Fréttablaðið - 04.02.2014, Qupperneq 28
4. febrúar 2014 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 20
BÆKUR ★★★ ★★
Rökkurhæðir 5: Gjöfin
Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín
Magnadóttir
BÓKABEITAN
Gjöfin er fimmta og nýjasta bókin
í bókaflokknum um krakkana
í Rökkurhæðum. Bækurnar
eru sjálfstæðar sögur sem
tengjast á þann hátt að sögu-
sviðið er borgin Sunnuvík,
nánar tiltekið íbúðahverfi
sem kallast Rökkurhæð-
ir. Þó bækurnar séu
ekki framhaldssögur,
þá tengjast þær á einn
eða annan hátt og aðal-
persónur úr einni bók
geta birst sem auka-
persónur í annarri
og dýpkað skilning
lesandans á þessu
dularfulla hverfi þar
sem skuggalegir atburðir
eiga sér stað. Það er þó alls ekki
nauðsynlegt að hafa lesið aðrar
bækur í bókaflokknum til að hafa
gaman af lestrinum. Gjöfin segir
frá Þórhalli, myrkfælnum ung-
lingspilti, sem ver mestum frítíma
sínum í tölvunni. Hann býr einn í
blokkaríbúð með mömmu sinni í
Rökkurhæðum, en foreldrar hans
skildu stuttu áður en sagan hefst.
Nú er komið að fyrstu jólunum einn
með mömmu og Þórhallur er hreint
ekki spenntur.
Hann gerir sér þó vonir um
að foreldrar hans ausi yfir hann
dýrum jólagjöfum til þess að bæta
upp fyrir ömurleikann sem þau
hafa kallað yfir hann. Það reyn-
ist þó ekki raunin heldur fær hann
alls konar ömurlegar jólagjafir
frá þeim, að hans mati. Gjöfin frá
mömmu hans leynir þó verulega á
sér, bæði á góðan hátt og slæman
og sendir hann af stað í hremm-
ingar sem reynast vera upp á líf og
dauða.
Aðalpersónan, Þórhallur, er vel
sköpuð og trúverðug. Það sama má
segja um aðrar persónur í bókinni
þó það mæði minna á þeim. Stærst-
an hluta bókarinnar er Þór-
hallur einn síns liðs.
Bókin er vönd-
uð og vel skrif-
uð. Sagan er
hrollvekja, ekki
síst vegna þess að
sögupersónurnar
eru saklausar dregn-
ar inn í óhugnanlega
atburðarás gegn þeirra
vilja, en ekki af því þær
voru að ögra örlögunum
á nokkurn hátt. Þetta eru
ósköp venjulegir íslensk-
ir unglingar sem eiga sér
einskis ills von. Hrollvekj-
ur fela gjarnan í sér yfir-
náttúruleg fyrirbæri eða óútskýr-
anlega atburði og þessi saga ætti
ekki að valda neinum vonbrigðum
að því leyti. Fléttan er bæði frum-
leg og spennandi. Hún er þó dálítið
flókin á köflum, svo fullrar athygli
er krafist af lesandanum og í sögu-
lok hefur lesandinn ekki fengið
svar við öllum spurningum sínum
svo hugsanlegt er að það verði
gæsahúð á hnakkanum þegar hann
lokar loks bókinni. Og kannski væri
ekki óvitlaust að hafa kveikt á næt-
urljósinu, bara þessa einu nótt.
Halla Þórlaug Óskarsdóttir
NIÐURSTAÐA: Vel skrifuð unglinga-
hrollvekja sem heldur lesandanum vel
við efnið.
Hrollvekja úr hvers-
dagslífi unglings TÓNLIST ★★★ ★★
GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR FIÐLULEIK-
ARI LÉK VERK EFTIR ÍSLENSK OG ERLEND
TÓNSKÁLD. MEÐ HENNI LÉK RICHARD
SIMM Á PÍANÓ OG JÚLÍA MOGENSEN Á
SELLÓ.
LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR Í
NORÐURLJÓSUM HÖRPU Á MYRKUM
MÚSÍKDÖGUM.
Í tónleikaskránni á Myrkum músík-
dögum þar sem Guðný Guðmunds-
dóttir fiðluleikari kom fram, stóð
að heildartími tónleikanna yrði
um 60 mínútur. Það stóðst ekki,
dagskráin var um 90 mínútna löng.
Kannski spilaði Guðný hægar en
hún ætlaði sér – ég veit það ekki.
Ég veit hins vegar að sumar tón-
smíðarnar á efnisskránni hefðu
ekki þurft að vera þarna. In Vultu
solis (Í andliti sólarinnar) sem
Karólína Eiríksdóttir samdi árið
1980, hefur ekki elst vel. Tónlist-
in virkaði langdregin og tilgangs-
laus. Hugsanlega hefði Guðný getað
spilað með meiri tilfinningu, gætt
túlkunina sæluvímu eins og titill-
inn gaf mögulega vísbendingu um
að ætti að gera. Sennilega hefði þó
verið best að sleppa verkinu – það
gerði ósköp lítið fyrir dagskrána.
