarendurskoðun deiliskipu- lags Elliðaárdalsins sem vonast sé til að hefjist á þessu ári. - gar Ráðast í heildarendurskoðun skipulags í Elliðaárdal: Kaffihúsi við Elliðaár hafnað að svo stöddu KAFFIHÚSIÐ Allt að 80 gestir áttu að geta komist fyrir úti og inni í kaffihúsi sem átti að reisa rétt hjá Árbæjarstíflu. Hér að ofan má sjá tölvumynd af hinu fyrirhug- aða húsi. MYND/PLÚS-ARKITEKTAR TILBOÐSDAGAR Lagerheinsun HÖNNUN FYRIR LÍFIÐ MENNING „Á Hörmungardögum ætlum við að njóta þess að vera eins og við erum og leyfa okkur að leggja grímurnar okkar til hliðar örskamma stund, enda engin ástæða til að þykjast vera endalaust í stuði og vera ávallt upp á sitt besta, allra síst á milli þorra og góu,“ segir um svokall- aða Hörmungardaga sem brátt verða haldnir á Hólmavík. „Dagskráin býður okkur upp á að kynnast nánar hörmungar- ástandi víða um heim sem og að minnast hörmulegra aðstæðna í okkar eigin sögu,“ segir áfram. Meðal annars verði morðgáta sviðsett í nágrenni Hólmavík- ur og hægt verður að „bragða á vondu kaffi í misgóðum félags- skap“. - gar Hörmung á Hólmavík: Morð sviðsett í Strandabyggð KJARAMÁL „Fundur kennara í Menntaskólanum í Reykjavík haldinn 3. febrúar 2014 harmar þá stöðu sem upp er komin í kjaramálum fram- haldsskólakennara. Fundurinn lýsir yfir fullum stuðningi við forystu FF og hvetur til aðgerða til að knýja fram úrbætur. Við núverandi stöðu verður ekki unað lengur.“ Þessi samþykkt kennaranna í Menntaskólan- um í Reykjavík var samhljóma ályktunum sem fjöldi annarra kennarafélaga sendi frá sér að loknum samstöðufundum um kjaramál í skólun- um í gær. Kennarar lýsa yfir vonbrigðum með viðbrögð samninganefndar ríkisins og skiln- ingsleysi stjórnvalda á stöðu kennara. Bent er á að slök starfskjör ógni nýliðun og grafi undan gæðum skólastarfs. „Þetta var enginn æsingafundur. Við höld- um ró okkar en erum í startholunum ef með þarf,“ sagði Kolbrún Elfa Sigurðardóttir, kennari í Menntaskólanum í Reykjavík, að loknum samstöðufundi kennara þar. Framhaldsskólakennarar benda á að nær sautján prósenta munur sé á dagvinnulaun- um þeirra og viðmiðunarhópa hjá ríkinu og vilja leiðréttingu. Ríkið hefur hafnað kröfu- gerð framhaldsskólakennara og hefur boðið þeim 2,8 prósenta launahækkun. Samningar framhaldsskólakennara runnu út um mánaða- mótin og var kjaradeilu þeirra við ríkið vísað til ríkissáttasemjara í síðustu viku. Kolbrún Elfa segir að framhaldsskólakenn- arar reyni auðvitað að semja. „Það er enginn áfjáður í að fara í verkfall en það kemur fljót- lega í ljós hvort samningahljóð er í ríkinu.“ Samband íslenskra framhaldsskólanema hefur hvatt nemendur til að standa með kennurum og berjast fyrir leiðréttingu launa þeirra. „Við þurfum að standa með framhalds- skólakennurum. Kennarastarfið er gríðarlega vanmetið miðað við þá miklu ábyrgð sem það felur í sér,“ segir Laufey María Jóhannsdótt- ir, formaður sambandsins. Hún bætir því við að nemar hafi boðað til baráttufundar fyrir utan Alþingishúsið kl. 15 á fimmtudaginn. ibs@frettabladid.is Í startholunum ef með þarf Á samstöðufundum framhaldsskólakennara í gær var lýst yfir stuðningi við samninganefnd og hvatt til að- gerða til að knýja fram úrbætur. Nemendur hvetja til baráttu fyrir leiðréttingu kennaralauna og boða útifund. SAMSTÖÐU- FUNDUR Kenn- arar í Mennta- skólanum í Reykjavík funduðu um kjaramál í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HÓLMAVÍK Ástæðulaust að vera alltaf í stuði. FRÉTTABLAÐIÐ/GARÐAR Kennarastarfið er gríðarlega vanmetið miðað við þá miklu ábyrgð sem það felur í sér. Laufey María Jóhannsdóttir, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.