Fréttablaðið - 04.02.2014, Side 34

Fréttablaðið - 04.02.2014, Side 34
4. febrúar 2014 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 26SPORT KÖRFUBOLTI Í síðustu viku var greint frá því að Körfuknattleiks- samband Íslands hefði sagt fram- kvæmdastjóranum Friðriki Inga Rúnarssyni upp störfum. Ástæð- an væri hagræðing í rekstri sam- bandsins en formaðurinn, Hannes S. Jónsson, segir að ákvörðunin hafi verið afar erfið, en nauðsyn- leg. „Hér er gerð sú eðlilega krafa að við höldum úti öflugu afreksstarfi en raunin er sú að það verður bara dýrara og dýrara með hverju árinu. Það sama má segja um unglingalandsliðin okkar,“ segir Hannes í samtali við Fréttablaðið. KKÍ er á góðri leið með að ganga frá styrktarsamningum við nokk- ur fyrirtæki sem ætti að skila sambandinu meiri tekjum og fagn- ar Hannes því. Hann bætir við að rekstur sambandsins hafi verið „í lagi“ í fyrra en meira komi til. „KKÍ skuldar í dag um átján milljónir króna og við þurfum að vinna áfram að því að grynnka á þeim. Við viljum svo halda áfram að sinna okkar afreksstarfi og bæta í það. Þá urðum við að grípa til hagræðingar og niðurstaðan var að gera það á skrifstofunni.“ Hannes segir að stjórnarmenn KKÍ muni taka á sig aukna ábyrgð og fleiri verkefni til að fylla í skarðið sem Friðrik Ingi skilur eftir sig. „Staðan verður svo skoð- uð aftur í haust fyrir næsta rekstr- arár,“ bætir Hannes við. Nóg framboð af verkefnum Körfuboltahreyfingin hefur dafn- að ágætlega á Íslandi undanfar- in ár og sífellt fleiri bætast í hóp ungra og efnilegra leikmann. Hannes segir að það sé enginn skortur á verkefnum fyrir yngri landslið Íslands en að það sé hins vegar ekki hægt að taka þátt í þeim öllum. „Ástæðan er einföld. Við vilj- um ekki senda enn fleiri reikn- inga inn á heimili til foreldranna,“ segir Hannes en það hefur lengi tíðkast að fjölskyldur leikmanna yngri landsliðanna taka þátt í þeim kostnaði sem fylgir æfinga- og keppnisferðalögum að stórum hluta. Miðað við ársveltu KKÍ kemur rúmlega helmingur inn frá atvinnulífinu með styrktarsamn- ingum við fyrirtæki. Sambandið fær tekjur frá Íslenskri getspá og af því að rukka félög um móts- og félagaskiptagjöld. Þá fær sam- bandið styrki frá ríkinu sem er úthlutað í gegnum ÍSÍ, aðallega í gegnum afrekssjóð og með svoköll- uðum sérsambandsstyrk. Hannes segir að alls nemi inn- koma KKÍ frá ríkinu tæpum tíu milljónum króna. Það sé litlu minna en áætlað er að fjölskyldur leikmanna yngri landsliða greiða á þessu ári. „Í öllum hinum vestræna heimi og sérstaklega í þeim löndum sem eru í kringum okkur kemur ríkið að íþróttastarfinu með mun sterk- ari hætti en raunin er á Íslandi,“ segir Hannes og bendir á að þær hækkanir sem síðustu tvær rík- isstjórnir hafi komið með dugi skammt. Þurfum 3-400 milljónir „Það þarf meira til en að auka framlagið um nokkrar milljónir með nokkurra ára millibili. Það er fljótt að fara þegar því er dreift á næstum 30 sérsambönd innan ÍSÍ. Ef vel á að vera þá þarf framlag ríkisins í afreksíþróttir hér á landi að nema 3-400 milljónum króna. Ég veit að þetta er há upphæð en þetta er engu að síður raunin,“ segir Hannes. Á dögunum var úthlutað úr afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2014 og námu styrkveitingar til sérsam- banda tæpum 92 milljónum króna. Framlag ríkisins í sjóðinn var 70 milljónir og hækkaði um fimmtán milljónir á milli ára. Þess má geta að kostnaðaráætl- anir þeirra sérsambanda sem sóttu um styrk úr sjóðnum námu rúm- lega 891 milljón króna. Hannes segir að framlag ríkis- ins í afreksíþróttir skili sér aftur í samfélagið með margvísleg- um hætti. „Stjórnmálamennirnir þurfa einfaldlega að taka af skarið og gera þetta almennilega því allt kostar þetta mikinn pening ef vel á að vera,“ segir Hannes. eirikur@frettabladid.is Foreldrar borga meira en ríkið Formaður KKÍ segir að miklu meira fj ármagn þurfi frá ríkisvaldinu til að reka almennilegt afreks- og upp- byggingarstarf