Fréttablaðið - 04.02.2014, Side 32
4. febrúar 2014 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 24
BAKÞANKAR
Söru
McMahon
Fregnir herma að Philip Seymour Hoff-
man hafi látist úr of stórum skammti
eiturlyfja á sunnudaginn, en rannsak-
endur á vettvangi fundu sprautu í hand-
legg hans og umslag með efni sem virtist
vera heróín.
Hoffman hafði um árabil átt við fíkni-
vanda að etja. Árið 2006 sagði hann í við-
tali í fréttaskýringaþættinum 60 minutes
að hann hefði hætt að neyta áfengis og
fíkniefna mörgum árum áður, eða þegar
hann var 22 ára gamall. Á síðasta ári fór
leikarinn góðkunni þó í meðferð í um
það bil tíu daga eftir að hann ánetjað-
ist lyfseðilsskyldum lyfjum sem leiddi
síðar til þess að hann fór aftur að nota
heróín.
Philip Seymour Hoffman hefur
unnið leiksigra á ferlinum. Hann
vann mikið með leikstjóranum,
handritshöfundinum og framleið-
andanum Paul Thomas Anderson
í myndum á borð við The Mast-
er, Magnolia og Boogie Nights,
hann hlaut Óskarsverðlaunin
fyrir leik sinn í Capote, mynd
byggðri á ævi rithöfundarins
Trumans Capote, og vakti eftir-
tekt í hlutverki sínu í kvikmynd-
inni Happiness, í leikstjórn Todds
Solondz, þar sem hann lék hinn pervisna
og einkar ógeðfellda Allen. Þá þótti hann
skara fram úr í hlutverki CIA-fulltrú-
ans Gusts Avrakotos í kvikmyndinni
The Talented Mr.
Ripley, og svo
mætti lengi
telja. Þannig
bætist Hoff-
man í hóp
þeirra hæfi-
leikaríku
listamanna
sem deyja
fyrir a ldur
fram. - ósk
Einn dáðasti
leikari sinnar
kynslóðar
Philip Seymour Hoff man lést á sunnudaginn í íbúð sinni í
Greenwich Village á Manhattan. Hann var 46 ára gamall og
hafði lengi átt við fíknivanda að etja.
ALLEN Philip Seymour Hoffman lék hlutverk
Allens í kvikmyndinni Happiness í leikstjórn
Todds Solondz.
CAPOTE Hoffman lék titilhlutverkið í myndinni, sem byggð er á ævi Trumans
Capote, og hlaut Óskarsverðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverki.
LANCASTER DODD Úr kvikmyndinni The Master.
SCENT OF A WOMAN Hoffman lék á móti Chris
O‘Donnell og Al Pacino í myndinni.
Hoffman var í sambandi
með búningahönnuðinum
Mimi O‘Donnell síðustu
fimmtán ár ævi sinnar. Þau
kynntust þegar þau unnu að
leikverkinu In Arabia We‘d
All be Kings sem Hoffman
leikstýrði, árið 1999. Þau
eignuðust son, Cooper,
árið 2003 og tvær dætur,
Tallulah, sem fæddist 2006
og Willa, fædda 2008.
Í minningargrein í New
York Times var Hoffman lýst
sem þybbnum, þreytulegum
manni með ljóst, og gjarnan
ógreitt hár. Í minningar-
greininni sagði enn fremur
að Hoffman væri þekktur
fyrir að klæðast krumpuðum
fötum sem menn tengdu
frekar við atvinnulausan
leikara en stjörnu. Hann
breytti gjarnan útliti sínu
fyrir hlutverk sem hann tók
að sér, breytti um hárlit og
þyngdi sig eða létti. Hann
var þekktur fyrir að helga
sig hlutverkum sínum al-
gjörlega, stundum óþarflega
mikið.
➜ Einkalífið
Philip Seymour
Hoffman var
dáður í leikhúsi,
bæði sem leik-
ari og leikstjóri,
en hann kom
fram í og leik-
stýrði mörgum
verkum á
ferlinum.
Hann hlaut
þrjár til-
nefningar til
Tony-verðlauna,
tvær fyrir besta
leik í aðalhlut-
verki í verk-
unum True West
(2000) og Death
of a Salesman
(2012), og eina
fyrir besta leik
í aukahlutverki
í Long Day‘s
Journey into
Night (2003).
➜ Leikhúsið
Hoffman lék í myndum á
borð við Scent of a Woman
(1992),Twister (1996), Boogie
Nights (1997), The Big Le-
bowski (1998), Patch Adams
(1998), Magnolia (1999), The
Talented Mr. Ripley (1999),
Almost Famous (2000), Red
Dragon (2002), 25th Hour
(2002), Punch-Drunk Love
(2002) og Cold Mountain (2003)
2005 lék Hoffman titilhlut-
verkið í Capote. Aðrar myndir
sem hlutu lof gagnrýnenda
eru Owning Mahowny (2003),
Before the Devil Knows You‘re
Dead (2007), Charlie Wilsons‘s
War (2007),The Savages (2007),
Synecdoche, New York (2008),
Doubt (2008), Moneyball (2011),
The Ides of March (2011) og
The Master (2012). Árið 2010
leikstýrði hann sinni fyrstu
kvikmynd, Jack Goes Boating.