Teikn fyrir einleiksfiðlu sem
Áskell Másson samdi um svipað
leyti kom ekki heldur nægilega
vel út. Maður ímyndar sér að tón-
smíð sem heitir þessu nafni þurfi
að einkennast af einhverju annar-
legu. Teikn eru oftast fyrirboðar.
En tónlistin nú hljómaði ekki eins
og hún væri fyrirboði neins. Nema
ferils Áskels sjálfs, sem hefur verið
ævintýri líkastur síðan hann samdi
þessa tónlist. Hann hefur vaxið
gríðarlega sem tónskáld, eins og
píanótríó nr. 2 (2011), sem hér var
frumflutt, sýndi glögglega. Með
Guðnýju þar var Richard Simm á
píanó, en Júlía Mogensen á selló.
Tónlistin var afar viðburðarík, full
af lýrík og skáldskap, skemmtileg-
um andstæðum og athyglisverðri
framvindu. Hún var líka prýðilega
flutt. Júlía spilaði af vandvirkni og
raddfegurð, píanóleikur Richards
var lungamjúkur og nákvæmur og
Guðný sjálf lék á fiðluna af innlifun
og þokka.
Annað á tónleikunum heyrði
ekki til jafn mikilla tíðinda. Kafli
úr Station ary Front eftir Ken Steen
var óttaleg langloka. Samkvæmt
tónleikaskránni var hún hugleið-
ing um veðrabrigði, en virtist ekki
sérlega innblásin. Gamalt verk
eftir Pál P. Pálsson, Expromptu,
fyrir fiðlu og píanó, var hins vegar
magnað. Það einkenndist af gríp-
andi tónahendingum og hnyttnum
takti. Guðný og Richard spiluðu
verkið af leiftrandi fagmennsku,
einlægni og tilfinningu, en samt
aga og nákvæmni.
Svipaða sögu er að segja um són-
ötu nr. 2 eftir Bartók. Þar var allt
á sínum stað. Fiðluleikarinn sýndi
á sér sínar bestu hliðar sem maður
hefur margoft upplifað á tónleik-
um í gegnum tíðina. Þar á meðal
er heiðarleiki. Guðný er fyrst og
fremst músíkant sem kafar ofan í
það sem hún fæst við hverju sinni.
Hún miðlar tónlistinni af heillandi
fölskvaleysi, án þess að egóið þvæl-
ist fyrir. Richard var líka flottur
við flygilinn, spilaði af öryggi og
glæsileika. Útkoman var spennu-
þrungin, nánast eins og í góðum
reyfara. Þetta var Bartók einmitt
eins og hann á að hljóma.
Jónas Sen
NIÐURSTAÐA: Guðný Guðmundsdóttir
fiðluleikari, ásamt meðleikurum, spilaði
af kostgæfni, en dagskráin var misjöfn.
Heiðarlegur fiðluleikari
GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR
fiðluleikari
MENNING
„Vanabindandi
akstursánægja“
Ford Focus.
5 dyra frá 3.490.000 kr.
Prófaðu vinsælasta bíl í heimi búinn sparneytinni
EcoBoost vél sem hefur hlotið titilinn vél ársins,
tvö ár í röð. Öflug 125 hestafla vélin skapar einstaka
sparneytni 5,0 l/100 km og lágt CO2 114 g/km.
Brimborg fagnar 50 árum í bílgreininni og af því tilefni
fylgja ný Nokian vetrardekk að verðmæti 145.000 kr.
öllum Ford Focus í febrúar. Nýttu tækifærið.
Komdu og prófaðu Focus. Tryggðu þér eintak.
ford.is
Ford Focus 5 dyra/station, EcoBoost bensín 125 hö. 6 gíra beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 5,0/5,1 l/100 km. CO2 losun 114/117 g/km.
Brimborg Reykjavík
Bíldshöfða 6
Sími 515 7000
Brimborg Akureyri
Tryggvabraut 5
Sími 515 7050
Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16
Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16
Viltu vita meira um Ford Focus?
Ford Focus hefur svo margt. Hann er búinn 16“ álfelgum og meðal staðalbúnaðar er Ford SYNC raddstýrt samskiptakerfi með Bluetooth búnaði fyrir GSM síma og neyðarhringingu. Tölvustýrð miðstöð viðheldur því
hitastigi sem þú velur og með aksturstölvunni fylgist þú með með lágri eyðslunni. 3,5 tommu upplýsingaskjár er í mælaborði og sérstakt hitaelement er í miðstöð. Hann er því mjög fljótur að hitna á köldum
vetrarmorgnum. CO2 gildin eru óvenju lág fyrir bensínvél og hann fær frítt í stæði í miðborg Reykjavíkur. Start stop spartæknin er í öllum beinskiptum Ford Focus. Komdu í reynsluakstur. Við tökum vel á móti þér.
Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu.
Station frá 3.640.000 kr.