í íþróttinni hér á landi. „Stjórnmálamenn þurfa að þora að taka af skarið,“ segir hann. BJÖRT FRAMTÍÐ Mikill uppgangur hefur verið í körfuboltanum hér á landi hjá bæði strákum og stúlkum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN visir.is Allt um leiki gærkvöldsins ENSKI BOLTINN MANCHESTER CITY - CHELSEA 0-1 0-1 Branislav Ivanovic (32.) STAÐA EFSTU LIÐA Arsenal 24 17 4 3 47:21 55 Man.City 24 17 2 5 68:27 53 Chelsea 24 16 5 3 44:20 53 Liverpool 24 14 5 5 58:29 47 Everton 24 12 9 3 37:25 45 Tottenham 24 13 5 6 31:32 44 Man.Utd. 24 12 4 8 39:29 40 KÖRFUBOLTI „Þetta er bara eins og maður bjóst við,“ segir Teitur Örlygs- son, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar. Bandaríkjamaðurinn Matthew James Hairston var í gær úrskurðaður í tveggja leikja bann fyrir olnboga- skot í leik gegn Skallagrími fyrir tíu dögum. Hairston fékk aðeins óíþróttamannslega villu í leiknum en dómari leiksins viðurkenndi fyrir aganefnd að hefði hann haft annað sjónarhorn hefði brottrekstrarvilla orðið niðurstaðan. „Ég hefði rekið hann út af þótt ég hefði séð þetta frá bílastæðinu. Þetta verðskuldaði það mikið leik- bann,“ segir Teitur. Hann setur þó spurningarmerki við störf aganefndar sem virðist að einhverju leyti taka ákvarðanir sínar út frá geðþótta. Athygli vakti á dögunum þegar Ragna Margrét Brynjarsdóttir, leik- maður Vals, gaf leikmanni Snæfells olnbogaskot. Ragna var ekki rekin af velli og kærði Snæfell atvikið til aganefndar. Um keimlík mál var að ræða en Ragna Margrét slapp með skrekkinn. Teitur ítrekar að bann Hairston hafi verið verðskuldað. „Viljum við ekki allir að rétt sé bara rétt?“ segir þjálfarinn. Hairston missir af næstu tveimur leikjum Stjörnunnar gegn Haukum og Grindavík. - ktd Vilja ekki allir að rétt sé rétt? FRÁKAST Hairston er fjölhæfur leik- maður sem hefur reynst Stjörnunni vel. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÓL2014 María Guðmundsdóttir meiddist illa á hné í stórsvigskeppni í Þýskalandi í gær. Hún missir af Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí af þeim sökum. María hefur dvalið í Austurríki og Þýskalandi við æfingar og keppni undanfarnar vikur. Í gærmorgun keppti hún í stórsvigi í Jenner í Þýskalandi en féll illa í fyrri umferð- inni. Óttast er að María hafi skaddað liðbönd í hægra hné en skíðakonan gekkst undir frumrannsókn hjá læknum í Þýskalandi í dag. María er á leið til Noregs þar sem hún býr ásamt fjölskyldu sinni í bænum Kongsberg í nágrenni Óslóar. Þar mun hún gangast undir frekari rannsóknir. Ólympíufarar Íslands verða því fjórir en ekki fimm í Rússlandi. Alpafólkið Einar Kristinn Kristgeirs- son, Helga María Vilhjálmsdóttir, Brynjar Jökull Guðmundsson og skíðagöngu- kappinn Sævar Birgisson. -ktd María meidd og draumurinn úti HETJAN Branislav Ivanovic fagnar eina marki gærkvöldsins ásamt landa sínum Nemanja Matic. NORDICPHOTOS/AFP BIKARKEPPNI KARLA Í KÖRFU GRINDAVÍK - ÞÓR Þ. 93-84 (59-50) Grindavík: Sigurður Þorsteinsson 26/11 fráköst, Earnest Clinch Jr. 23/13 stoðs., Ómar Örn Sævars- son 19/16 fráköst/3 varin skot, Ólafur Ólafsson 11, Jóhann Árni Ólafsson 8/10 fráköst/6 stoðs. Þór Þ.:Mike Cook Jr. 31/5 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 19/8 fráköst, Baldur Þór Ragnars- son 11/5 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 10/6 fráköst, TINDASTÓLL - ÍR 79-87 (41-35) Tindastóll: Antoine Proctor 27/8 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 18, Pétur Rúnar Birgisson 11/8 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 8, Darrell Flake 8/7 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 7/9 fráköst. ÍR: Nigel Moore 18/14 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 17/8 fráköst/5 stoðsendingar, Hjalti Friðriksson 15/10 fráköst, Ragnar Örn Bragason 15, Sveinbjörn Claessen 11, Úrslitaleikurinn fer fram í Laugardalshöll þann 22. febrúar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.