Fréttablaðið - 15.03.2014, Side 10
15. mars 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10
STJÓRNMÁL Þingmenn túlka ræðu
Bjarna Benediktssonar, efnahags-
og fjármálaráðherra, um þjóðarat-
kvæðagreiðslu á tvo vegu. Annars
vegar að Bjarni hafi verið að rétta
fram sáttarhönd, hins vegar að hann
og ríkisstjórnin séu á flótta undan til-
lögu Gunnars Braga Sveinssonar um
að draga aðildarumsókn Íslands að
ESB til baka. Í ræðu sinni á Alþingi
í fyrrakvöld sagði Bjarni að til álita
kæmi að efna til þjóðaratkvæða-
greiðslu varðandi ESB.
„Það er enginn sérstakur ásetn-
ingur ríkisstjórnarinnar að halda
málinu frá þjóðinni,“ sagði Bjarni.
Þó væri ekki sama hver spurningin
væri ef málið yrði borið undir þjóð-
ina.
„Ég vil gera mjög skýran greinar-
mun á tvennu, annars vegar því að
bera það mál undir þjóðina sem hér
er til umræðu í þinginu, að draga
aðildarumsóknina til baka, og hins
vegar því að spyrja þjóðina hvort nú
sé ekki góður tími til að ljúka aðild-
arviðræðunum. Þetta eru tveir ólík-
ir hlutir,“ sagði Bjarni. Spurningin í
þjóðaratkvæðagreiðslu ætti að snú-
ast um hvort þjóðin væri sammála
því að draga umsóknina til baka.
Bjarni sagðist alltaf hafa viljað að
þjóðin kæmi að málinu, en á grund-
velli þess sem Alþingi ákvæði.
Katrín Jakobsdóttir, formaður
Vinstri grænna, telur að Bjarni
hafi verið að lýsa því yfir að hann
sé reiðubúinn að skoða ýmsar leiðir
í málinu, þar á meðal tillögu VG um
að gera hlé á viðræðunum og taka
þær ekki upp aftur nema að undan-
genginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
„Ég lít svo á að sú krafa sem er
uppi um þjóðaratkvæðagreiðslu
sé lýðræðiskrafa. Krafan snýst
ekki um að Ísland gangi í ESB. Ég
túlka orð Bjarna á þann hátt að
aðkoma þjóðarinnar að þessu máli
sé tryggð,“ segir Katrín.
Guðmundur Steingrímsson, for-
maður Bjartrar framtíðar, segir að
að lögð verði áhersla á það í vinnu
utanríkismálanefndar að ná sáttum.
„Ég ætla að leyfa mér að túlka
ræðuna á þann hátt að Bjarni hafi
verið að rétta fram sáttarhönd. Það
er vel hægt að ná lýðræðislegri
lendingu,“ segir Guðmundur.
Árni Páll Árnason, formað-
ur Samfylkingarinnar, horfir allt
öðrum augum á ræðuna.
„Ræðan gróf enn frekar undan
tillöguflutningi ríkisstjórnarinn-
ar. Það talar enginn fyrir þess-
ari tillögu Gunnars Braga eins og
hún er lögð fram. Allir ráðherrar
Sjálfstæðisflokksins voru þöglir í
umræðunni. Það blasir við að tillag-
an er munaðarlaus, það vill enginn
bera ábyrgð á henni. Tillagan ber
í sér svo mikla brigð á gefnum lof-
orðum að hún ber dauðann í sér,“
segir Árni Páll.
johanna@frettabladid.is
Þjóðaratkvæði
er hugsanlegt
Fjármálaráðherra segir koma til greina að efna til
þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-mál. Meginmáli skipti
hvaða spurningar yrði spurt. Sumir þingmenn telja að
Bjarni hafi rétt fram sáttarhönd. Aðrir eru á öðru máli.
Fyrstu umræðu um þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar um að
draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka lauk klukkan hálf fjögur
aðfaranótt föstudagsins. Tillagan fer nú til umfjöllunar í utanríkismálanefnd
Alþingis.
Tillaga Pírata um að halda ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu vegna málsins
og tillaga Vinstri grænna um að gera formlegt hlé á aðildarviðræðum voru
einnig afgreiddar án umræðu og sendar til utanríkismálanefndar.
Umræðan um þingsályktunartillögu Gunnars Braga var löng og ströng á
Alþingi. Alls ræddu þingmenn tillöguna í nær 24 klukkustundir.
77 þingræður voru haldnar og tóku þær nær sjö tíma. Mestur tíminn fór
í andsvör, athugasemdir og umræður um fundarstjórn forseta eða hátt 17
klukkustundir.
ESB-tillögur til utanríkismálanefndar
Við aðstoðum með ánægju.
Þegar fjölskyldan stækkar getur nýrri, sparneytnari og öruggari bíll gert
gæfumuninn. Með faglegri ráðgjöf og góðri þjónustu hjálpum við þér að
fjármagna það sem upp á vantar til að þú getir uppfært fjölskyldubílinn.
Við fjármögnum
nýja fjölskyldubílinn
Suðurlandsbraut 14 > sími 440 4400 > www.ergo.is > ergo@ergo.is
MALASÍA, AP Farþegaþotunni, sem
hvarf á flugi frá Kúala Lúmpúr til
Kína, var snúið við og flogið aftur
yfir Malasíu. Ljóst virðist að kunn-
áttumaður í flugi hafi snúið vélinni
við.
Þeir sem vinna að rannsókn máls-
ins virtust orðnir nokkuð vissir um
þetta í gær.
Vélinni virðist hafa verið flogið
í áttina að Andaman-eyjum á Ind-
landshafi, en ekki er vitað til þess
að hún hafi lent neins staðar.
Þá hefur kenning bandarísks
námsmanns um örlög vélarinn-
ar vakið athygli, en hann telur að
sprunga hafi komið á skrokk vél-
arinnar með þeim afleiðingum að
sjálfkrafa var slökkt á öllum tækja-
búnaði öðrum en þeim sem knúði
vélina áfram. Áhöfn jafnt sem far-
þegar hefðu þá misst meðvitund á
skammri stund. - gb / sjá síðu 30
Enn engar skýringar á hvarfi farþegaþotunnar:
Vélinni var snúið við
LEIT HALDIÐ ÁFRAM Leitin hefur
færst yfir á Indlandshaf. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FYRSTU UMRÆÐU LOKIÐ Umdeild þingsályktunartillaga Gunnars Braga Sveinsson-
ar um að draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka er komin til umfjöll-
unar í utanríkismálanefnd Alþingis. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL