Fréttablaðið - 04.02.2014, Síða 14
4. febrúar 2014 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is
DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
Ár hvert 4. febrúar er alþjóðadagur krabba-
meins, og þann dag eru tekin fyrir tiltek-
in viðfangsefni á þessu sviði og þeim gerð
skil með mismunandi hætti í fjölmörgum
löndum. Í ár er lögð áhersla á að vinna gegn
ýmsum bábiljum og vanþekkingu, en það
að auka þekkingu er sannreynd leið til að
ná betri árangri í forvörnum og meðferð
krabbameins.
Krabbameinsfélag Íslands vinnur að þekk-
ingaröflun, þekkingarsköpun og þekkingar-
miðlun. Eitt af markmiðum félagsins sam-
kvæmt lögum þess frá upphafi er að efla
krabbameinsrannsóknir, m.a. með söfnun
og vísindalegri úrvinnslu upplýsinga og
með rekstri vísindasjóðs. Undanfarin ár
(eftir hrun) hafa ekki verið veittir styrkir
úr tveimur sjóðum í umsjón félagsins, Krist-
ínarsjóði og Ingibjargarsjóði, en Krabba-
meinsfélagið hefur veitt rannsóknarstyrki
t.a.m. með framlögum úr Mottumars. Jafn-
framt hefur á hverju ári verið lagt fjármagn
til rannsókna, m.a. á vegum Krabbameins-
skrárinnar.
Krabbameinsfélagið hefur á undanförnum
árum lýst því yfir að hluti söfnunarfjár muni
renna til rannsókna á krabbameini. Stuðning-
ur almennings og fyrirtækja við verkefni
félagsins hefur nú gert kleift að stofna öflug-
an vísindasjóð, sem veiti styrki til íslenskra
krabbameinsrannsókna sem munar um. Und-
irbúningur er hafinn að stofnun sjóðsins.
Nýtur félagið ráðgjafar margra sérfróðra
einstaklinga við það verk, til að tryggja að
lögformlega sé að verki staðið og að sjóðurinn
verði eins skilvirkur og unnt er þegar hafist
er handa við styrkveitingar. Stofnskrá verð-
ur lögð fram á næstu mánuðum og styrkir
auglýstir til umsóknar á grundvelli hennar.
Leitað verður til fyrirtækja um stofnframlög
til viðbótar við framlag félagsins.
Það er stjórn Krabbameinsfélagsins mikið
ánægjuefni að kynna þessa ákvörðun á
alþjóðadegi krabbameins og færa jafnframt
miklar þakkir öllum þeim, sem styrkt hafa
félagið með margvíslegum hætti á undan-
förnum árum. Sá stuðningur verður nú til
að efla rannsóknir á sviði krabbameina hér
á landi, en án velvildar almennings í land-
inu og trausts gætu þessi áform ekki orðið
að veruleika.
Ný tækifæri til krabba-
meinsrannsókna
HEILBRIGÐIS-
MÁL
Jakob Jóhannsson
yfi rlæknir
geislameðferðar
krabbameina á
Landspítala og
formaður stjórnar
Krabbameinsfélags
Íslands
➜ Stuðningur almennings og fyrir-
tækja við verkefni félagsins hefur
nú gert kleift að stofna öfl ugan
vísindasjóð.
Þ
rír fjórðuhlutar íslenzkra kjósenda vilja fá að greiða
atkvæði um framhald aðildarviðræðna við Evrópu-
sambandið samhliða sveitarstjórnarkosningunum í vor,
samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar
2 sem var gerð í síðustu viku. Yfirgnæfandi meirihluti
stuðningsmanna allra flokka vill kosningu um málið í vor.
Fyrst var sagt frá þessum niðurstöðum í þætti Mikaels Torfa-
sonar, Minni skoðun, á Stöð 2 á sunnudag. Þar var líka rifjað upp
loforðið sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins,
gaf kjósendum í þætti á Stöð 2 fyrir kosningar; að málið yrði
útkljáð með atkvæðagreiðslu á fyrri hluta kjörtímabilsins.
Bjarni var í þættinum minntur
á þessi ummæli sín og spurður
hvort halda ætti atkvæðagreiðsl-
una í vor. Ástæða er til að staldra
við tvennt í svörunum.
Annars vegar sagði Bjarni:
„Ég held að það verði ekki. Svona
atkvæðagreiðsla þarf að eiga sér
ákveðinn aðdraganda.“
Já, vissulega þarf aðdraganda. Samkvæmt lögum um fram-
kvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna þarf að boða slíka atkvæða-
greiðslu með þriggja mánaða fyrirvara. Sömuleiðis er rétt að
fyrir liggi skýrslan, sem ríkisstjórnin hefur látið gera um stöðu
aðildarviðræðnanna og þróun mála í ESB.
