Fréttablaðið - 15.03.2014, Page 11

Fréttablaðið - 15.03.2014, Page 11
LAUGARDAGUR 15. mars 2014 | FRÉTTIR | 11 ERLENT Norska ríkið var dæmt skaða- bótaskylt vegna þess að ekki tókst að vernda konu sem sætti heimilisofbeldi þar í landi svo árum skipti. Konan hafði fengið úrskurðað nálgun- arbann á fyrrverandi eiginmann sinn. Maðurinn hafði áður verið dæmdur fyrir ofbeldi gegn konunni og börnum þeirra og ítrekað dæmdur fyrir brot á nálg- unarbanni. Þetta kemur fram á vefsíðu norska ríkisútvarpsins, NRK. Konan var á flótta undan manninum í sextán ár þrátt fyrir nálgunarbannið. Maðurinn sendi henni og börnum henn- ar ítrekaðar líflátshótanir sem varð til þess að hún flúði heimili sitt og skipti um nafn. Þrátt fyrir ítrekaða flutninga tókst ofbeldismanninum að hafa uppi á fjölskyldunni. Konan segir við NRK að heppni ein hafi ráðið því að hún lifði ofbeldi af hendi mannsins af. Hæstiréttur Noregs byggði niður- stöðu sína á ákvæðum Mannréttinda- sáttmála Evrópu og fullyrti að norska ríkið hefði brugðist skyldum sínum. Rúmlega 800 manns í Noregi, mest konur og börn, eru á flótta undan heim- ilisofbeldi. - ssb Norsk kona á rétt á skaðabótum frá ríkinu sem tókst ekki að vernda hana fyrir fyrrverandi eiginmanni: Flúði ofbeldi í sextán ár og skipti um nafn Einfalt að skila framtali Skilafrestur er til 21. mars Nánari upplýsingar á rsk.is 442 1000 Þjónustuver 9:30-15:30rsk@rsk.is Auðkenning Unnt er að auðkenna sig með þrenns konar hætti, þ.e. með rafrænum skilríkjum á debetkorti, rafrænum skilríkjum í gsm síma og með veflykli RSK. Veflykla má fá senda í heimabanka eða með bréfapósti. Símaþjónusta í 442-1414 Í mars verður veitt aðstoð í síma 442-1414 alla virka daga frá kl. 9:30 til 15:30. Dagana 21. mars, 31. mars og 1. apríl verður þjónustan í boði til kl. 19:00. Skilafrestur Almennur skilafrestur fyrir launamenn og einstaklinga með eigin atvinnurekstur er til 21. mars. Unnt er að sækja um lengri frest á skattur.is og getur hann lengstur orðið til 1. apríl. Framtal barns skal fylgja framtali framfæranda. Upplýsingar á framtali Áríðandi er að framteljandi athugi hvort áritaðar fjárhæðir og aðrar upplýsingar séu í samræmi við gögn og upplýsingar sem hann hefur sjálfur undir höndum. skattur.is LÖGREGLA LEITAR VITNA Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar þeirra sem geta gefið upplýsingar um mannaferðir í og við Kirkjuvelli og Árvelli á Kjalarnesi aðfaranótt sunnudagsins 9. mars. Rannsóknin snýr að slæmri meðferð dýra. Hægt er að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000 og í gegnum netfangið sigurdur.petursson@lrh.is. SÝRLAND Í dag eru þrjú ár liðin frá því að átökin í Sýrlandi hóf- ust. Í tilefni af því ætlar fólk um allan heim að koma saman og sýna íbúum Sýrlands stuðning sinn í verki. Samtökin UN Women á Íslandi, Íslandsdeild Amnesty Internatio- nal og ungmennaráð beggja félaga hittast fyrir framan Hörpu kl. 14 í dag. Rauðum blöðrum verður sleppt til himins um heim allan til stuðnings Sýrlendingum. Hægt er að sýna stuðning og taka þátt í her- ferðinni með því að deila myndum og myndbandi á Facebook, Insta- gram og Twitter, með leitarorðinu #withsyria. - fb Rauðar blöðrur við Hörpu: Þrjú ár liðin frá því átök hófust HEIMILISOFBELDI Norsk kona flúði eigimann ítrekað án árangurs. NORDICPHOTOS/GETTY ERLENT Mark Zuckerberg, for- stjóri Facebook, segist langþreytt- ur á persónunjósnum bandarískra yfirvalda. Þetta kemur fram í pistli Zucker- bergs á Face- book. Zuckerberg segir Face book eyða mikilli orku í að tryggja öryggi notenda sinna. Það skjóti skökku við að þegar fyrirtækið telji sig vera að vernda notend- ur fyrir glæpamönnum reynist stærsta ógnin vera stjórnvöld. Zuckerberg segist hafa hringt í Barack Obama, forseta Banda- ríkjanna, og lýst reiði sinni en án árangurs. Langt sé í að stjórnvöld leysi úr málunum. - ssb Njósnir Bandaríkjastjórnar: Zuckerberg las yfir Obama MARK ZUCKERBERG KANADA, AP Kanadíski auðkýfing- urinn Pierre Karl Peladeau hefur ákveðið að bjóða sig fram með aðskilnaðarsinnum í Quebec til fylkiskosninga þar, sem haldnar verða 7. apríl. Tilkynning hans kom á óvart og þykir líkleg til að blása nýju lífi í umræður um aðskilnað Quebec frá Kanada. Pauline Marois, sem er forsætis- ráðherra í Quebec og leiðtogi aðskilnaðarsinna, hafði reynt að forðast að gera aðskilnaðarmálið að kosningamáli, en hún leysti upp þing í síðustu viku og boðaði til kosninga. - gb Auðkýfingur í framboð: Sjálfstæði aftur á dagskránni PIERRE KARL PELADEAU Býður sig fram í Quebec. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MEÐ RAUÐA BLÖÐRU Þessir þrír menn í Ástralíu sýndu íbúum Sýrlands stuðning sinn í verki. ORDICPHOTOS/GETTY
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.