Fréttablaðið - 15.03.2014, Page 11
LAUGARDAGUR 15. mars 2014 | FRÉTTIR | 11
ERLENT Norska ríkið var dæmt skaða-
bótaskylt vegna þess að ekki tókst að
vernda konu sem sætti heimilisofbeldi
þar í landi svo árum skipti.
Konan hafði fengið úrskurðað nálgun-
arbann á fyrrverandi eiginmann sinn.
Maðurinn hafði áður verið dæmdur fyrir
ofbeldi gegn konunni og börnum þeirra
og ítrekað dæmdur fyrir brot á nálg-
unarbanni. Þetta kemur fram á vefsíðu
norska ríkisútvarpsins, NRK.
Konan var á flótta undan manninum
í sextán ár þrátt fyrir nálgunarbannið.
Maðurinn sendi henni og börnum henn-
ar ítrekaðar líflátshótanir sem varð til
þess að hún flúði heimili sitt og skipti
um nafn. Þrátt fyrir ítrekaða flutninga
tókst ofbeldismanninum að hafa uppi á
fjölskyldunni.
Konan segir við NRK að heppni ein
hafi ráðið því að hún lifði ofbeldi af
hendi mannsins af.
Hæstiréttur Noregs byggði niður-
stöðu sína á ákvæðum Mannréttinda-
sáttmála Evrópu og fullyrti að norska
ríkið hefði brugðist skyldum sínum.
Rúmlega 800 manns í Noregi, mest
konur og börn, eru á flótta undan heim-
ilisofbeldi.
- ssb
Norsk kona á rétt á skaðabótum frá ríkinu sem tókst ekki að vernda hana fyrir fyrrverandi eiginmanni:
Flúði ofbeldi í sextán ár og skipti um nafn
Einfalt
að skila framtali
Skilafrestur er til 21. mars
Nánari upplýsingar á rsk.is
442 1000
Þjónustuver 9:30-15:30rsk@rsk.is
Auðkenning
Unnt er að auðkenna sig með þrenns konar hætti,
þ.e. með rafrænum skilríkjum á debetkorti, rafrænum
skilríkjum í gsm síma og með veflykli RSK.
Veflykla má fá senda í heimabanka eða
með bréfapósti.
Símaþjónusta í 442-1414
Í mars verður veitt aðstoð í síma 442-1414
alla virka daga frá kl. 9:30 til 15:30.
Dagana 21. mars, 31. mars og 1. apríl
verður þjónustan í boði til kl. 19:00.
Skilafrestur
Almennur skilafrestur fyrir launamenn
og einstaklinga með eigin atvinnurekstur
er til 21. mars.
Unnt er að sækja um lengri frest á skattur.is
og getur hann lengstur orðið til 1. apríl.
Framtal barns skal fylgja framtali framfæranda.
Upplýsingar á framtali
Áríðandi er að framteljandi athugi hvort áritaðar
fjárhæðir og aðrar upplýsingar séu í samræmi
við gögn og upplýsingar sem hann hefur sjálfur
undir höndum.
skattur.is
LÖGREGLA LEITAR VITNA
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
leitar þeirra sem geta gefið upplýsingar
um mannaferðir í og við Kirkjuvelli
og Árvelli á Kjalarnesi aðfaranótt
sunnudagsins 9. mars. Rannsóknin snýr
að slæmri meðferð dýra.
Hægt er að hafa samband við lögreglu
í síma 444-1000 og í gegnum netfangið
sigurdur.petursson@lrh.is.
SÝRLAND Í dag eru þrjú ár liðin
frá því að átökin í Sýrlandi hóf-
ust. Í tilefni af því ætlar fólk um
allan heim að koma saman og sýna
íbúum Sýrlands stuðning sinn í
verki.
Samtökin UN Women á Íslandi,
Íslandsdeild Amnesty Internatio-
nal og ungmennaráð beggja félaga
hittast fyrir framan Hörpu kl. 14
í dag. Rauðum blöðrum verður
sleppt til himins um heim allan til
stuðnings Sýrlendingum. Hægt er
að sýna stuðning og taka þátt í her-
ferðinni með því að deila myndum
og myndbandi á Facebook, Insta-
gram og Twitter, með leitarorðinu
#withsyria. - fb
Rauðar blöðrur við Hörpu:
Þrjú ár liðin frá
því átök hófust
HEIMILISOFBELDI
Norsk kona flúði
eigimann ítrekað án
árangurs.
NORDICPHOTOS/GETTY
ERLENT Mark Zuckerberg, for-
stjóri Facebook, segist langþreytt-
ur á persónunjósnum bandarískra
yfirvalda. Þetta
kemur fram í
pistli Zucker-
bergs á Face-
book.
Zuckerberg
segir Face book
eyða mikilli
orku í að tryggja
öryggi notenda
sinna. Það skjóti
skökku við að þegar fyrirtækið
telji sig vera að vernda notend-
ur fyrir glæpamönnum reynist
stærsta ógnin vera stjórnvöld.
Zuckerberg segist hafa hringt
í Barack Obama, forseta Banda-
ríkjanna, og lýst reiði sinni en án
árangurs. Langt sé í að stjórnvöld
leysi úr málunum. - ssb
Njósnir Bandaríkjastjórnar:
Zuckerberg las
yfir Obama
MARK
ZUCKERBERG
KANADA, AP Kanadíski auðkýfing-
urinn Pierre Karl Peladeau hefur
ákveðið að bjóða sig fram með
aðskilnaðarsinnum í Quebec til
fylkiskosninga þar, sem haldnar
verða 7. apríl.
Tilkynning hans kom á óvart og
þykir líkleg til að blása nýju lífi í
umræður um aðskilnað Quebec frá
Kanada.
Pauline Marois, sem er forsætis-
ráðherra í Quebec og leiðtogi
aðskilnaðarsinna, hafði reynt að
forðast að gera aðskilnaðarmálið
að kosningamáli, en hún leysti upp
þing í síðustu viku og boðaði til
kosninga. - gb
Auðkýfingur í framboð:
Sjálfstæði aftur
á dagskránni
PIERRE KARL PELADEAU Býður sig
fram í Quebec. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
MEÐ RAUÐA BLÖÐRU Þessir þrír
menn í Ástralíu sýndu íbúum Sýrlands
stuðning sinn í verki. ORDICPHOTOS/GETTY