Fréttablaðið - 04.02.2014, Síða 30

Fréttablaðið - 04.02.2014, Síða 30
4. febrúar 2014 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 22 Hollywood hefur logað eftir að Dylan Farrow, dóttir bandaríska kvikmyndaleikstjórans Woody Allen, birti opinskátt bréf á blogg- vef New York Times um helgina. Í bréfinu segir hún að faðir hennar hafi misnotað hana frá því hún muni eftir sér og þar til hún varð sjö ára. Hún segir alvarlegasta atvikið hafa átt sér stað á heimili móður sinnar þegar hún var sjö ára. „Woody Allen leiddi mig upp á háa- loft í húsinu okkar. Hann sagði mér að leggjast á magann og leika mér með leikfangalest bróður míns. Síðan misnotaði hann mig.“ Bréfið hefur farið eins og eldur í sinu um alheimsvefinn en málið kom fyrst upp árið 1992 þegar Woody og leikkonan Mia Farrow skildu eftir að hún fann nektar- myndir sem hann hafði tekið af Soon-Yi Previn, tvítugri kjördóttur Miu. Woody var ekki ákærður og málinu vísað frá. „Ég var látin rifja upp atvikið trekk í trekk fyrir framan marga mismunandi lækna til þess að sannreyna að ég væri ekki að ljúga. Ásakanir á hendur valdamiklum mönnum um kynferðisofbeldi eiga það frekar til að sigla í strand. Sér- fræðingar voru reiðubúnir að ráð- ast á trúverðugleika minn. Og það voru læknar reiðubúnir að afvega- leiða barn sem hafði verið misnot- að,“ skrifar Dylan en misnotkunin hafði djúpstæð áhrif á hana. „Ég var haldin sektarkennd yfir því að hafa leyft honum að vera nálægt öðrum litlum stúlkum. Ég var dauðhrædd við snertingu karl- manna. Ég þróaði með mér átrösk- un og fór að skera sjálfa mig. Þessi þjáning var gerð enn verri af Holly- wood. Allir nema örfáir skelltu skollaeyrum við ásökununum. Flestum fannst auðveldara að láta sem ekkert hefði gerst. Að segja að enginn vissi í raun hvað hefði átt sér stað. Leikarar hylltu hann á verð- launahátíðum og hann var í sjón- varpi og tímaritum. Í hvert sinn sem ég sá andlit kvalara míns – á veggspjaldi, stuttermabol eða í sjón- varpinu – þurfti ég að fela ótta minn þar til ég gat farið í felur þar sem ég brotnaði saman.“ - lkg „Síðan misnot- aði hann mig“ Dylan Farrow, dóttir kvikmyndaleikstjórans Woody Allen, sakar hann um misnotkun í opinskáu bréfi . 1980 Woody Allen byrjar með leikkonunni Miu Farrow. Þau giftust aldrei og bjuggu hvort í sínu lagi. Þau eiga saman soninn Satchel Farrow og ætt- leiddu saman tvö börn, Dylan og Moshe Farrow. 1992 Woody og Mia skilja eftir að hún finnur nektarmyndir sem hann hafði tekið af Soon-Yi Previn, tvítugri kjördóttur sinni. Þau hófu samband og eru enn saman í dag. Við tóku langdregnar lagadeilur um forræði yfir börnunum þremur sem leikstjórinn og Mia áttu saman. 1993 Saksóknari í Connecticut rannsakar meinta mis- notkun Woody á Dylan. Leikstjórinn var ekki kærður og sagði ríkissaksóknarinn Frank S. Maco að hann tryði því að Woody hefði misnotað Dylan en vildi ekki kæra hann til að vernda ungu stúlkuna. Þessi ákvörðun Franks var umdeild en hann stendur enn við hana. 1997 Woody og Soon- Yi giftast. Þau eiga saman tvær ættleiddar dætur, Bechet Dumaine og Manzie Tio. 2014 Dylan Farrow segist hafa verið mis- notuð kynferðislega í æsku af leikstjóranum í opinskáu bréfi sem birt er á bloggvef New York Times. MEINT MISNOTKUN WOODY ALLEN KOM FYRST UPP Á YFIRBORÐIÐ ÁRIÐ 1992 Mikill þrýstingur hefur verið á leikara og leikkonur sem unnið hafa með Woody að tjá sig um málið sérstaklega þar sem Dylan fer fram á svör frá fólki á borð við Cate Blanchett, Alec Baldwin og Diane Keaton í bréfinu. Alec vill ekki blanda sér í þetta fjölskyldumál en Cate tjáði sig um málið á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Santa Barbara á laugardagskvöldið. Hún er talin líkleg til að hreppa Óskarinn fyrir leik sinn í Blue Jasmine, nýjustu mynd Woody. „Þetta hefur augljóslega verið langt og sársaukafullt ferli fyrir fjölskylduna, ég vona að hún leysi úr þessu og finni frið.“ ➜ Vonar að fjölskyldan leysi úr þessu og finni frið Í hvert sinn sem ég sá andlit kvalara míns– á veggspjaldi, stuttermabol eða í sjónvarpinu– þurfti ég að fela ótta minn þar til ég gat farið í felur þar sem ég brotnaði saman. Dylan Farrow FJÖLSKYLDUHARMUR Woody og Mia með börnin árið 1986. Frá vinstri eru Moshe, Dylan í fangi Miu, Satchel og Soon-Yi. Mannréttindi hversdagsins föstudaginn 7. febrúar kl. 13.00 – 17.00 á Grand Hóteli Málþingsstjóri: Bergur Þorri Benjamínsson, málefnafulltrúi Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra. Allir velkomnir, ekkert þátttökugjald. Síðasti skráningardagur er 6. febrúar. Skráning, upplýsingar um túlkun og fleira á vef Öryrkjabandalags Íslands www.obi.is MÁLÞING Sveitarfélög og fatlaðir íbúar Setning: Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands Ávarp: Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra Aðferðafræði, þátttakendur og framkvæmd rannsóknarinnar Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Reynsla fatlaðs fólks og öryrkja sem íbúa sveitarfélaga Rannveig Traustadóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs í fötlunarfræðum Reynslusögur íbúa Arnar Helgi Lárusson, íbúi í Reykjanesbæ og Kári Auðar Svansson, íbúi í Reykjavík Fyrirspurnir og umræður Kaffihlé Reynsla sveitarstjórnarfólks og starfsmanna sveitarfélaga Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir, verkefnastjóri Reynsla starfsfólks sveitarfélaga Soffía Lárusdóttir, framkvæmdastjóri búsetudeildar Akureyrarbæjar Fyrirspurnir og umræður Viðhorf almennings til fatlaðs fólks, öryrkja og velferðarþjónustu sveitarfélaga Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Fyrirspurnir og umræður 13.00 13.05 13.15 13.25 14.15 14.35 14.50 15.20 16.00 16.15 16.30 16.45 Kynntar verða niðurstöður nýrrar rannsóknar. Dagskrá: Rekstrarvörur - vinna með þér

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.