Samkvæmt samningi utanríkisráðuneytisins og Hagfræðistofn-
unar Háskóla Íslands átti skýrslan að liggja fyrir 15. janúar. Hún
hlýtur því að skila sér á allra næstu dögum. Varla verða í henni
stórtíðindi, sem koma þingi og þjóð í opna skjöldu. Það er því vel
framkvæmanlegt að Alþingi ræði skýrsluna og ákveði svo síðar
í mánuðinum að halda þjóðaratkvæðagreiðslu, í góðan tíma fyrir
sveitarstjórnarkosningarnar sem verða 31. maí.
Hins vegar endurtók fjármálaráðherrann efnislega þau
ummæli sín sem hann viðhafði á RÚV fyrir stuttu, spurður um
kosningaloforðið, að bezt væri að klára breytingar á stjórnar-
skránni þannig að tiltekið hlutfall kjósenda geti krafizt þjóðarat-
kvæðagreiðslu. „Viljum við ekki bara komast frá þessari stöðu, að
menn segi: Heyrðu, Bjarni, værir þú til í að leyfa okkur að kjósa
um þetta eða hitt, hvort sem það er ESB eða Icesave eða hvað það
á að heita, hvaða stóra mál? Við þurfum að komast á þann stað
að klára þetta mál þannig að við færum réttinn til að kalla eftir
þjóðaratkvæðagreiðslu til fólksins í landinu,“ sagði Bjarni.
Það er líka rétt hjá honum. Við þurfum að komast á þann stað.
En við erum ekki komin þangað og enginn veit hvenær breyting-
um á stjórnarskránni verður lokið. Þess vegna hafði loforð hans
fyrir kosningar efnislega þýðingu; ennþá er það svo að meirihluti
Alþingis verður að ákveða að halda eigi þjóðaratkvæðagreiðslu
af þessu tagi. Loforðið hljóðaði alls ekki upp á að beita sér fyrir
breytingum á stjórnarskránni þannig að fólkið í landinu gæti á
fyrri hluta kjörtímabilsins krafizt atkvæðagreiðslu!
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa eftir kosningar reynt með
ýmsum hætti að drepa því á dreif sem sagt var fyrir kosningar, að
þjóðin fengi að ákveða framhald aðildarviðræðnanna. Þeir hafa
lagt til að spurt yrði um eitthvað annað, sagt að það væri ómögu-
legt að kjósa af því að ríkisstjórnin gæti orðið andsnúin niðurstöð-
unni og að ESB hafi í raun sjálft slitið aðildarviðræðunum, sem
var reyndar jafnóðum borið til baka. Þessi nýjustu undanbrögð
eru afskaplega aum, svo ekki sé dýpra í árinni tekið.
Þjóðin vill kjósa um aðildarviðræður í vor:
Aum undanbrögð
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
Betra að vera bara inni
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, hitti naglann á
höfuðið í útvarpsþættinum Í bítið
á Bylgjunni í gær. Þar ræddu hann
og Svandís Svavarsdóttir, þing-
flokksformaður Vinstri grænna,
meðal annars Evrópumálin. Brynjar
sagðist lítið gera annað á þinginu
en að innleiða einhverjar reglur
frá Evrópusambandinu í
gegnum EES-samninginn.
Aðspurður hvort hann
yfirhöfuð þekkti þessar
reglur eða hefði kynnt sér
þær svaraði Brynjar því
neitandi, þingmenn vissu
í raun og veru ekkert
hvað þeir væru að
gera. Brynjar bætti
við að hann spyrði
sig óhjákvæmilega hvort ekki væri
einfaldara að vera bara inni í Evrópu-
sambandinu.
Fleiri til Brussel
Brynjar sagði einnig að þingið væri
ekki með mannafla til að fylgjast
með hvað væri verið að innleiða og
til að ráða á því bót þyrfti að fjölga
starfsliði úti í Brussel. Það væri
hins vegar erfitt á sama
tíma og skorið væri
niður í starfsemi hins
opinbera. Svandís tók í
sama streng og Brynjar
og sagði EES-samning-
inn orðinn verulega
mikinn
pakka
og
taldi hann ganga of nærri stjórnar-
skrá Íslands.
Inn?
Þingmennirnir tveir hitta þarna á
nokkuð eldfimt málefni, nefnilega
þá staðreynd að Íslendingar innleiða
endalausa löggjöf frá sambandinu án
þess að hafa nokkuð um það að segja
hvernig hún verður. Varla eru
þingmennirnir tveir að leggja
það til að EES-samstarfinu
verði slitið, svo það er erfitt
að skilja orð þeirra á nokkurn
annan veg en þann að þarna
séu tveir þingmenn flokka
sem eru yfirlýstir andstæðing-
ar Evrópusambandsins
að leggja til inngöngu
í sambandið.
fanney@frettabladid.is
Samtök um sorg og sorgarviðbrögð
NÝ DÖGUN
www.nydogun. is www.sorg. is sorg@sorg. is
Margrét Blöndal hjúkrunarfræðingur fjallar um
áfallastreitu í kjölfar missis á opnu fræðslukvöldi
Nýrrar dögunar n.k. fimmtudagskvöld 6. febrúar kl. 20
í safnaðarheimili Háteigskirkju. Aðgangur ókeypis.
Allir velkomnir.
Áfallastreita
í kjölfar missis