Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.02.2014, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 04.02.2014, Qupperneq 18
FÓLK|HEILSA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir FORVÖRN Áður hafa rann- sóknir sýnt að fólk sem ekki reykir, neytir áfengis í hófi og hefur rúm fjár- ráð hafi tilhneig- ingu til að eld- ast betur en aðrir. Nýjar rannsóknin sýna hins vegar að hreyfing er mikil- vægasta vörnin gegn öldrunarsjúk- dómum. Þessi niðurstaða ætti að vera hvatning til karla, sem hafa vanrækt líkamsrækt, um að hefja æfingar því aldrei er of seint að byrja. Regluleg hreyfing dregur úr öldrun og ýmsum sjúkdómum sem fylgja henni, svo sem þunglyndi, elliglöpum og stoð- kerfisvandamálum. Regluleg líkamleg þjálfun hjá eldri körlum eykur heilbrigði þeirra og dregur úr öldrun, samkvæmt áströlsku könnuninni. Það var tímaritið British Journal of Sports Medicine sem fjallaði um rannsóknina og það gerði einnig bandaríska blaðið The New York Times. HREYFING OG LÍFSLÍKUR Áður hafa rannsóknir sýnt að fólk sem ekki reykir, neytir áfengis í hófi og hefur rúm fjárráð hafi tilhneigingu til að eldast betur en aðrir. Nýjar rannsóknir sýna hins vegar að hreyfing er mikil- vægasta vörnin gegn öldrunarsjúkdóm- um. Um tólf þúsund ástralskir karlar á aldrinum 65-83 ára tóku þátt í rannsókn- inni en fylgst var með þeim í áratug. Þeir sem hreyfðu sig í 30 mínútur á dag fimm sinnum í viku voru mun hraustari en þeir sem ekki gerðu það. Þeir sem hreyfðu sig bættu lífsgæði sín til muna og lengdu lífslíkur sínar. Það er eng- inn vafi á því að afar nauðsynlegt er að hreyfa sig reglulega á fullorðinsárum. ÖLL HREYFING TIL BÓTA Niðurstöður áströlsku rannsóknar- innar eru samsvarandi öðrum slíkum sem gerðar hafa verið. Til dæmis langtímarannsókn á heilsufari Breta sem gerð var við háskólann í Lond- on. Tekin hafa verið saman svör frá rúmlega þrjú þúsund manns, konum og körlum, á aldrinum 55 til 73 ára, sem tekið hafa þátt í rannsókninni í átta ár. Áfram verður fylgst með fólkinu. Þátttakendum var skipt í hópa eftir því hversu líkamlega virkir þeir eru. Þeir eru reglulega spurðir um matar æði, líkamsrækt og líðan sína. Með þessari rannsókn er hægt að fylgjast með áhrifum hreyfingar á heilsuna, eins og sykursýki, hjarta- sjúkdóma, elli glöp og aðra öldrunar- sjúkdóma. Öll hreyfing virðist vera til bóta, hvort sem það er garðyrkja, bílaþvottur, göngur eða dans. Jafnvel þótt fólk byrji ekki að hreyfa sig fyrr en um miðjan aldur bætir það lífs- gæðin. Niðurstöður sýna ótvíræða kosti þess að hreyfa sig fyrir miðaldra fólk og eldra. Lífsgæðin aukast til mikilla muna og fólki líður miklu betur en þeim sem ekki hreyfa sig. „Taktu frá tíma á hverjum degi til að hreyfa þig,“ eru skilaboð frá dr. Mark Hamer sem stjórnaði bresku rannsókninni. ÖLDRUN HÆGIST MEÐ HREYFINGU BÆTIR LÍFSGÆÐI Ný áströlsk rannsókn sýnir að eldri karlmenn sem stunda líkamsrækt, jafnvel þótt þeir hafi unnið kyrrsetustörf, séu mun líklegri til að komast hjá líkamlegum veikindum eða fötlun á efri árum. HREYFING Öll hreyfing er til bóta fyrir miðaldra fólk og eldra. Hreyfingin hægir á öldrun og kemur í veg fyrir marga sjúkdóma. NORDICPHOTOS/GETTY Tveir þriðju fólks eru með són eða suð í eyrum eftir kvöld á klúbbnum eða eftir tónleika. Þriðjungur fólks stillir einnig tónlistina of hátt í heyrnartólum samkvæmt könnun sem bresku sam- tökin Action on Hearing Loss gerðu á dögunum og náði til þúsund manns. Samtökin vilja meina að hættan á að fá „tinnitus“ eða stöðugt eyrnasuð, aukist verulega ef fólk hefur tónlist- ina of hátt stillta í heyrnartólunum og einn af hverjum tíu Bretum, þjáist af tinnitus alla daga, allt frá lágu suði upp í stanslausan són í höfðinu. Afleiðingarnar geti verið allt frá ein- beitingarskorti í vinnunni til þess að eiga erfitt með svefn. Framkvæmdastjóri Action on Hear- ing Loss segir flesta upplifa tinnitus einhvern tíma en lífsgæði þeirra sem hljóti varanlegan skaða skerðist mik- ið. Fólk upplifi kvíða, ótta og hjálpar- leysi. Engin lækning sé til við tinnitus og vilja samtökin vekja athygli á af- leiðingum þess að hunsa öryggi þegar kemur að hávaða og stuðla að frekari rannsóknum. Paul Oakenfold, plötusnúður og plötuútgefandi í Bretlandi, styður baráttu samtakanna og hvetur fólk til þess að njóta tónlistar á öruggan hátt, nota eyrnatappa á tónleikum og lækka í heyrnartólunum. Fréttina má sjá á vef BBC. SUÐ Í EYRUM EFTIR KLÚBBARÖLT Stöðugt eyrnasuð getur verið afleiðing þess að stilla tónlistina of hátt. Bresk samtök vilja vekja athygli á afleiðingum þess að hunsa hávaðamörk. VARANLEGUR SKAÐI Hávær tónlist getur orsakað stöðugt eyrnasuð. NORDIC PHOTOS/GETTY *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t ok tó be r– de se m be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Hafðu fjölpóstinn þinn inni í Fréttablaðinu. Það er áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða þjónustu beint inn á heimilin. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.