➜ Kvikmyndir
HER
JACK RYAN
SKÝJAÐ MEÐ KJÖTBOLLUM ...2 2D
SKÝJAÐ MEÐ KJÖTBOLLUM ...2 3D
47 RONIN 3D
BELIEVE
SECRET LIFE OG WALTER MITTY
SECRET LIFE OG WALTER MITTY LÚXUS
THE HOBBIT 3D 48R
THE HOBBIT 3D 48R LÚXUS
HER
DALLAS BUYERS CLUB
EYJAFJALLAJÖKULL
AUGUST: OSAGE COUNTY
THE BOOK THIEF
KL. 8 - 10.40
KL. 5.30 - 8
KL. 3.30 - 5.40
KL. 3.30
KL. 10.20
KL. 3.30
KL. 5.30 - 8 - 10.30
KL. 8 - 10.30
KL. 5.40 - 9
KL. 4.30
Miðasala á: og
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIN
GILDA EKKI Í BORGARBÍÓ
KL. 6 - 9
KL. 5.30 - 8 - 10.30
KL. 6
KL. 8 - 10.35
KL. 6 - 9
NÁNAR Á MIÐI.IS
HER
DALLAS BUYERS CLUB
THE BOOK THIEF
AUGUST: OSAGE COUNTY
KL. 8 - 10:15
KL. 8 - 10:15
KL. 5.45
KL. 5.45
ÓSKARSVERÐLAUNA
TILNEFNINGAR
5
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÁLFABAKKA
AKUREYRI
EGILSHÖLL
KRINGLUNNI
KEFLAVÍK
SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas
DALLAS BUYERS CLUB 5:30, 8, 10:20
47 RONIN 3D 8
LONE SURVIVOR 10:30
SKÝJAÐ MEÐ KJÖTBOLLUM 6 2D
HOBBIT 2 3D 8
SECRET LIFE OF WALTER MITTY 5:30
þriðjudagstilboð þriðjudagstilboð
sýnd í 3d 48 rammaS R
SIGUR-
VEGARI
Hoffman á
Óskars-
verð launa -
hátíðinni
árið 2006.
L íkt og eftirnafn mitt gefur til kynna á ég ættir að rekja til Írlands, nánar
tiltekið Vestur-Írlands. Ég heimsótti föð-
urlandið oft sem barn og þótti það alltaf
jafn ævintýralegt, enda var Írland á
níunda áratugnum töluvert ólíkt Írland-
inu í dag. Í þá daga gengu hundar
lausir um þorp og borgir (margir
voru þeir heimilislausir), asnar
drógu hlaðna vagna á þröngum
sveitavegum sem á írsku nefnast
„boreen“ og hestum mátti ríða
út á ströndinni í litla sjávar-
þorpinu Kilkee, þar sem fjöl-
skyldan var vön að eyða sum-
arleyfum sínum (hrossatað á
ströndinni þótti ekkert tiltöku-
mál í þá daga).
ÉG er þekkt fyrir að vera
svolítið hænd að dýrum og
á það til að leggja lykkju
á leið mína til þess eins að
klappa ketti. Á Írlandi hafði
ég ekki undan að kjassa öll
þau dýr sem urðu á vegi
mínum til og frá ströndinni.
Oftast voru þetta hundar og þá yfir-
leitt heimilislausir hundar. Þessi ræfils-
legu grey urðu flest atlætinu afskaplega
þakklát og það kom stundum fyrir að
ég teymdi hundana með mér heim í von
um að foreldrar mínir gæfu mér leyfi
til að eiga þá. Hundarnir voru misvel
á sig komnir, sumir litu þokkalega út,
aðrir voru lúsétnir, haltir og með hvers
kyns sýkingar, en það skipti mig engu
máli. Mér þóttu þeir allir jafn laglegir
og eigulegir, sýktir eður ei. En eins og
gefur að skilja fékk ég aldrei „jáið“ sem
ég þráði að heyra heldur var mér skipað
að skila dýrinu aftur á sinn stað. Þetta
þótti mér alltaf jafn yfirgengilega sorg-
legt og voru kveðjustundirnar átak-
anlegri en harmakvein Bamba í sam-
nefndri mynd úr smiðju Disney.
ÉG er hætt að lokka ókunnug dýr með
mér heim, en ég er ekki laus við tilfinn-
inguna um að fólk eigi alltaf að huga vel
að dýrunum sínum, sama hvort það eru
hundar, hestar, búfénaður eða hænsni.
Ef ekki, þá gæti ég neyðst til að taka upp
fyrri iðju.
Barnalegur dýraþjófnaður